Tag: bólstrun

Bónus topp vagninn #32Bónus topp vagninn #32

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Útkoma létta vagnsins (buggy) er fullkominn, sýnir fallegan stíl og handverk og réttilega sem bestu dómar hafa staðfest. Kerran er myndarlega útskorin og máluð, skreytt með flaueli og silki, járnið er líka vandlega hringað og rafhúðað að fullu. Hún er stutt og fínasta kerra sem smíðuð hefur verið. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!


Eftirgerð smíðuð af Don Leonard frá Pulaski í Illinois. Þessi vagn hefur aldrei verið notaður og alltaf geymdur inni. í besta ástandi sem finnst í USA. Verð: 25.000 dollarar. Póstvagninn er staðsettur einhverstaðar í Greenville Ohio USA. Heimild: Carriages for sale and wanted north america only Facebook

Takið eftir fjöðrunar búnaðinum, leðólar undir yfirbygguna sem hengdar eru í nokkurskonar C gálga.








Topplausa Heimsveldið #31Topplausa Heimsveldið #31

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög aðlaðandi og frambærileg létta vagn (buggy). Næstum allt járnverkið rafhúðað. Sarven nöf. Hliðarnar geta komið innlagðar perlum og silfri. Hver einasti hluti með yfirmáta lokafrágangi sem gerir þennan vagn að besta sýningareintaki af vögnum í notkun. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Florance topplausa #30Florance topplausa #30

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fínn létt vagn (buggy) og sýningafær. Lokafrágangur með rafhúðuðu járnverki við fjaðrir, stífur, þrep, og bak. Hliðarnar stundum skreyttar með silfurskrauti. Venjulega er loka frágangurinn léttur. Heilt yfir er kerran mjög aðlaðandi. Vagninn er byggður á körfu sem er stöngin á milli öxlanna. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Klúbb Milord #1Klúbb Milord #1

0 Comments

Maciej Musial ásamt föður sínum á þennan Milord og gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Smíða ár ekki vitað. Pólland. Heimild: Maciej Musiał eigandi sem aulýsti á Antique Carriages Facebook


Sætin geras valla fallegri og vel er það unnið.





Bremsubúnaðurinn er samkvæmt nútíma staðli og er í flottu lagi. Er aðeins á afturhjólum.

Topplausi Tatarinn #28Topplausi Tatarinn #28

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sniðugur og fallegur stíll. Járn hlíf (dash) framan, fótstig, leðurklætt skott, rafhúðað sætishandrið og járnið sem fest er í fjaðrirnar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin sem er á milli öxlanna. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Franska aukasætið #26Franska aukasætið #26

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Svipar til númer 6 í stíl, góð sæti … (ólæsilegt vegna skemmda) … Skraufræstar hliðar, tvöföld uppstig, húðuð járnhlíf (dash). Útskiptanlegt sæti fyrir tvo/tvær/tvö eins og númer 6. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna sem verkar bæði sem stöðugleika og tók allt skrölt. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805

Tréspóna toppurinn #25Tréspóna toppurinn #25

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sænskan styður þessa þýðingu á nafni vagnsins en á sænsku heitir hann träull (tréull). Kannski átti nafnið að ýta undir hvað þægilegt væri að aka um í vagninum? Mjög tignarlegur stíll með máluðu skotti og viðar- hlíf (dash) framan. Snyrtilega skreyttur, uppstigið með skítahlíf yfir, járnslegin handrið og spangir, Vagninn er byggður á Körfu sem er stöngin milli öxlanna sem er stöðugleika og afskröltbúnaður. Fellanlegur toppur með handfangi. Kemur með Óperu ekils sæti eða ekki (Opera board). Svipaður og númer 4. en mun fínni fágangur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Tontine toppurinn #24Tontine toppurinn #24

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meira skrautfræstar hliðar en númer 21, vandaðri frágangur. Tontine vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð, hann er mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn er byggður á körfu sem er stöngin milli öxlanna sem gerir vagninn stöðugri ásamt engra hliðarsveiflanna. Sami vagn og númer 22 nema með vönduðum fimm boga topp. Bremsur eru ekki sýnilegar. Ég ætla að gefa mér að heitið Tontine sé hugsanlega sótt í að safna sjóði. En samningur þessa snúnings gengur út á að hlutur hvers og eins hækkar eftir því sem fleiri deyja frá samningnum eða sjóðnum og sá sem lifir lengst af öllum sjóðseigendum vinnur allan pottinn. Ágæti lesandi kannski ertu með aðrar kenningar um þessa nafngift væri gaman ef þú mundir skrifa mér í athugasemdum. Vagninn er með sæti aftan við aðalsætið ef vel er að gáð, á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Heimild: Google leit Yfirlestur: Yfirlestur.is Þýðandi: vélþýðing.is Samantekt og skráning: Friðrik Kjartansson

Borgar toppurinn #23Borgar toppurinn #23

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin er lík og á vagn 21 en er samt svo lítið frábrugðinn. Létt að fella og reisa toppinn sem er fimm boga. Vagninn er byggður á Körfu sem er stöngin milli öxlanna og gerir það að verkum að þagga skröltið og gefa stöðugleika í formi þess að hliðarsveiflan er engin. Er hægt að nota til margra hluta. Lokafrágangur … (ólæsilegt vegna skemmda í handriti) … fínasta handverk. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Sport vagninn #22Sport vagninn #22

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Skrautfræstar hliðar meira en númer 21. Vandaður frágangur. Sport-vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð. Mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn (the buggy) er byggð á körfu stöngin sem er á milli öxlanna til að aukins stöðugleika. Bremsur ekki sjáanlegar. Er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Topplausa borgin #21Topplausa borgin #21

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin með háum hliðum og að framan járnhlíf (dash). Hliðar panillinn skrautfræstur og röndóttur. Skottið saumað og rykkt, járnklætt uppstig og járnbrautarsæti svo er líka hægt að fá lokafrágang svartan. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt vagna hönnun síðar.

Reyrhliða vagninn #19Reyrhliða vagninn #19

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur og smekklegur létta vagn, mikið notaður í Vestur og Norðurhluta USA í þéttbýlum. Þó minna vinsæll en á árum áður. Leðurhlíf fremst (Dash). Reisanlegur og fellanlegur skermur. Vagninn (buggy) er byggð á körfu stöngin á milli öxlanna sem veitir stöðugleika. Vagninn er með einföldum lokafrágangi en samt sem áður gerðarlegur. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar

Georgía topplausa #16Georgía topplausa #16

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hönnunin og stíllinn er ríkjandi í Georgíu, eins og nafnið gefur til kynna. Svo er restin af textanum ólæsileg vegna skemmda enda 160 ára handrit. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum út við hjól, sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Fjaðrastangir.

Concord með topp #15Concord með topp #15

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er tekur mið vagnasmiðina í Concord, N.H. þar sem nafnið tekur nafn af bænum. Létta vagninn er vandaður, með herta öxla og enskar stál- fjaðrir. Concord er hannaður fyrir erfiðar aðstæður og mikla notkun og misjafna og engin Létta vagn (buggy) ekur ljúfar eða er betra að sitja í sem gefur grunn ánægju, það er að segja ef þessi gerð er vel smíðuð. Vagninn fær mikil meðmæli og í notkun í öllum landshlutum (USA). Bremsur ekki sjáanlegar.
Concord vagninn er á 2 fjöðrum langsum undir yfirbyggingunni, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna úti við hjól. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar. Vegna skemmda í 160 ára bæklingnum var þetta næsta kerra að kynna, en vafalaust eru einhverjir demantar týndir inn í fortíðina og koma aldrei til með að sjást aftur, því miður. Á milli fjaðrana langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa létta vagns sem eru með fjaðrir langsum undir yfirbyggingunni.

Hér er svo ljósmynd af að vísu stærri Concord en samt má greina fjaðrabúnaðin sem segja má að sé sérstakur. Vinsældartímabil þessarar vagn gerðar var frá 1850 til 1880

Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!


Svört Surrey með kögurtopp. Flott ástand. Tilbúin í slaginn. Maroon litur á sætum og hjólum. Sætin í besta hugsanlega ástandi. Hjólin hert og sveiflast ekki. Framhól 37″ Afturhjól 47″ dráttarsköft 47″ Dráttarsköft breiðast á milli 39″ Dráttarsköft mjóst á milli 28″

Staðsett í Omro, Wisconsin USA

Hér gefur að lýta undirskurð fyrir framhjólin til að ganga undir vagninn við krappar beygjur.





Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia






Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is