Saga listar í vagn smíði 1 kafli

0 Comments



,,Araba” er annað frumstætt farartæki. Tyrkneskur notaður til kvenna flutninga. Veggir yfirbyggingar hleypir lofti inn án þess að birtan væri of mikil. Einstæðar aurhlífarnar yfir hjólunum benda til þess að þessi „Araba“ sé frá sama uppruna og farartækin frá Persíu og Híndostan. Fararskjótarnir frá vesturhluta Evrópu hafa komið í stað þessara fararskjóta víða í Tyrklandi, Asíu og Egyptalandi. (Höfundur bókarinnar kallar aurhlífarnar ,,Vængjavara”)

Árið 1860 var smíðaður vagn fyrir eina af konunum í herragarði soldánsins, sem var úr silfri eftir því sem hægt var. Hann kostaði, að sögn, 2.000.000 tyrkneska ,,piastres“, um 15.000 pund, mjög dýr gjöf fyrir Tyrkjahöfðingjann að færa einni af mörgum konum. Dr. Edgeworth segir að þessir vagnar hafi kostað aðeins fjórar ,,guineas”, þar á meðal málningu; vagnarnir fylgdu hesti hvert sem er, varla var hægt að velta þeim, jafnvel með fyrirferðarmiklum byrðum, þeir voru léttir og auðvelt var að hreyfa þá með handafli, auðvelt var að gera við þá og þeir lágu svo nálægt jörðu að auðvelt var að hlaða þá og losa. Allt snerist í mjög litlum áttavita. Líklegt er að þetta hafi verið frumstæðir vagnar á Írlandi. Nærtækasta líkingin eru börur Costermonger. Við höfum tekið eftir því hversu léttir og einfaldir þessir vagnar eru og að veikbyggður Asni eða smáhestur munu geta dregið 3 jafnvel 4 farþega í vögnunum hvert á land sem er.

Framhald á leiðinni … fylgist með!

Friðrik Kjartansson þýddi

Yfirlestur: yfirlestur.is