Cumberland Cart bænda vagninn #1

0 Comments

Skemmtilegt að sjá skyld leika milli þessa grips og vagn eftir Thomas Stell sem þið getið séð fyrir neðan aðra mynd til að smella á!


Smíðuð á nítjándu öldinni á Hutton Le Forest Estate nálægt Penrith, Cumverland af Vagnasmið (Wheelwrights) af því svæði. Sá Vagnasmiður notaði tré frá því svæði. Vagninn var keyptur af bóndabýli í nágrenninu á níunda áratugnum. Vagninn er 99% upprunalegur. Upphafleg heygrind og upphækkunar borð. Gólf vagnsins er upprunalegt líka og í frábæru ástandi. Kannski þarfnast vagninn pínulítillar vinnu til að vera tilbúinn
í bústörfin, skemmti akstur eða sýningu. Staðsetning í Suður Derbyshire. Heimild: Carriage and driving Equipment For Sale or Trade Facebook

Grindin ofan á vagninum á þessar mynd er til að flytja laust hey og hefur komið sér vel. Smellið hér þá sjáið þið skyldan vagn smíðaðan af Thomas Stell en þessi greining milli vagnasmiða á sama svæði og eða milli landsvæða og jafnvel landa ásamt heimsálfa finnst mér skemmtileg!

Ef einhver hefur áhuga er verðið 750 pund.



Vagninn er smíðaður til að bera þungar byrðar

Hækkun á skjólborðunum var líka aukabúnaður eins og heygrindin sem velja mátti um hvort fylgja ætti í kaupunum. Svona er hefð fyrir að geyma vagnanna upp á aftari endanum, hvort sem hann er úti eða inni.