Efni Líðandi stundar!
Strætis og víðavagnsmyndir USAStrætis og víðavagnsmyndir USA
Hestvagnar og fólk, það er málið! Elsie, North Main Michigan Ískaupmaður í New York Ískaupmaður
Inngangur
Vagnasögu verkefnið mitt. Alla mína tíð hef ég verið áhugamaður um handverk og sögu yfirleitt. En saga hestvagnsins hefur hrifið mig upp með rótum þannig að ég ræð ekki við mig þegar að uppruna, hönnun, kraftafræði og smíði hestvagna og ýmissa annarra flutningstækja sem tilheyra fortíðinni er til umfjöllunar eða sýnis í öllum formum, þó helst í forminu sem upphaflega voru hönnuð og smíðuð. Ástríða (passion) heitir það! Setrið á orðið 3 hestvagna í misjöfnu ástandi en mitt markmið er að endursmíða og laga þá í anda og efnum fyrri alda.
Svo er ég að smíða nokkra vagna frá grunni eins og t.d. ,,íslenska vagninn”.
Þessi vefsíða er partur af ástríðunni í að kynna þessa mögnuðu sögu fyrir þeim sem hafa áhuga hafa á sögu og handverki með flestu sem það innifelur. Markmiðið er ekki hestvagnferðir eins og er, en það gæti breyst í framtíðinni. Vagnasagan, smíðaefnið í farkostina, verkun á smíðaefninu, kraftafræðin og eða verkfræði á hug minn allan. Svo er ég að þýða bækur, greinar og allt það sem ég kem höndum yfir varðandi hestvagna og aðra form farkosti. Sagan nær aftur til Genisis svo ég reyni að taka allt sviðið til okkar daga en einn maður kemur aldrei til með að tæma efnið og fræðin, svo risastórt er þetta verkefni en vonandi takið þið viljann fyrir verkið. Þakkir fyrir sýndan áhuga. Friðrik Kjartansson Húsasmiður og áhugamaður.
Smá hluti efnis vefsíðunnar sækir heimildir til Smitsonian í U.S.A ásamt skjalasafns á netinu (the Internet archive). Svo er sótt efni í sérhæfðar bækur.
Nýjustu fimm atriðin!
- Slökkviliðsvagn með dælu #3
- Bændavagnar Waggons Englands og Wales
- Waggon í Virginíu #2
- Skólavagn #1
- Vagn stolta elgsins!
Smella á myndina; sjá meira! | Smella á myndina; sjá meira! |
---|---|
Skólavagn #1 | Waggon í Virginíu, Ástralíu 1910 #2 |
Hansom á tímamótum #2 | Vagn stolta Elgsins! |
Baðmullarhjólbörur frá 1861
Uppáhald vefsíðueiganda!
Brougham kom í nokkuð mörgum útgáfum og varð vinsæll í Englandi og USA. Byrjað að smíða hann í Bretlandi 1838-1839 fyrir Brougham lávarð af Robinson & Cook. Hugmyndin var yfirtekin af Brougham af Frökkum. Vinsældirnar stöfuðu af því að vagninn var lipur og léttur og gat smogið um þröng stræti borganna. Aðeins einn hest (erlendan) þurfti til að draga Brougham. Auk þess varð hann fyrirmynd af seinni vagnasmíði og hönnun svo gætti líka sterkra áhrifa í bílaframleiðslunni fyrsta áratug 20. aldar. Ég tek það fram að ykkur er það frjálst að senda mér tölvupóst. Umfjöllunin mín verði líklega seint tæmandi því það er af nógu af taka.