Hestvagnasetrið.org uncategorized Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað!

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað!

0 Comments



Brougham í körfu hengdur á C fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessa gerð Brougham er líst eftirfarandi: Brougham á körfu (er stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar Hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smellið einu sinni á myndina kemur á nýjum pósti með stækkaði mynd ) þá sjáið þið betur gyltu stafina vinstramegin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festar undir miðfjarðar járnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðar hreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars var þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundaton í Englandi (Vefsíða, í flokkinum hlutir)

Heimildir: Brewster Skrapbook bls 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB september 1883 bls Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls 278

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir