Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.