Category: Ísland

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðu vagn smíðaður í Noregi milli 1850. – 1920. Líkist vagninum hans Emil í Kattholti.

Ekki til heimild fyrir árgerð þessa eintaks af alþýðu vagni eða heimilisvagni er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 103 til 173 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að ,,eyða” í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á sætisburðarvirkinu er í senn einfalt, snjallt og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt fallegri að mínu mati. Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kinda gæra.

Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs

Járnverkið er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Verður gaman að sand blása og breyta til hins betra.

Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.

Til Sölu: Ásett verð Ísl kr 242.000


Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi því er gamla góða gæran velkominn þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunni á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.

Vagn með svipaðri hönnun, yfirbragði er næstum alveg eins. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju. Framhjólin því stærri. Vagnasmiða í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifuð fyrir þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?

Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leiti eins og um sautjándu og átjándu og nítjándu öldina. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Tréverfæri til vagnasmíða #1Tréverfæri til vagnasmíða #1

0 Comments

Myndasafn


Tveir verðugir fulltrúar vagnasmíðinnar. Hefillinn til hægri heitir ,,Gyðingaharpa” og hafa verið notaðir í vagnasmíði í það minnsta í byrjun 20 aldarinnar og líklega mikið lengra aftur. Ekki til upplýsingar nema til byrjunar síðustu aldar. ,,Gyðingaharpan” er vel nýtt ekki bara af vagnasmiðum heldur líka af skordýrum sem hefur þótt gott að borða harðvið! (löngu afstaðið) Er til sýnis hjá Hestvagnasetrinu Stokkseyri. Fyrirkomulag skoðunar: hringja í síma: 849-1195 og panta skoðun!

Til samanburðar upprunaleg Gyðingarharpa

Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!

0 Comments

Íslensk vagnasaga í myndum!


Gunnlaugur Benedikt Ólafsson fær þakkir fyrir að lána Setrinu þessa frábæru mynd af móður sinni, Nönnu um tvítugt með hestinn sinn og vagninn við Stafafell. Ártal ekki vitað. Ef einhver veit meira um þessa frábæru mynd á er rafpósturinn minn: [email protected]. Friðrik Kjartansson skráði.

Óþekktur maður með hestinn spenntan við íslensk smíðaðan vagn við Markarfljót. Ekki vitað hvenær myndin er tekinn. Væri gaman ef einhver hefði upplýsingr um nafn mannsins og hvernær myndatakan fór fram. Rafpóstur: [email protected]

Börn í Flekkudal. Heimild: Þorkell lánaði mér þessa mynd og nefndi þetta bæjarnafn. Hef ekki meiri upplýsinga að svo stöddu en væri gaman ef einhver þarna úti þekkti börnin og segði okkur frá! Börnin standa aftan við hestvagn sem hefur ábyggilega verið mikið nytjafarartæki síns tíma.
Skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur. Þessa mynd tók franskur ferðamaður á þýska skemmtiferðaskipinu Grosser Kürfurst frá Bremen sumarið 1910 í Hafnarstræti. Takið eftir skiltinu sem á stendur “Tourist Burea”. Þar sem skiltið stendur reis seinna stórt verslunarhús Helga Magnússonar, þar sem Rammagerðin er nú til húsa. Myndin fengin að láni á 101Reykjavik.is Facebook

Fjórði áratugur 20 aldar. Bakarabrekkan í Reykjavík og nálægt miðri mynd götusóparar með hest og hestvagn smíðaður á Íslandi. Fengið að láni af gamlar myndir á Facebook

Ferðamenn á Reykjavíkursvæðinu fyrir um einn öld sirka. Myndin fengin að láni á ,,Gamlar myndir” Facebook.

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Ólafur Björnsson í Núptalstungu V-Húnavatnssýslu situr á slátturvélinni. með kærum þökkum fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Hestaslátturvél í slægjunni. kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Íslensk smíðuð hestakerra, mjög sennilega, með fjárgrindum. Kærar þakkir fyrir lánið á myndinni Ragnhildur Birna Hvolsvelli

Handvagn í notkun, líklega í Reykjavík eftir miðja tuttugustu öldina. Þeir sem þekkja til mannsins og eða handvagnsins er velkomið að skrifa neðst í blogg reitinn alla þær upplýsingar sem að haldi gætu komið.

Sætt par við Glaumbæ í Skagafirði. Ekki ólíklegt að Kristinn Jónsson hafi smíðað kerruna og kannski sleðan. En bara ágiskun, væri gaman að vita? Myndin fengin að lán hjá Jóni Inga Jónssini í Reykjavík.

Sama sæta parið frá öðru sjónarhorni

Handvagn á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Líklega frekar stór handvagn; myndin sýnir vel ,,Diskunina”
á vagnhjólinu en þannig fékkst styrkurinn í hjólið. Fékk myndina lánaða hjá Ottó Val Ólafsini

Unnið við snjóhreinsun með nokkurs konar snjótönn sem hestur dregur. Neðst í Bankastræti. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947 og rómantík. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook


Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Heyskapur í Staðardal Súgandafirði 1947. Mynd fengin að láni á ,,Gamlar ljósmyndir” Facebook

Myndin tekinn á Siglufirði 1947. Fólkið óþekkt. Fengin að láni á ,,Gamalar myndir” Facebook.

Óþekktur ferðamaður á leið um Hverfisgötu (lituð mynd) Fengin að láni í ,,Gamalar Ljósmyndir” Facebook.