Tag: uppstig

Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1

0 Comments

Lýsing hliðarsætavagnsins á írsku á frummálinu Irish outsite car


Írski hliðarsætavagninn. Bianconi hannaði þennan vagn. The Irish Outsite car
Forveri vagnsins að ofan og sá fyrsti á Írlandi.

Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívatnotkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leðurhlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.

Málsetningar hliðarsæta vagnsins

Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2.956.56 sentimetrar. Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1.859.28 sentimetrar. Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1.252.728 sentimetrar. Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar. Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar. Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar.

Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsætavagninum og fjögurra hjóla vagni sem er ekki til upprunalegur í dag. Mynd að neðan.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fótgetavagninn sem fannst í hlöðuFótgetavagninn sem fannst í hlöðu

0 Comments

Einstakur vagnfundur í Lincon!

Sérstæður hlöðufundur í Lincolnshire.

Mario Broekhuis höfundur greinarinnar. Birtist á Facebook í október 2022

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Hvernig er hægt að hafa virðulegri viðurgjörning en þennan?

Í desember 2021 skrifaði ég grein um fógetavagninn í The Road, fréttabréf The Road Club. Í kjölfarið gerði ég frekari rannsókn á því efni, eins og því sem komið hefur fyrir suma vagnanna, sérstaklega þá sem eru á myndum í safninu mínu. Það varð til endurfundar á vagninum í Lincolnshire. Í september 1948 greindi Lincolnshire Echo frá því, nánar tiltekið hvernig vagn fógetans í Lincolnshire fór í síðasta sinn um borgina eftir að hafa verið tekinn í notkun, en síðan var hann færður á Lincoln Museum. Par af gráum vinnuhestum lötraði frá háskóladeildinni með vagninn, og tók vagninn án hamarsklæðis á rigningardegi.

Síðasta ferðalag Fótgetavagnsins 1948!

Frá Stamp End Highways til Burton-safns, þar sem hann yrði geymdur þar til mögulegt væri að setja hann á sýningu. Sýningin komst aldrei á og stjórn og safnkostur safnsins/safnanna í Lincolnshire breyttist margsinnis. Erfitt var að fá svar við aðalspurningunni: „Er þessi vagn enn til?“ Sara Basquill, deildarstjóri innheimtu- og þróunarmála hjá sýsluráðinu Lincolnshire – sýslu, tók áskoruninni. Hún var ánægð með þær gömlu ljósmyndir sem hún hafði fengið í hendur. Hún vissi af vagni sem ekki var rétt skráður, sem var falinn í geymslu undir rykugum yfirbreiðslum.

Eftir nokkra stund reyndist það vera rétti hlöðufundurinn. Sara svipti yfirbreiðslunni af: „Mér fannst sumt af hnignun vagnsins hafa eldri uppruna en hann lítur ágætlega út á myndunum. Mig grunar að vagninn hafi einhvern tíma verið geymdur við slæmar aðstæður, jafnvel utan dyra. Ég er hrifinn af hlutum í upprunalegu ástandi og finnst ekki gott að þurfa að fara í fulla endurgerð. Ég er ekki viss um hvaða safn Vagninn átti að fara á árið 1948 þar sem Lífslistasafnið í Lincolnshire var ekki opnað fyrr en 1969. Mögulega hefur verið boðið upp á Borgar- og héraðslistasafnið (nú The County Collection)?

Leifarnar af skjaldarmerkinu!

Ég held að skjaldarmerkið á ljósmyndinni sé sama og skjaldarmerkið sem varðveittist á vagninum. Ég myndi gjarnan vilja finna út hver átti þetta skjaldarmerki. Það næsta sem ég hef komist að er að hugsanlega var það Marsden of Panton. Hafandi þá athygli sem forstöðumaðurinn hefur á málinu núna gæti runnið upp sá tími að þessi háttsetti vagn snúi aftur í sviðsljósið eins glæsilegur og áhugaverður og hann var fyrr á tímum. Aðeins þegar búið er að greina uppruna vagnsins ótvírætt er hægt að elska hann aftur.

Yfirlestur: malfridur.is

Brewster Pæton með tágofnu sæti #12Brewster Pæton með tágofnu sæti #12

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Viktoria #1Viktoria #1

0 Comments

Uppgerð í upprunalegu ástandi eins og ný!


Súper vel uppgerð Viktoría. Í topp standi. Fallega bólstruð. Lítið og sætt sæti fyrir blómastúlku og dreng í fremri hluta farþegarýmis. Smíðaár ekki tilgreint né framleiðandi eða vagnsmiður. Sér stakleg passlegur vagn í brúðkaup, skrúðgöngur og kynningarviðburði. Sérstakt verð líka eða £3450. Er staðsett í Blackpool.

Það vita kannski flestir en Viktoria var skírð eftir Viktoríu Englandsdrottningu þegar hún ríkti.

Eistök reisn og stíll yfir þessum fallega vagni.

Hér sjáum við niðurfellanlega barnasætið fyrir aftan Kúsk sætið. T.d. Milrod er með svipað sæti og Pæton svo einhverjir séu nefndir.

Glæsileiki!

Fer vagninum vel húddið þegar það er uppi.

Hér er Viktorían fyrir uppgerð og hafa sennileg verið notaðir tveir vagnar í að endurbyggja hana því á kerrunni eru önnur Viktoría.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney heitir þessi myndarlegi vagn. Þrjár sætaraðir. Yfirbyggingin er hengd á þverfjaðrir svo er meira að segja sætisbak hátt á aftasta sætinu einig er hann búin hlíf að framan uppstigum á sex stöðum. Stöng milli öxlanna er kölluð karfa svo vagninn er byggður á körfu. Nýjungin í þessum vagni felast í Sarven nöfunum. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar ekki fyrir hendi en er staðsettur í Englandi. Smíða ár ekki tilgreint.

Vagninn var byggður til að bera á milli 3 til 4 tonn kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear). Gengju teinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni, er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt enda sýnist manni það.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Útfarar vagn #2Útfarar vagn #2

0 Comments

Mertz & Riddle


Þessir eru ekki lengur að aka almennt um á jarðafarardegi. Frá 19 öldinni, Gull Laufavagn í miðborg Norður Karólínu. Ásett verð eða besta boð; $9000 eða besta boð.




Mér finnst gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af tengi- aðferðum við t.d. tvítréð og eða flest allar tengingar og festingar. Þær eru barn síns tíma en samt talandi dæmi um ráðdeild og vönduð vinnubrögð. Það liggja alltaf ákveðnar forsendur á bak við hönnun festinga og samsetninga.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.