Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!
Terry A. Del Bene Karakterar og byssubardagar Hinn goðsagnakenndi fjallamaður skildi eftir sig arfleifð sannleika og skáldskapar um lífsreynslu sína[...]