Tag: hlíf framan

Headley´s bakaravagninn #2Headley´s bakaravagninn #2

0 Comments

Headley bakaravagninn með aðsetur í Andrews Street. Bakaríið var 1796. Svo var það tekið yfir af Pitcher 1940. Headley átti Pavilion kaffi á Westren Park og Anna, Thomas Headley systir rak það.


Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Heimild: Steven Tempest-Mitchell Facebook

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom á tímamótum #2Hansom á tímamótum #2

0 Comments

1905 var New York borg á mörkum útblástursfarartækja og tilkoma leigubílsins markaði verulega breytingu í borgarsamgöngum. Hinn táknræni guli leigubíll sem við þekkjum í dag átti enn eftir að koma á fót en hestdregnu leiguvagnarnir og fyrstu vélknúnu farartækin voru farin að ráða yfir götunum. Þessi umbreyting endurspeglaði öran vöxt borgarinnar og aukna eftirspurn eftir hagkvæmum samgöngumöguleikum þar sem íbúafjöldi hennar jókst og iðandi borgarumhverfi þróaðist. Leigubílainnréttingar frá 1905 voru oft með áberandi hönnun, með rúmgóðri til að hýsa farþega og eigur þeirra. Þessir fyrstu leigubílar voru venjulega málaðir í líflegum litum, skreyttir koparfestingum og tjaldhimnum til að verja farþega frá veðuröflunum.

Farartækin voru tákn framfara og veittu New York-búum nýfengið frelsi til að ferðast auðveldara um borgina. Þessi samgöngumáti varð samheiti við hraðskreiðan lífsstíl borgarbúa, sem gerði þeim kleift að fara yfir fjölfarnar leiðir borgarinnar og falin húsasund. Þegar leigubíllinn náði vinsældum varð hann nauðsynlegur þáttur í sjálfsmynd New York borgar. Um 1910 myndu nýjungar í bílatækni og uppgangur leigubílafyrirtækja umbylta samgöngum í þéttbýli enn frekar. Guli leigubíllinn, sem er undirstaða landslags borgarinnar, myndi brátt koma fram og treysta stöðu leigubílsins sem helgimyndatákn New York. Þessi þróun mótaði ekki aðeins hvernig New York-búar hreyfðu sig heldur setti einnig grunninn að hinu flókna og kraftmikla samgöngukerfi sem er í borginni í dag.


Heimild: Fengið að láni frá History pictures Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Bakarasvagn C. Siebert #1Bakarasvagn C. Siebert #1

0 Comments

Vagn Þýska bakarísins í Ballarat, Virginíu sirka 1895. Maður í bakaravagni sem tilheyrir búð R.U. Nicholls & Company sem líklega er regnhlífarfyrirtæki fyrir nokkur fyrirtæki og eitt bakarí.


Heimild: Ormond Butler á Facebook

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Launsátur við José konung Portúgal 1758Launsátur við José konung Portúgal 1758

0 Comments
José

3. september 1758 stóð José I konungur frammi fyrir dramatískasta augnabliki stjórnartíðar sinnar. Þegar hann var á ferð eftir annarri götunni í útjaðri Lissabon, eftir meintan fund með Teresu de Távora og Lorena, var ráðist á vagninn hans (sege) á hrottalegan hátt af þremur vopnuðum skúrkum, sem skutu á farþegana. Þrátt fyrir alvarleika árásarinnar hlaut konungurinn aðeins áverka á handlegg og kúskurinn, alvarlega slasaður, tókst að aka konungi aftur til Ajuda á öruggan hátt. Það var aldrei sannað að atlagan væri sérstaklega árás á konunginn. Þegar þú heimsækir MNCoches geturðu fundið vagn svipað þeim sem flutti konunginn. Þessi tiltekni vagn virðist vera með „gleraugu“ að framan, þess vegna heitir það… Komdu og sjáðu það! Yfirskrift: Fyrri myndin er endurgerð á allegórískri teikningu sem sýnir meinta árás á D. José I, eftir Francisco Vieira de Matos (1699-1783), í Lissabon-safninu. Önnur myndin sýnir ‘Sege dos Oculos’1, til sýnis í samgöngusafni Portúgal, svipað vagninum sem var með konunginn um borð aðfaranótt 3. september.

Teikning Francisco Vieira de Matos (1699-1783), í Lissabon-safninu af atvikinu!


Svipaður vagn og konungurinn var farþegi í við árásina!

  1. Fylgdu augunum: Ef þýtt er beint yfir á ensku ,,Follow the Eyes”. ↩︎

Royal vefsíða í Portúgal: Unofficial Royalty | The Site for Royal Information and News

Heimild: Museu Nacional dos Coches á Facebook

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Slökkviliðsvagn í Michigan #2Slökkviliðsvagn í Michigan #2

0 Comments

Beech Tree slökkviliðsvagn í Michigan, 1915. Grand Haven


Heimild: Grand Valley ríkisháskólinn.

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Brougham #6Brougham #6

0 Comments

Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978


Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London


Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.


Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.


Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Póstvagn #602Póstvagn #602

0 Comments

Concord vagn til sýnis á alþjóðafluvellinum í El Paso!



Á skiltinu stendur eftirfarandi:

Concord póstvagn #602 – Saga og menningararfur

Þessi níu farþega Concord langferðavagn var pantaður 25. mars 1899 af Mr. F.J. Woodside til heimilis í El Paso, Texas. Vagninn var smíðaður af Abbott & Dowing póstvagna

fyrirtækið Concord, NH og var fluttur 31. júlí 1899.

Á átjándu og nítjándu öld Ameríku varð póstvagninn aðalfarartækið að meirihluta beggja alda. Þrátt fyrir velgengni voru eldri póstvagnar mjög óþægileg farartæki oftast.

1827 breytti Concord-póstvagninn hlutunum svo um munaði. Til sögunnar komu leðurbelti/borðar undir yfirbygginguna sem kom með sveifluhreyfinguna sem gerði ferðalagið þolanlegra.

Með framþróun póstvagnsins uxu ræningjar og banditar. Með aukningu á ránum á gullæðistímabilinu gerðu eigendur miklar ráðstafanir til að vernda farþega og farangur.

Langferðavagnaeigendur réðu vopnaða verði og festu öryggisskápa og box við gólfið og réðu silfursmiði til að smíða járn utan um þá svo þyngd öryggisskápanna var ekki of mikil

fyrir ræningjana til að flytja. Með komu járnbrautanna byrjaði endir gullaldarskeiðs póstvagnanna. Concord-póstvagnaarfleifðin lifir áfram sem minnismerki um hughreysti frumkvöðla og hjálpaði til við að þróa landið okkar inn í framtíðina.



Texti og myndir Fengngið að láni frá Wagon Masters á Facebook Co Dave Mason

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


Enskir skemmtivagnar #1Enskir skemmtivagnar #1

0 Comments

Innanbæjar Chariot

Teikning nr. I, táknar bæjarvagn, almennt talinn umfram alla aðra sem kjóla1– eða dómvagn2. Er vagninn sérstaklega skreyttur af þessu tilefni, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi, þó að hann sé almennt notaður í öðrum tilgangi. Þessi vagn er af Frökkum kallaður Coupe3, enda í raun niðurskorinn vagn; hluti af framendanum er skorinn í burtu og aðeins eitt sæti eftir. Áhrifin eru ánægjuleg; línurnar á framendanum falla hver í aðra í tignarlegum sveigjum, og minnkandi hlutinn fyrir ofan gefur pláss fyrir lampann án þess að trufla útlínurnar. Að öðru leyti líkist vagninn bæjarvagninum sem áður er lýst. Hægt að gera sömu breytingar í þeim tilgangi að ferðast, þegar vagninn verður að póstvagni (post chase). — Á þessari teikningu mun glöggur áhorfandi uppgötva nokkra galla. Undirfjöðrin að framan er of lágt niður og fjarlægðin er of mikil á milli efri og neðri beygjunnar. C-fjaðririn að framan rís ekki tignarlega úr rokkernum4 sínum. Lykkjan að framan er ekki fínlega mjókkuð og er illa sett á yfirbygginguna. Afturhluti C-fjaðranna er líka gallaður og botninn á undirstöðu kúsksætisins (Salisbury-boot) hefur enga ákveðna línu. Neðsti bogaferill yfirbyggingarinnar er líka ójafn.

„Salsbury boot“ er strikað kringum með gulu. Uppstigið er með tveimur þrepum til að vagnstjórinn fái aðgang að kassasætinu.

Svipaður vagn er smíðaður, án undirfjaðra og með hreyfanlegan fram- og afturenda hangandi í C-fjöðrunum; farþegar og farangur hvíla allt á C-fjöðrum. Á afturendanum er pallur fyrir tvo þjóna og á framendanum er pallur, sem getur borið kystil að innan. Á þaki yfirbyggingarinnar getur verið farangursbox (imperial)5 og í fremri enda vagnsins er fest stór aurhlíf klædd japönsku leðri; á milli þess og hússins er staðsetning fyrir kúskinn. Þetta formar að öllu leyti venjulegan póst Chariot (Post Chaise). Lamparnir eru svartir og færanlegir og hlíf yfir glerið á daginn.

Til notkunar í langferðum er hægt að færa sæti til og skipta út hamarsklæðissæti og fylgihlutum. Ef ekki er hægt að liggja endilangt inni í húsinu er hægt að taka neðri hluta framhliðarinnar af og lengja framendann í pall sem kallast svefnhús.(dormeuse)6. Sjá mynd.

Þessi vagn er með Imperial box á þaki og imperial insigli á hurðum. Svo er hann útbúinn sem svefnhús.

  1. Kjólavagn: Konur notuðu stundum þennan vagn frekar en að ganga uppstrílaðar í miklum kjólum. ↩︎
  2. Eftirfylgni, eftirlit og ábyrgð á umsjón með meðferð lögfræðilegs máls fyrir skjólstæðing (með framkvæmd málsins). Fagleg ábyrgð er persónuleg. ↩︎
  3. Þýðir hálfur. ↩︎
  4. Vagngrindin ↩︎
  5. Imperial-vagninn var merktur innsigli um vald ættarinnar og var aðeins notaður við mikilvægustu atburði. Í fyrsta lagi var hann teiknaður af sex hvítum hestum frá Kladrub-keisarafola. Breyttist það snemma á 19. öld í átta. ↩︎
  6. Dome þýðir að sofa og er latína. ↩︎

Heimild: English plesaure carriages on internet archive

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: málfríður.is

Sjúkravagn #1Sjúkravagn #1

0 Comments

,,Royal Alert Edward Wigan.” Stendur á skjaldar -skiltinu efst á yfirbyggingunni. Svo það mætti komast að þeirri niðurstöðu að vagninn sé á vegum kóngsins af Englandi. Vagninn virðist vandaður og snyrtilegur í frágangi. Lítið meira er hægt að segja því ekki fylgja meiri upplýsingar með aðrar en að myndin er tekin 1889.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Mynd fengin að láni frá Lester Dagge á Facebook

Texti: Friðrik Kjartansson

Milord #3Milord #3

0 Comments

10.000 dollara fyrir þennan gullfallega Milord og hann er vel þess virði!


Vagninn er uppgerður og sá sem það vann var starfi sínu vel vaxinn.


Snyrtileg og fallegt húdd/skermir, vel unninn eins og annað.


Virðulegur



Fallega bólstruð sæti og aðalsætið með gimsteinamunstri sem var algengt


Þessi útfærsla aukasætis er dæmigert fyrir Milrod.


Snyrtilegur og fágaður frá gangur hvar sem litið er á vagninn.



Léttivagna sögubrotLéttivagna sögubrot

0 Comments

Póstvagn að leggja úr hlaði með lögreglufylgd vegna gullflutninga 1908. Heimild: State Library W.A.


John Hampton landstjóri 1863. Dr John Hampton var landstjóri Vestur Ástralíu. Frá 28. febrúar 1862 eða 1862 til nóvember 1868. Myndin tekin snemma miðað við vagnáhugafólk. Áhugaverð fyrir vagnáhugafólk. Fann ekki mynd frá sama myndasmið með hestum. Hesta myndir ekki eins vinsælar? Vestur Ástralía var á þeim tíma með mjög líflega útflutningsverslun með hesta og frábæra hesta.

Mynd eftir Alfred Hawes Stone (1801-1873).

Myndin er varðveitt í ríkisbókasafn W.A. (Vestur Ástralíu)


Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.






Yfirlestur: malfridur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.

Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.

Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.


Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs


Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.


Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.


Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)



Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.


Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins. Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri. Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?


Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Stanhope Pæton #14Stanhope Pæton #14

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Franskur Coupé #1Franskur Coupé #1

0 Comments

Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!


Copé staðsettur nálægt Londerzeel í Belgíu. Smíðaður af ríkustu fjölskyldu heims: Rothschild & Ellis. sem framleiddu Renault í byrjun bílaaldar og fram á 20. öldina. Smíðuðu líka utan um Mercedes, ásamt fleiri tegundum þann tíma. Æviágrip Rothschild


Þessi Coupé virðist vera upprunalegur ef dæma má af handfangi hurðarinnar og uppstiginu! Þessi mynd upplýsir okkur um franska bogann í framhornpóstinum sem var sér-frönsk aðferð í vagnasmíði. Takið eftir að lok er fest neðan í hurðina sem lokar yfir uppstigið og hlífir uppstiginu fyrir drullu og aur á ferðinni. Svo eru „rimlar“ fyrir hurðargluggunum til að auka næði inni í vagninum og stjórna ljósi og loftun.


Enginn vafi er á því að hann var smíðaður í París. Smíðaár ekki vitað. Sennilega í kringum 1900.


Vagninn er ekki uppgerður heldur er honum vel viðhaldið. Bastkarfan aftan á kemur vel út og hefur hátt notagildi. Á þessari mynd sjáum við enn betur hvernig hlífin yfir uppstiginu er frágengin.


Næs baksvipur en glugginn er í stærra lagi miðað við aðra Copué


Upprunalegir og fallegir lampar. Græni liturinn á vel við þennan virðulega vagn.


Alvöru aðstaða fyrir Kúskinn.

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Léttur Coupé #108Léttur Coupé #108

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson