Útfararvagn #6

0 Comments


Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.