Tag: teikning

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson fjölskyldunni í Pensilvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunaleg teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, 5 dráttar jafnvægisbita, dráttarþverbita, dragskó, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettis lampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn haf fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður af teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verð sé þess óskað.






FlatvagnFlatvagn

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol
Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getru borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið bogin niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kjurrt í bröttum brekkum upp eða niður.
Innifalið í verði er lamir á gafl- loki og bremsur eins og teikningin sýni

Öxla blogg!Öxla blogg!

0 Comments

Í árdaga hest- dregina vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið helst Eik. Endar öxulsins eða nafið, var svipað og stál öxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda násins eins og mynd 6 sýnir.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/88344388_833707613763516_7952634240674299904_n-3-1.jpg

Mynd 6.

Hér sést á teikningu hvernig harðviðs- öxullinn (líklega eik) er lagaður og er smurð dýrafeiti á efri hluta öxulsins.

Mynd 5

Hönnun harðviðar öxla!

Myndin sýnir ,,diskun á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrri ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.
Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hitaður og snöggkældur utan um það þá veldur úrtaka í holunum fyrir píláunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessa gráður eins og diskur; vegna þess að ,,veggir” holunar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir. Á mynd 5 má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. á enskur kallast það að ,,Disch” the wheel. Og ég leyfði mér að færa það yfir á Íslensku og kalla þetta að ,,diska” hjólið. Ég veit þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

,,Diskun” var umdeild lengi og nýungar eins og ,,Patent” komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á píláranna svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að ,,diska” hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20 öldinni. Smurt er með dýrafitu.

Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir