Tag: bólstrun

Brewster Pæton með tágofnu sæti #1Brewster Pæton með tágofnu sæti #1

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.

Ekran #42 #43Ekran #42 #43

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Ekran topplausa er rúmgóð og þægileg í notkun. 3 ára gömul nýung prýðir líka vagninn eða Sarven nöf. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Bremsur ekki sjáanlegar.

Ekran með topp, en að öðru leiti eins og topplausa Ekran. Bremsur ekki sjáanlegar. Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is

Hestasleði #2Hestasleði #2

0 Comments

Brewster & Co / Brewster & Baldvin!


Sleði frá Brewster & Co í New York smíðaður um og í kringum 1890. Liturinn heitir Brewster grænn með Maroon rönd. Bólstrunin dökk græn. Hlífin framan skrautið og dráttarsköftin eru háð einkaleyfi. Sett af dráttarsköftum með upprunalegum bjöllunum festir við dráttarsköftin fylgja með. Heimild: Antique carriages sales Faceboook. Þýðing Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is Skráning: Friðrik Kjartansson.



Ferða toppurinn #33Ferða toppurinn #33

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein venjulega er lokafrágangurinn einfaldur. Bein yfirbygging. Sarven nöf. Leðurhlíf framan (dash). Stillanlegt sæti, fellanlegur toppur, þrep sundurgreind. Létta vagninn (the buggy) með gott orð á sér og notuð mest í Suður ríkjunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Bónus topp vagninn #32Bónus topp vagninn #32

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Útkoma létta vagnsins (buggy) er fullkominn, sýnir fallegan stíl og handverk og réttilega sem bestu dómar hafa staðfest. Kerran er myndarlega útskorin og máluð, skreytt með flaueli og silki, járnið er líka vandlega hringað og rafhúðað að fullu. Hún er stutt og fínasta kerra sem smíðuð hefur verið. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!


Eftirgerð smíðuð af Don Leonard frá Pulaski í Illinois. Þessi vagn hefur aldrei verið notaður og alltaf geymdur inni. í besta ástandi sem finnst í USA. Verð: 25.000 dollarar. Póstvagninn er staðsettur einhverstaðar í Greenville Ohio USA. Heimild: Carriages for sale and wanted north america only Facebook

Takið eftir fjöðrunar búnaðinum, leðólar undir yfirbygguna sem hengdar eru í nokkurskonar C gálga.