Dayton Brett #66

0 Comments


G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.