Handvagn fisksölukonu #5Handvagn fisksölukonu #5
Kona selur fisk úr tunnum af handvagni í East End, London 1910.

Yfirlestur: yfirlestur.is
Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson
Cartagena, Mucia Spáni. Verð í nóvember 2023 €3.500
Flokkast sem ,,Buggy”
Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook
Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.
Yfirlestur: malfridur.is
Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson
Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.
Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður.
Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára.
Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili.
Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad.
Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.
Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna.
Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta.
Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur.
Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.
Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.
Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs
Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.
Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu.
Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.
Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)
Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er.
Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.
Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins.
Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi.
Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri.
Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?
Fortíðin er heillandi að mér finnst.
Fátæktin var líka mikil.
Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.
Tveir verðugir fulltrúar vagnasmíðinnar. Hefillinn til hægri heitir ,,Gyðingaharpa” og hafa verið notaðir í vagnasmíði í það minnsta í byrjun 20 aldarinnar og líklega mikið lengra aftur. Ekki til upplýsingar nema til byrjunar síðustu aldar. ,,Gyðingaharpan” er vel nýtt ekki bara af vagnasmiðum heldur líka af skordýrum sem hefur þótt gott að borða harðvið! (löngu afstaðið) Er til sýnis hjá Hestvagnasetrinu Stokkseyri. Fyrirkomulag skoðunar: hringja í síma: 849-1195 og panta skoðun!
Til samanburðar upprunaleg Gyðingarharpa
Ferðamáti og gerð farartækis | Vegalengd á dag (mílur/dagur) | Lýsing | Aðal notkun | |
Fótgangandi | 12 – 16 | Manna fætur. | Askonar | |
Burðarstóll | 1-3 | Sex þrælar báru sem nam umhverfis þorp | Notað til stuttra ferða. | |
Hestur | 30-35 | Hestur. | Flutningur á 1 til 2 manneskjum. | |
Plaustrum | 10 – 15 | Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga. | Þungaflutningar. | |
Essedum | 25-30 | Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum. | Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt). | |
Cisium | 25-30 | Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar. | Flutningur á manneskjum | |
Raeda | 20-25 | Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra. | Flutningur á manneskjum | |
Carpentum | 20-25 | Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum. | Flutningur á einni ríkri manneskju. | |
Carruca | 20-25 | Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö. | Flutningur á tveimur ríkum manneskjum | |
Cursus clabularis | 20-25 | Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum. | Flutningur á herbúnaði. |
Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.
Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi. |
Copé staðsettur nálægt Londerzeel í Belgíu. Smíðaður af ríkustu fjölskyldu heims: Rothschild & Ellis. sem framleiddu Renault í byrjun bílaaldar og fram á 20. öldina. Smíðuðu líka utan um Mercedes, ásamt fleiri tegundum þann tíma. Æviágrip Rothschild
Þessi Coupé virðist vera upprunalegur ef dæma má af handfangi hurðarinnar og uppstiginu! Þessi mynd upplýsir okkur um franska bogann í framhornpóstinum sem var sér-frönsk aðferð í vagnasmíði. Takið eftir að lok er fest neðan í hurðina sem lokar yfir uppstigið og hlífir uppstiginu fyrir drullu og aur á ferðinni. Svo eru „rimlar“ fyrir hurðargluggunum til að auka næði inni í vagninum og stjórna ljósi og loftun.
Enginn vafi er á því að hann var smíðaður í París. Smíðaár ekki vitað. Sennilega í kringum 1900.
Vagninn er ekki uppgerður heldur er honum vel viðhaldið. Bastkarfan aftan á kemur vel út og hefur hátt notagildi. Á þessari mynd sjáum við enn betur hvernig hlífin yfir uppstiginu er frágengin.
Næs baksvipur en glugginn er í stærra lagi miðað við aðra Copué
Upprunalegir og fallegir lampar. Græni liturinn á vel við þennan virðulega vagn.
Alvöru aðstaða fyrir Kúskinn.
Upplýsingar eru ekki fyrir hendi en hann er staðsettur í Englandi. Smíðaár er ekki tilgreint.
Vagninn var byggður til að bera á milli 3 og 4 tonn, kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear ). Gengjuteinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt, enda sýnist manni það.
Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.
Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.
Yfirlestur: malfridur.is
Frásögn/lýsing Myndir!