Efni Líðandi stundar!
Hestasendiferðavagn með ískubba #1Hestasendiferðavagn með ískubba #1
Margt íssendiferðafólksins átti uppruna sinn á Suður-Ítalíu. Innflytjendur til BNA voru margir með litla menntun
Formáli
vagnasögu verkefnið mitt. Alla mína tíð hef ég verið áhugamaður um handverk og sögu yfirleitt. En saga hestvagnsins hefur hrifið mig upp með rótum þannig að ég ræð ekki við mig þegar uppruni, hönnun, kraftafræði og smíði hestvagna og ýmissa annarra flutningstækja sem tilheyra fortíðinni er til umfjöllunar eða sýnis í öllum formum, þó helst í forminu sem upphaflega voru hönnuð og smíðuð. Ástríða (passion) heitir það!
Setrið á orðið þrjá hestvagna í misjöfnu ástandi en mitt markmið er að endursmíða og laga þá í anda og efnum fyrri alda. Svo er ég að smíða nokkra vagna frá grunni eins og t.d. „Íslenska vagninn“. Þessi vefsíða er partur af ástríðunni í að kynna þessa mögnuðu sögu fyrir þeim sem hafa áhuga á sögu og handverki með flestu sem það innifelur. Markmiðið er ekki hestvagnaferðir eins og er en það gæti breyst í framtíðinni. Vagnasagan, smíðaefnið í farkostina, verkun á smíðaefninu, kraftafræðin og/eða verkfræði á hug minn allan. Svo er ég að þýða bækur, greinar og allt það sem ég kem höndum yfir varðandi hestvagna og aðra formfarkosti. Sagan nær aftur til Genisis svo ég reyni að taka allt sviðið til okkar daga en einn maður kemur aldrei til með að tæma efnið og fræðin, svo risastórt er þetta verkefni en vonandi takið þið viljann fyrir verkið. Þakkir fyrir sýndan áhuga. Höfundur er húsasmiður og áhugamaður.