Hestvagnasetrið.org uncategorized Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað!

Brougham frá Brewster með stöðugleikabúnað!

0 Comments


Stífur úr járni milli hjóla þaggaði hávaða og útilokaði hliðarsveifluna!

http://www.handverkfridriks.com/brougham-fra-brewster-med-stodugleikabunad/86737030_10220465604657408_9091029358432223232_o-2/
Stöngin á milli öxlanna sést hér undir vagninum!

Brewster & Co tók að sér að framleiða Brogham vagninn fyrir enska lávarðinn Brougham. Var fyrst smíðaður í Bretlandi 1838 – 1839 af Robinson & Cook fyrir Brougham lávarð. Stöðugleika búnaðurinn var upphaflega frá Hooper and Co. 1860-70. Ein nýjungin var járnstöng tengd milli fram og afturöxuls undir miðju yfirbyggingarinnar. Tengdist svo út með sömu gerð járns og undir fjaðrirnar. Það segir í greininni sem fylgir teikningunum af vagninum að þessi búnaður hafi tekið hliðar- sveifluna (hreyfinguna) af vagninum á ferð; sem sagt get það að verkum að líkömum farþeganna og Kúsks kastist minna eða ekkert til hliðanna við akstur. Svo þaggaði þessi búnaður ákveðin hljóð sem bárust annars inn í vagninn á ferð; skrölt- írskur sem annars var þekkt í Brougham án þessa búnaðar.

Brewster & Company kalla þessa uppfinningu (patent) Tvöföld fjöðrun (Double-Suspension). Vagninn er með 8 fjöðrum sem voru hannaðar og teiknaðar af H.F. Stahmer, yfirmanni og teiknideildar hjá Brewster. Patentið (einkaleyfið) var skýrt í höfuð honum. Mikið af prófunum fóru fram sem sönnuðu að búnaðurinn virkaði sem áður sagði.

Heimildir: Brewster Skrapbook bls 279 Þaðan koma heimildir í þá bók úr HUB september 1883 bls Mynd kemur úr bókinni Brewter en með uppruna í Ameríska tímaritinu HUB frá september 1883 bls 278

Heimild 2: The Carriage Foundation í Englandi (Vefsíða)

Samantekt og þýðing: Friðrik Kjartansson

Próförk: yfirlestur.is