Saga listar í vagn smíði 1 kafli

0 Comments



Alexander Severus keisari gaf hins vegar út tilskipun þess efnis að hver sem er mætti skreyta vagninn að vild sinni og vögnum fjölgaði ört. Við finnum minnismerki um vagna keisaranna sem voru af ýmsum gerðum á dögum þeirra, aðallega búnir til aksturs, háþróaða og vel skreytta vagna sem voru greinilega skreyttir smíðajárni og slípuðum eðalsteinum. Þeir voru allir skreyttir skrauti og perlum úr málmi og ríkulega skreyttir skarti og dúkum. Á súlum Þeódósíusar í Konstantínópel eru sérlega myndarlegir vagnar á tveim og fjórum hjólum. Dyraugu á hliðum þeirra eru ferköntuð að lögun. Við Konstantínópel eru nokkrir vagnar. En til eru nægar sannanir fyrir því að í nálega 500 ár, í stjórnartíð hinna ýmsu keisara Rómar, hljóti listin að hafa verið það sem skipti máli í vagnasmíða listinni. Auk hinna venjulegu listmálara, tréverkamanna, hjólhönnuða og smiða. Nóg atvinna hefur verið fyrri út skurðarmenn, listmálara, kokka, teiknara, þrykkjara, saumafólk og skrautgerðarmenn.

Eins og ég hef nefnt segir Hómer okkur að sætið í hestvagni Júnó hafi verið strekkt á strengi til að draga úr titringi og losna við hnykki á vagninn án fjaðra eða spelkna. Og víst er að rómversku keisararnir voru ekki betur settir með þægindi en Júnó, nema við minnumst á einhvers konar vagn sem er kallaður langi vagninn á stöngum sem eru festar við öxlanna. Vissulega er hægt að fá fjöðrun út úr langri og léttri tréstöng. Hinir pólsku Calesso og norsku vagnarnir ásamt Yarmouth-vögnunum, voru allir gerðir með það

Teikning af vagni frá Yarmouth.

fyrir augum að fá betri fjöðrun með því að hengja þá upp á löngum stöngum sem voru langar á milli öxla eða hests og vagns. Á þessum tilvikum er sætið mitt á milli hjólanna tveggja og hestsins sett á mjög langt skaft sem virka sem fjaðrir. Í gömlum rómverskum vögnum var þunginn borinn milli fram- og afturása á

löngum staurum úr tré. Undirvagninn á fjórhjólavögnum síðari tíma, sem Rómverjar notuðu, var að öllum líkindum sá sami og er í notkun nú á dögum, bæði hér á landi og á meginlandinu, og í Ameríku, undirvagnar landbúnaðarvagna. Til er heimildir um efni fornra vagna sem kom út í Munchen 1817. Efni bókarinnar var samið af John Christian von Ginzrot sem var eftirlitsmaður á skrifstofu riddara Hektors Bæjaralandskonungs. Fáein eintök af þessu verki eru enn til, en aðeins á þýsku, og almenningur hefur ekki greiðan aðgang að. Höfundur gefur grísku og latínu heitin á stöng, priki, hjólabretti og öðrum tæknilegum efnum, svo að enginn vafi leikur á að Rómverjar skildu fyllilega hvað vagnar voru notaðir við vagnalestir. Hann gefur einnig uppdrátt af fjögra hjóla vagni

sem Rómverjar notuðu til að flytja vínámur, og er hann nákvæmlega eins og sá sem nú er notaður í Vín og Munchen. Þegar yfirvöld eru traust getum við verið þess fullviss að vagnsmíðalistin ásamt landbúnaðarvagnasmíðin hafi verið jafn framsækin á dögum Sesars í Róm og nú er í mið Þýskalandi.

Julius Sesar

Við munum hins vegar hætta að nota gamla vagna fyrir þá sem nú eru notaðir í Asíu. Í Hindostan er fjöldinn allur af farartækjum smíðaðir á heimaslóðum. Það hefur oft verið sagt að austræn tíska sé lítið breytt, verkfæri og verkamenn séu nákvæmlega eins og fyrir þúsund árum og nákvæmlega eins og verkin sem þeir vinna. Þegar við skoðum hvað indverskir vagnasmiðir gera núna (1877) erum við sennilega að taka eftir vögnum af svipaðri ef ekki sams konar gerð og þeir sem voru í notkun fyrir þrjú þúsund árum. Algengasta vagninn í Hindostan er kallaður „hackery“ af Evrópubúum.

Tveggja hjóla Hindostan

Hann er á tveimur hjólum með háum ás-tré-bekk, og löngum palli, oft gerðum úr tveimur Bambusbolum, sem tengjast fyrir framan pallinn og mynda dráttarpóstinn sem tvö naut eru spennt við.

Fjögra hjóla Hindostan

Pallurinn samanstendur af smærri bambusstöngum sem eru bundin saman, ekki negldar. Í Frakklandi, fyrir tvö hundruð árum, var samskonarvagn þar sem burðar bitarnir sameinuðust fyrir framan pallinn. Hvorki vagn Indlands né Frakklands var með enda göflum né hliðarskjólborðum.

Ungverskur vagn. Ábyggilega fyrir ríka eða háttsetta farþega. Frá ,,Ginzrots“*

En franska vagninn heitir „Haquet“, líklegt er að Frakkar, sem voru á Indlandi og við Englendingar hafi gefið innfæddum vagninum hugtakið „hackery“ sem var svo líkt og þeirra eigin vagnar. Innfædda nafnið er hins vegar „Gharry“. Á sumum vögnunum eru hliðar sem eru gerðar úr stöngum er ganga inn í hliðarbitanna. Stundum eru hjólin úr gegnheilum viði eða jafnvel steini. Hjólin eru einnig búin til úr planka bita með ávölum endum og á þau eru sett tveir félagar til að mynda hjólbarða hringinn. Aftur eru hjólin gerð eins og okkar og einnig með sex eða átta pílárum sem eru paraðir saman og hvert par hefur sömu stefnu innbyrðis.
En sé þess krafist, að ríkur maður taki vagn, þá eru undirvagninn eins og undir ,,Cart*” en dráttarpósturinn er vandlega festur og skreytt með klút eða flaueli.

*,,Cart” Það er ekki til íslenskt orð yfir Cart. Því er best að hafa enska heitið þarna ef þarna leyndist einhver munur á útliti eða sérkennum hestvagns.

*,,Grinzrots” Veit ekki hvað þýðir. Finn ekki þýðingu. Gæti verið skapari vagnsins af því aftast undir myndinni stendur ,,work”Kannski getur þú hjálpað kæri lesandi?

Hliðar yfirbyggingarinnar eru skreyttar handriði og útskurði. Efri hlutinn er mjög skrautlegur, svipað og howadah spennt á fíl.

Howadah. Nokkurs konar burðarstóll með vönduðum sætum.

Toppurinn er úr dúk sem hvílir á fjórar súlum og einnig að aftan og á hliðum. Farþegarnir liggja með fætur í kross undir hvolfþakinu, á koddum. Kúskurinn situr á trjábol, sem breikka upp undir sitjanda hans. Kúsknum er skýlt frá hitanum með dúk sem er festur við þakið og hengdur á tvo staura sem vísa út frá yfirbyggingunni að ofan. Farartæki með allskonar útlit má skoða á India Museum safni innfæddra. Ýmsar gerðir af vögnum sem sýndir eru á sama safni í South Kensington, en þau sýna ekki mikinn frumleika hönnunar eða fallegar útfærslur en eru sagðar verulega skapandi og skemmtilegar. Þegar Hindúar óskuðu eftir fjögra hjóla farartæki virðist hugsunin hafa verið að hengja við það tveggja hjóla vagni aftan við. Höfuðbolti (kingpin) mundi tengja svo saman fremri og aftur hluta.

Vagn frá Hindúum, með liðstýringu á höfuðbolta

Einstök viðbót er við farartæki Hindúa utan við hjólin, viðar stykki, sveigt að lögun hjólsins að ofan. Þar ofan á hann eru gjarnan tveir beinir, uppréttir pinnar, sem standa á hjólunum utan á endann á ás-trénu (nafinu). Virkar sem hlíf til þess að koma í veg fyrir að einhver detti út úr vagninum og eins til þess að föt farþeganna flækist ekki undir hjólið og í það. Auk þess er langur trépinni festur við tréð, sem er lengri en hjólþvermálið og beygður í svokallaðan „kúpuboga“ líkt og hjólboginn, og er hann festur utan á nafið líka. Endar þess eru bundnir við hlífar endanna með böndum. Þessar hlífar eru til að fyrirbyggja eins og hægt er slys á gangandi fólki í mannþröng strætanna, ímynda ég mér. Fyrirmyndirnar munu birtast í mörgum myndum, og ég hef einnig séð hann á fornum teikningum af indverskum og persnesku farartækjum. Margar vagnanna, sem eru hannaðar til að bera þunga byrði, hafa sveigt stykki frá 20 tommum upp í 30 tommur á lengd, neðarlega á framenda stykkisins.

Myndin fókusar meira að hjólabúnaðinum og stöngin sem veitir Uxunum vernd ef þeir falla sjáum við greinilega á ská fram og upp í dráttarpóstinn úr framhjólastellinu.

Þetta virkar ekki bara sem hlíf þegar ferma á vagninn heldur hlífir það Uxunum svo ef þungt hlaðinn vagninn leggist ekki á Uxanna fullum þunga ef þeir reyna að bjarga sér á fætur eftir að falla við dráttinn. Okið og beislið myndar jafnvægi þannig að léttara er fyrir greyið dýrin þegar þau reyna að standa upp sjálf. Á Englandi höfum við fáar af þessum mannúðlegu vörnum fyrir dráttardýrin. Við höfum þó stuttar hvíldir fyrir dráttarhesta Hansom leiguvagnsins milli ferða.

Á Indlandi eru nokkur risastór stirðbusaleg mannvirki á hjólum sem kallast „Goðavagnar“, nafn faratækisins Juggernauts hlýtur að vera mörgum kunnugt. Hjólin á sumum þeirra eru risavaxnir steinkubbar sem eru mótaðir og boraðir fyrir verkið. Á indverska safninu er ljósmynd af Goðavögnum frá Suður-Indlandi, í Chamoondee héraði og Mysore héraði, sem vert er að skoða. Vagninn virðist í góðu hlutfalli við bygginguna og skrautmunirnir eru fallegir í hönnun og myndu standast samanburð við flest evrópsk verk.

Hecca eða Heka er eins hests heimasmíðaður vagn sem líkist írskum vagni; samanstendur af trjábol sem er höggvin út í palllaga lögun, festur fyrir ofan hjólin á sköftum og með striga þaki. Kúskurinn situr á frambrún pallsins og farþeginn með krosslagða fætur fyrir aftan. Shampony er venjulegur Kvennavagn sem líkist þeim fyrrnefnda en hann er stærri, hjólin eru fyrir utan yfirbygginguna og hann er dreginn af tveimur nautum. Strigaþakið er með gardínum sem eru dregnir niður til skjóls allan hringinn og bílstjórinn situr á skafti/bita fyrir framan yfirbygginguna. Allir þessir heimasmíðuðu vagnar eru með tréöxlum sem, þar til nýlega, er mér sagt, voru notaðir án feiti, vegna fordóma fólksins sem bannaði þeim að nota dýrafitu. Sumir notuðu ólífuolíu eða sápu en í flestum stórum bæjum eru nú reglur sem skylda innfædda til að nota einhver efni til að koma í veg fyrir hávaða og brak í þurrum öxlunum. Algengustu vagnar í Mið-Indlandi eru kallaðir „Tongas“ en sameiginlegt orð innfæddra yfir vagn er „Gharry.“

Í Calcutta eru nokkrir vagnasmiðir sem hafa getið sér gott orð og ráða til sín fjölda innfæddra starfsmanna; Messrs Dyke hafa sex hundruð í vinnu, Messrs Stewart & Co. fjögur hundruð og Messrs Eastman þrjú hundruð. Karlarnir eru aðallega Hindúar. Indverska fólk, eru klókt og vinnusamt, en hafa þann einstaka vana að sitja við vinnu sína. Þeir verkamenn sem þurfa að nota feiti eru allir Mahomedanar. Launin eru frá sex krónum upp í tvær krónur á dag.

Ungverskur vagn

Von Ginzrot gefur mynd af frumstæðum vagn, sem var í notkun í Ungverjalandi fyrir ekki svo löngu síðan, sem er tilvísun í til rómverska vagninn. Forvitnilegur og einmitt svo frumstæður og gæti verið smíðaður í hvaða landi sem er. Yfirbygging er lokuð og bogadregin. Tvær leðurdulur falla yfir hurða opin til lokunar. Hliðarnar eru úr viðartágum eins og algengt var að nota í yfirbyggingu vagna í Grikklandi og Ítalíu. Álíka má ætla að vagnarnir hafi verið sem voru notaðir af hinum mörgu ættbálkum sem á tímum Rómaveldis streymdu út frá Asíu og Rússlandi og réðust inn í Þýskaland, Gallíu og Ítalíu. Í sögunni af stríðum Júlíusar Sesars í Gallíu er sagt frá þeim mikla fjölda vagna sem hinir villimannlegu ráfandi ættbálkar bjuggu yfir.