Tag: 8 fjaðra vagn

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson fjölskyldunni í Pensilvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunaleg teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, 5 dráttar jafnvægisbita, dráttarþverbita, dragskó, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettis lampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn haf fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður af teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verð sé þess óskað.






Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað!Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað!

0 Comments

Stífur úr járni milli hjóla þaggaði hávaða og útilokaði hliðarsveifluna!

http://www.handverkfridriks.com/brougham-fra-brewster-med-stodugleikabunad/86737030_10220465604657408_9091029358432223232_o-2/
Stöngin á milli öxlanna sést hér undir vagninum!

Brewster & Co tók að sér að framleiða Brogham vagninn fyrir enska lávarðinn Brougham. Var fyrst smíðaður í Bretlandi 1838 – 1839 af Robinson & Cook fyrir Brougham lávarð. Stöðugleika búnaðurinn var upphaflega frá Hooper and Co. 1860-70. Ein nýjungin var járnstöng tengd milli fram og afturöxuls undir miðju yfirbyggingarinnar. Tengdist svo út með sömu gerð járns og undir fjaðrirnar. Það segir í greininni sem fylgir teikningunum af vagninum að þessi búnaður hafi tekið hliðar- sveifluna (hreyfinguna) af vagninum á ferð; sem sagt get það að verkum að líkömum farþeganna og Kúsks kastist minna eða ekkert til hliðanna við akstur. Svo þaggaði þessi búnaður ákveðin hljóð sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- írskur sem annars var þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Brewster & Company kalla þessa uppfinningu (patent) Tvöföld fjöðrun (Double-Suspension). Vagninn er með 8 fjöðrum sem voru hannaðar og teiknaðar af H.F. Stahmer, yfirmanni og teiknideildar hjá Brewster. Patentið (einkaleyfið) var skýrt í höfuð honum. Mikið af prófunum fóru fram sem sönnuðu að búnaðurinn virkaði sem áður sagði.

Heimildir: Brewster Skrapbook bls 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB september 1883 bls Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í Ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls 278

Heimild 2: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða)

Samantekt og þýðing: Friðrik Kjartansson

Próförk: yfirlestur.is

Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað!Brougham frá Hooper and Co með stöðugleikabúnað!

0 Comments

Brougham í körfu hengdur á C fjaðrir

8 fjaðra vagn

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Hooper-Brougham.jpg

Hestvagnaframleiðandi í London sem virðist hafa lagt mikla vinnu í að losna við brak og hávaða auk hliðarsveiflunnar í akstri Brougham. Þessa gerð Brougham er líst eftirfarandi: Brougham á körfu (er stöngin undir vagninum sem fylgir lagi hans að neðan í meginatriðum) hengdur upp á C fjaðrir.

Hooper and Co var sérstakur vagnasmiður hennar Hátignar í Englandi. En ef þið stækkið myndina (þarf að smellið einu sinni á myndina kemur á nýjum pósti með stækkaði mynd ) þá sjáið þið betur gyltu stafina vinstramegin við myndina.

1860-70 Hooper and Co. Járnstöng milli öxlanna með tengingu út í fjaðrirnar með stífum festar undir miðfjarðar járnplötuna. Í lýsingu með teikningunum af vagninum segir að þessi búnaður hafi tekið hliðar hreyfinguna af vagninum í akstri. Til að fyrirbyggja líkama farþega og ökumanns kastist ekkert til hliðanna við akstur. Svo tók þessi búnaður af hljóðum sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- ískur eða nuddhljóð sem annars var þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Heimildir: The Carriage Foundaton í Englandi (Vefsíða, í flokkinum hlutir)

Heimildir: Brewster Skrapbook bls 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB september 1883 bls Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls 278

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir