Efni Líðandi stundar!
Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 1.Saga listar í vagnasmíði 1. kafli bls. 1.
Viltu kannski sjá formálan fyrst? Hestvagnar á tímum Charles II

Hefurðu lesið um Oseberg fundinn?
Formáli
vagnasögu verkefnið mitt. Alla mína tíð hef ég verið áhugamaður um handverk og sögu yfirleitt.
En saga hestvagnsins hefur hrifið mig upp með rótum þannig að ég ræð ekki við mig þegar uppruni, hönnun,
kraftafræði og smíði hestvagna og ýmissa annarra flutningstækja sem tilheyra fortíðinni er til umfjöllunar eða sýnis í öllum formum,
þó helst í forminu sem upphaflega voru hönnuð og smíðuð. Ástríða það er málið!
Setrið er byggt upp af áhugamanni til umhugsunar og vakningar áhuga á hestvagnasögunni, svo minnist fari í gleymsku.
Þá tengist setrið heimssögunni með þessari vefsíðu, hvort sem sögurnar eru litlar eða stórar. Þetta er saga sem segja þarf á Íslandi vegna þess að okkur er holt og skylt að horfa til uppruna þeirra yfirgengilegu þæginda sem við búum við í dag.