Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook
Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.
Fallegra handverk og smíði sér maður varla lengur!
Glæsilega bólstraður að innan með „Gimsteinamynstrinu“.
Töluvert ílagt í innréttingunni.
Úr eða klukku uppstigi fyrir innan hjólið (toeborde wach and case)
Á teikningunni má sjá: Keðju (drag shoe) sem hangir undir vagninum, látin dragast á eftir vagninum niður brekkur til að halda á móti undanhaldinu. Þaðan kemur líklega nafnið á vagninum „Drag“.
Pöntunarseðillinn fyrir farartækið með fylgihlutum.
Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!
Copé staðsettur nálægt Londerzeel í Belgíu. Smíðaður af ríkustu fjölskyldu heims: Rothschild & Ellis. sem framleiddu Renault í byrjun bílaaldar og fram á 20. öldina. Smíðuðu líka utan um Mercedes, ásamt fleiri tegundum þann tíma. Æviágrip Rothschild
Þessi Coupé virðist vera upprunalegur ef dæma má af handfangi hurðarinnar og uppstiginu! Þessi mynd upplýsir okkur um franska bogann í framhornpóstinum sem var sér-frönsk aðferð í vagnasmíði. Takið eftir að lok er fest neðan í hurðina sem lokar yfir uppstigið og hlífir uppstiginu fyrir drullu og aur á ferðinni. Svo eru „rimlar“ fyrir hurðargluggunum til að auka næði inni í vagninum og stjórna ljósi og loftun.
Enginn vafi er á því að hann var smíðaður í París. Smíðaár ekki vitað. Sennilega í kringum 1900.
Vagninn er ekki uppgerður heldur er honum vel viðhaldið. Bastkarfan aftan á kemur vel út og hefur hátt notagildi. Á þessari mynd sjáum við enn betur hvernig hlífin yfir uppstiginu er frágengin.
Næs baksvipur en glugginn er í stærra lagi miðað við aðra Copué
Upprunalegir og fallegir lampar. Græni liturinn á vel við þennan virðulega vagn.
Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.
Langferðavagntil leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.
Smíðaður í Frakklandi hjá Dufour Frere & Fils a Perigueux
Omini bus staðsettur í Danmörku en smíðaður hjá Dufour freres & Fils í Perigueux í Frakklandi. Smíða ár ekki nefnt.Myndarlegur og snyrtilegur strætó fyrri tíma.Takið eftir afturljósinu vinstra mengin og það er að sjálfsöguð með rauðu gleri. Svo eru afturfjaðrirnar sérstaklega fallegar og gefa vagninum sérstakan blæ.Ágætlega bólstraður og bara snyrtilegur að innan. Skemmtilegt ,,Kýrauga” í hægra framhorninu. Sennileg er svona gluggi í hægra framhorninu líka!Nafn framleiðandans, skaparans á hjólkoppunum.
Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.
Lawernce vagninn er af yfirgerðinni Brett afar flott hönnun. Við sjáum uppstig, lampa og skreytt járnverk. Fjaðrirnar eru langsum með yfirbyggingunni og greinilega fellanlegur stór toppur á vagninum sem gefur honum flott útlit. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!
Hammer er stórt klæði oft rykkt og ríkulega prýtt útsaumi, gimsteinum, blúndum og gulli. Því er komið fyrir kringum sæti Kúsksins að ákveðinni venju.
Hammer klæði sem klæðir af Kúsksætið á uppruna sinn í þegar vegirnir voru vegleysur og mikið var um bilanir í vögnunum, þá hafði Kúskurinn verkfærakistu undir sætinu sem í var hamar og önnur verkfæri tiltæk. Skrautlegt klæði var vafið um og yfir kassann til að fela hann. Tilvitnun í Gentleman´s Magazine 1795 vol. 65, page 109. Þegar langferðavagnar og Chariot´s komu fyrst fram forfeður okkar svo sparsamir sem þeir voru hlóðu byrgðum um borð fyrir fjölskyldur sínar með það fyrir augum að færa fjölskyldum sínu við heimkomuna til London. ,,The hamper“. Vafið í klæði var notuð sem geymsla ásamt því að vera sæti fyrir Kúskinn. Seinna breyttist fyrirbærið í kassa. Er þá örugglega þróun verkfæra kistunnar klædda skrautklæðum. Gæti jafnframt verið afleiðing hljóðbreytingar orðsin ,,armour -cloths”. Aftur er hér tilvitnun í bréf til bæjar blaðsins 1859: Fréttaritari skrifaði með tilvísan til orðsins: Í einni af lýsingum á eigum sýslumanns embættisins er orðið ,,hammer -klæði” notað í lýsingu á viðauka við Kúsksætið. Tilvísun endar.
Heimild: Svör vikuleg spurningar og svör. Replies a weekly journal of question and answer [vol. II., No. 35, Nov. 29, 1879. bls.138]
Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: yfirlestur.is
Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.
Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!
Milord vagninn er heillegur og vel hægt að reisa hann til fyrri glæsileika. Hann er smíðaður í Svíþjóð enda segir áritunin það á hjólkoppunum. Það er ekki að sjá að lampar hafi verið á vagninum en það er samt ekki öruggt þótt ekkert sjáist svo sem festingar.
Upphaflega vandað hood/skermur á Milordinum enda Sænsk gæðasmíði.
Járnverkið er hið vandaðasta í upphafi og vel uppgeranlegt.
Litla hurðin hérna neðst til hægri gerir sitt fyrir útlitið.
Hjólkoppa áritunin segir að vagninn sé smíðaður í Svíþjóð enda er það örugglega rétt.
Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.
Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.
þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.
Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum
Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.
Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!
Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!Buneos Aires og heiti smiðsins!Vandað og aftur vandað!Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.
Wagonett í Barcelona verið vönduð upphaflega en þarf góða yfirhalningu. Smíðaður um 1920. Upprunin í Frakklandi segir núverandi eigandi!Armhvílur og sæti mjög vönduð og allt járnverk líka.Boginn í gólfinu að aftan sýnir einbeitta viðleitni í að vanda það sem lengi á að standa.Aurbretti og tvöfalt uppstig
Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni
Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini
Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.
Gig
Hackney Cabriolet
Curricle
Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Hálfmánavagninum fylgir engin lýsing en við sjáum að hann er með uppstig, hlíf frama og svo fimm toppboga vandaðan topp. Sarvin nöf, Engar bremsur sjáanlegar og vagninn er byggður á körfu (perk) Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo svo ofan á í hönnun síðar
Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu
Búferla flutninga vagn.
Húsgagnaflutninga vagninn voru smíðaðir í þremur stærðum sem kalla mætti litlar, meðalstór og stórir. Voru á milli 12 til 18 fet að lengd. Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu til að geta rúmar sem mest af húsgögnum og öðrum hlutum heimilis. Boga þakið skilar regnvatninu hratt af þakinu. Aðgengið að vagnrýminu var haft eins gott og hægt var með stórum hurðum hliðarhengdum að aftan. Kúsksætið var staðsett venjulega fremst hátt uppi og stundum bókstaflega á þakinu. Í viðleitni til að nýta sem best 7 feta breiðan kassann voru hjólin höfð það lítil að hæð þeirra var neðan við gólflínu yfirbyggingar. Ef stór hjól voru aftan var boga dregin innfelling tekin rúmlega fyrir hjólin inn í hliðarnar. Þessir boga hjólaskálar þurfa bara að vera fimm tommur inn í hliðina svo lítið af innra rými flutningakassans var lítið skert.
Áður framkomnir búferlaflutningavagnar höfðu flatt gólf en eftir að Purdy kynnti sina hönnun sem var niðurfellt gólf alla leið frá um miðju vagnsins og aftur úr og notaði niðurfelldan öxul til að framkvæma það tóku margir þessa hönnun til notkunar. Vegna risastórra flata á hliðum og bakhlið máluðu eða létu eigendurnir mála auglýsingar á alla fleti. Heimilsfang, fyrirtækisnafn, svæði þjónustunnar og allt annað sem hver og einn eigandi vagnanna ákvað. Ólíkt í nútímanum þar sem stórir fletir eru hafðir auðir en lógó sem lítið segir í raun. Allar þessar áritanir litu út eins og ferðabæklingar sem í leiðinni voru framlag listamanna til auglýsingar á handverki sýnu sem var svo aftur auglýsing.
Ekki endaði þetta þó þarna. Margir vagnar voru með efnismikil borð boltuð á þakbrúnir yfirbygginga vagna sinna og þá var hægt að taka auka kassa eða annan farangur upp á þak. Oft voru auglýsingarnar klisjur, dæmi. Flytjum alla hluti, vegalengd skiptir ekki máli, útibú í öllum stærri bæjum. Sérstakt var að sjá suma vagnanna með heilu málverkunum á hliðinni, oft túlkuðu málverkin flutningsakstur um sveitir þar sem húsbúnaðurinn var hamingjusamur að fá nýtt heimili.
Þegar járnbrautirnar komu tóku þær rjómann af hestvagnaflutningum og vagnarnir voru bundnir niður á járnbrautar vagna með reipum kvíslast lengri leiðir en hægt hefði verið að fara með hestvagna teymi. Upphaflega var þetta sparnaðarhugmynd sem var aftur hagstæð járnbrautarfélögum í að samræmt vega-/járnbrautarkerfi svo fremi að flutningavagnarnir væru innan hleðslu áætlunar. Við skulum snúa okkur aftur að flutninga vögnunum og málum.
Meðalstór búferlaflutningavagn
Heildarlengd 16 fet = 4,87.68 metrar Heildarbreidd yfirbyggingar 6 fet og 8 tommur = 2,072.64 metrar Niðurfellingin á gólfinu lengd 9 fet og 8 tommur og breidd 4 fet og 8 tommur = 1,463.04 metrar Hæð framhjóla 2 fet og 8 tommur = 0,853.44 metrar Hæð afturhjóla 4 fet og 2 tommur = 1,280.16 metrar Fjaðrir framan 3 fet og 8 tommur = 1,158.24 metrar Fjaðrir aftan 3 fet og 4 tommur = 1,158.24 metra Afturöxull niðurfelldur um 1 fet og 5 tommur = 0,548.64 metrar Þakið með radíusinn 8 tommur = 0,20.32 metrar Þakborðin voru í 1. feta hæð = 0,30.48 metrar Bakhliðinni er lokað með tvöfaldri hurð sem er hliðarhengd. Þar fyrir neðan er hleri sem lokaði niður fellingunni. Lamirnar hengdar í gólfbotn á niðurfellingunni. Að vissu marki var niður fellingar hlerinn notaður sem rampur til að auðvelda vinnuna við að afferma eða ferma koffort eða koffort með skúffum, fataskápa og mörgu fleiru. Hlutir sem var nægilega varið fyrir veðrum og vindi fór upp á þak og var bundið niður með reipum.
Að mörgu leyti má rekja hagnýtingu þessara búferlaflutninga vagna til þess að þeir úreltust fyrir mörgum árum. Með tilkomu eimreiðanna fæddist nýr líftími vagnanna. Oft voru þeir dregnir tveir til þrír í einu með gufu eða bensínvél og eigendur vagnanna varð ljóst að þeir gætu nýtt gömlu búferlaflutninga hestvagnanna sína með tilkomu dráttarvélanna. Vagnarnir luku oft líftíma sínum á gúmmíhjólbörðum loftfylltum dregnir sem tengivagnar aftan í Leyland, Dennis eða Saurer bensín bílsins á öðrum áratug tuttugustu aldar.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram
Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.
Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car
Írski hliðarsætavagninn. Bianconi hannaði þennan vagn. The Irish Outsite car
Forveri vagnsins að ofan og sá fyrsti á Írlandi.
Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.
Málsetningar hliðarsæta vagnsins
Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.
Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.
Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram