Myndasafn Islenskra hest og handvagna ásamt fleiru!

0 Comments


Myndasafn síða 2


Í Skagafirði. Líklega unnið við að slétta tún en kerrurnar voru nauðsynlegr í að flytja til jarðveg úr hæðum ofaní lautir. Frá vefsíðueiganda: Vagnarnir eru mjög einfaldir að gerð en ég veit ekki enn hvort Kristinn Jónsson Vagnsmiður í Reykjavík smíðaði þá? Frábært ef einhver veit betur og getur frætt okkur. Ef þú hefur meiri upplýsingar? [email protected]

Í Skagafirði. Líklega unnið við að slétta tún en kerrurnar voru nauðsynlegr í að flytja til jarðveg úr hæðum ofaní lautir.

Mjólkurbrúsar á hestvagni.
Úr safni Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ á Skeiðum.

Lífið á bryggjunni í Vestmanneyjum 1903-1920

Hestvagnar voru stór þáttur í vegaframkvæmdum

Ferðalangar líklega á Reykjavíkursvæðinu að leggja upp í ferðalag, kannski lautarferð á sunnudegi? Engar upplýsingar ertu til um þessa mynd. Hefur þú upplýsingar um þessa mynd? Ef þá er rafpósturinn minn: [email protected] Frá vefsíðueiganda: vagnarnir á myndinni eru líklega svo kallaðir ,,Univesal vagnar” (Wagon)

1910-1930 Fólk á hestvagni. Í aftursæti: Gísli Gíslason, verslunarstj. hjá Geir Zoega, og Ragnheiður Clausen kona hans. Ása Clausen (systir Ragnheiðar) er í framsætinu, en kúskurinn og drengurinn eru óþekktir. Hestarnir eru Stóri-Mósi (nær) og Litli-Mósi. Geir Zoega átti hestana og vagninn. Upplýsingar frá: Holgeiri Gíslasyni, syni Ragnheiðar og GíslaFrá vefsíðueiganda: Sennilega með íburðamesta vagni sem til Íslands kom á þessum tíma! Hestvagninn mun vera af gerðinni ,,Phaeton” eða ,,Milrod” ekki gott að greina vegna mikilla líkinda með þessum gerðum.

Bóndi við jarðvinnu. Herfi beitt fyrir hestanna
Úr myndasafni Jóhannesar Pálmasonar

Bóndi við jarðvinnu. Herfi beitt fyrir hestanna
Úr myndasafni Jóhannesar Pálmasonar

Gamli og nýi tíminn saman á mynd!
Úr myndasafni Jóhannesar Pálmasonar

Æskan og hjól framtíðar. Á þessari mynd sést vel hversu einföld smíð íslensku vagnarnir voru.

Hér er sennilega um handvagnað ræða, notaður við fluttning á þvotti eða ull sem er verið að þvo.

Mótekja.

Vesturgata í Reykjavik um aldamótin 1900 Mynd . Frederick W.W. Howell. Horft í austur og Vesturgata 46 efsta hús til á vinstri. Fengin að láni á Gamlar ljósmyndir Facebook.

Laugarvegur árið1935. Ljósm.: Kristín Vigfússon. Myndin fengin að láni úr gamlar ljósmyndir Facebook.

Kúskurinn á myndinni mun vera Guðmundur Rósberg þá ellefu ára, hér er hann og hesturinn Mósi að sinna mjókurflutningum Í Pósthússtræti fyrir Geir í Eskihlíð. (GGG) Mynd frá 1941

Sigfús Eymundsson tók þessa mynd árið 1907. Á myndinni er Sigurþór Sigurðsson. Sigurþór hafði þann starfa að flytja vörur frá rjómabúinu á Baugsstöðum til Reykjavíkur á þessum vagni.