Tag: hlíf framan

Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2

0 Comments

Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur

30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.


Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhiminn. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar,“ þar sem gull gríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. ,,Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musteris veggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamun, vagn með tjaldhiminn, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir. Vegna þess að þeir voru grafnir upp í sinn í hvoru lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gull húðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttar pósturinn að framan er innifalin er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimlar sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins eru raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sól hlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn er ekki með topp. Er á hliðar fjöðrum, fjaðra stangirnar langsum með yfir byggingunni. Bein yfirbygging og járnhlíf fremst. Einstaklega létt sæti. Sérbyggð fyrir gangstigið brokk. Flott skott, Skreytt og útskorin. Sarven nöf er nýung á þessum tíma. Léttasti vagninn sem er í notkun nú um stundir. Þyngd frá 72,5748 kíló til 102,058 kíló. Bremsur ekki sjáanlegar.Vagninn er á langsum fjöðrum, eða hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Útfarar vagn #2Útfarar vagn #2

0 Comments

Mertz & Riddle


Þessir eru ekki lengur að aka almennt um á jarðafarardegi. Frá 19 öldinni, Gull Laufavagn í miðborg Norður Karólínu. Ásett verð eða besta boð; $9000 eða besta boð.




Mér finnst gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af tengi- aðferðum við t.d. tvítréð og eða flest allar tengingar og festingar. Þær eru barn síns tíma en samt talandi dæmi um ráðdeild og vönduð vinnubrögð. Það liggja alltaf ákveðnar forsendur á bak við hönnun festinga og samsetninga.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is