Category: uncategorized

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðu vagn smíðaður í Noregi milli 1850. – 1920. Líkist vagninum hans Emil í Kattholti.

Ekki til heimild fyrir árgerð þessa eintaks af alþýðu vagni eða heimilisvagni er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 103 til 173 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að ,,eyða” í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á sætisburðarvirkinu er í senn einfalt, snjallt og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt fallegri að mínu mati. Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kinda gæra.

Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs

Járnverkið er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Verður gaman að sand blása og breyta til hins betra.

Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.

Til Sölu: Ásett verð Ísl kr 242.000


Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi því er gamla góða gæran velkominn þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunni á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.

Vagn með svipaðri hönnun, yfirbragði er næstum alveg eins. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju. Framhjólin því stærri. Vagnasmiða í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifuð fyrir þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?

Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leiti eins og um sautjándu og átjándu og nítjándu öldina. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Tréverfæri til vagnasmíða #1Tréverfæri til vagnasmíða #1

0 Comments

Myndasafn


Tveir verðugir fulltrúar vagnasmíðinnar. Hefillinn til hægri heitir ,,Gyðingaharpa” og hafa verið notaðir í vagnasmíði í það minnsta í byrjun 20 aldarinnar og líklega mikið lengra aftur. Ekki til upplýsingar nema til byrjunar síðustu aldar. ,,Gyðingaharpan” er vel nýtt ekki bara af vagnasmiðum heldur líka af skordýrum sem hefur þótt gott að borða harðvið! (löngu afstaðið) Er til sýnis hjá Hestvagnasetrinu Stokkseyri. Fyrirkomulag skoðunar: hringja í síma: 849-1195 og panta skoðun!

Til samanburðar upprunaleg Gyðingarharpa

Stanhope Pæton #3Stanhope Pæton #3

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Útskýringar á nafngiftum Rómverskra vagnaÚtskýringar á nafngiftum Rómverskra vagna

0 Comments

Ýmsir ferðamátar um Róm til forna


Ferðamáti og gerð farartækisVegalengd á dag
(mílur/dagur)
LýsingAðal notkun
Fótgangandi12 – 16Manna fætur.Askonar
Burðarstóll1-3Sex þrælar báru sem nam umhverfis þorpNotað til stuttra ferða.
Hestur30-35Hestur.Flutningur á 1 til 2 manneskjum.
Plaustrum10 – 15Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga.Þungaflutningar.
Essedum25-30Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum.Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt).
Cisium25-30Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar.Flutningur á manneskjum
Raeda20-25Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra.Flutningur á manneskjum
Carpentum20-25Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum.Flutningur á einni ríkri manneskju.
Carruca20-25Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö.Flutningur á tveimur ríkum manneskjum
Cursus clabularis20-25Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum.Flutningur á herbúnaði.

Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.

Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi.

Franskur Coupé #1Franskur Coupé #1

0 Comments

Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!








Fangavagnar #2Fangavagnar #2

0 Comments

Endursmíðaður af Hansen Wheel & Wagon shop USA!


Skrifað af forráðamanni Hansen til skemmtunar og fróðleiks!
Við hjá Hansen Wheel & Shop vorum að enda við að lúka smíði þessa fangavagns fyrir viðskiptavin. Strákarnir okkar hika ekki við að læsa inni reglubrjótar sem kunna að verða á vegi þeirra. Einhverjir hafa meira að segja skar fangamarkið sitt inni í vagninum, þið vitið til að hjálpa til við auðkenninguna.

Falleg vinna á þessum vagni eins og öllu frá Hansen!

Hér eru svo fangamörkin sem minns er á undir fyrstu myndinni efst.

Meira af fangamörkum í bókstaflegum skilningi!

Snyrtilegur og vel smíðaður fram úr hófi. Passlega fínn og eða grófur! Er byggður á hjólasamstæður fjögra hjóla eins og hefð var fyrir í USA (Gear)

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: yfirlestur.is

Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar ekki fyrir hendi en er staðsettur í Englandi. Smíða ár ekki tilgreint.

Vagninn var byggður til að bera á milli 3 til 4 tonn kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear). Gengju teinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni, er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt enda sýnist manni það.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Útfarar vagn #2Útfarar vagn #2

0 Comments

Mertz & Riddle


Þessir eru ekki lengur að aka almennt um á jarðafarardegi. Frá 19 öldinni, Gull Laufavagn í miðborg Norður Karólínu. Ásett verð eða besta boð; $9000 eða besta boð.




Mér finnst gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af tengi- aðferðum við t.d. tvítréð og eða flest allar tengingar og festingar. Þær eru barn síns tíma en samt talandi dæmi um ráðdeild og vönduð vinnubrögð. Það liggja alltaf ákveðnar forsendur á bak við hönnun festinga og samsetninga.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

New Orleans vagninn #53New Orleans vagninn #53

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging og viðar hlíf framan (dash). Með sömu fylgi hlutunum og Box skutla númer 6. Fellanlegur toppur með 5 bogum, hátt bak og allt járn rafhúðað, Sarven nöf. Fallega skreytt á hliðunum. Fín og elegant létt vagn í útliti og fer gott orð af honum. Sjá meðmæla vottorð hér fyrir neðan. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Vottorð fyrir aukasæti, bráðabrygða.

Álmbæjar toppurinn #51Álmbæjar toppurinn #51

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Nýr og fallegur stíll, smíðuð af besta fáanlega efni og handverki. Einfaldur og fínn frágangur. Skermur/toppur úr silki eða leðri. Fallegt skraut á hliðum. Myndin sýnir vagn með Sarven einkaleyfis járn nöfunum, frábær framför frá fyrri gerð hjóla og þau sterkustu í notkun. Þeir sem vilja létta og sniðugan létt vagn verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa. Nýjasti stíllinn og virkilega fínn. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð ofan á í hönnun síðar.

Stúdenta vagninn #50Stúdenta vagninn #50

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Mjög létt og sniðugur stíll. Skreyttar hliðar, skreyttar langsum stangir milli öxla ásamt raf húðuðum þrepum. Fín lokavinna. Nýjasta hönnunin t.d. Sarven nöf. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Á milli fjarðanna langsum með yfirbyggingunni báðum megin liggja stangir sem eru partur af fjarðakerfi þessa vagns. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Aðferð við að aka torfærar brekkur #1Aðferð við að aka torfærar brekkur #1

0 Comments

Í október 1876 ályktaði Charles Goodnight að Palo Doro Canyon yrði frábær heimabúgarður. Viðráðanlegt var að flytja nautgripina yfir gilið í einu lagi. Þröng skriða eða skor var notuð til að láta eldhús vagnanna síga niður. Kúrekarnir hans stóðu frammi fyrir því stórkostlega verkefni að koma vagninum, nautgripum og birgðum niður 213 metra vehttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/09/Kadlarnir-og-blakkirnar-sem-notadir-voru-3-e1663239055872.jpggg í gilið. Þegar mennirnir létu vagninn síga niður bröttu hlíðina, notuðu þeir múldýrin með því að hlaða þau með þungum birgðum og rákuhttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/09/Wagon-til-i-brekkurnar.jpg nautgripina niður á gil botn. Til þess að láta vagninn síga var notað blokk og festur. Blokkin og stífufestingar gátu þannig þolað óhóflega þungt hlass. Slíkar stífufestingar oft notaðar við til að hjálpa vögnum til að komast yfir ár líka. Oft var þetta kölluð Manila lína ( reipi ). En hættulegra en nautgripa dregna vagna var að fara yfir Klettafjöllin ( Rocky Montains ) með hesta og uxa vagna og láta þá síga niður brattann til að komast leiðar sinnar.

Peninga vagninn #49Peninga vagninn #49

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfirbygging. Leðurhlíf faman (dash), vandaður og fellanlegur toppur, hátt bak, riffluð þrep, rafhúðaðar járn, skott geymsla. Besti vagninn fyrir þetta verð sem gerð hefur verið. Nýungin Sarven nöf. Gefur raunverulega upplifun. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805 Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Létt vagn bænda #47Létt vagn bænda #47

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur niðurfellanlegur, hátt sætisbak, að fullu rafhúðaðar samsetningar og stífur, skott kassi að aftan. Góður stíll og fyrir þetta verð mjög eftirsóknarverð. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf um 3 ára gömul uppfinning. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: Yfirlestur.is

Undirhlaup topplaus #46Undirhlaup topplaus #46

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sveigð yfir bygging og tré hlíf framan (dash). Opið sætisbak, riffluð þrep, rafhúðaðar armhvílur og stífur, skott. Lítill beygjuradíus undirgangs hjólar samstæðu. Létt að komast um borð og af. Svo er vagninn búinn Sarven nöfum sem var 3 ára gömul uppfinning þarna. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síða. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja upprunann aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Normal vagninn #44 #45Normal vagninn #44 #45

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Góð, ódýr, sterk og hönnuð fyrir vonda vegi. Viðar hlíf framan (dash) bólstrað skott og opið bak. Mjög þægileg. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er með þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á hönnun síðar.

Eins og númer 44 nema að auki með fellanlegum toppi.