Category: uncategorized

Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!Einstakur fornleifafundur í Króatíu – rómverskur vagn með hestum!

0 Comments

Sannarlega tilkomumikil og einstök fornleifauppgötvun í Austur-Króatíu.

Þýðing úr https://www.total-croatia-news.com/ sem er Króatískt fréttamiðill

Eins og Goran Rihelj/hr. Turizam skrifaði þann 16. október 2019. Kynntu fornleifafræðingar frá Vincovci-borgarsafninu og fornleifafræðistofnun Zagreb, niðurstöður rannsókna sem þeir hafa stundað á fundarstaðnum í Stari Jankovci (Vukovar-Srijem) í gær Í Tumulus 1 er fjörutíu metrar í þvermál og um fjörutíu metra hátt grafhýsi, stórt. Þar hafði verið grafinn tveggja hjóla rómverskur vagn ásamt hestum. Rannsóknir á þessu hófust upphaflega 2017 og er þetta fyrsti meiri háttar fundurinn að því marki að við höfum aldrei fundið neitt sambærilegt í Króatíu hingað til. Sá siður að grafa undir moldarhaugum eða hrúgum var einstök leið í graftrarsiðum og tengdist aðeins ríkum fjölskyldum sem gegndu áberandi hlutverki í stjórnsýslu, félagsmálum og efnahagslífi Pannóníuhéraðs.


Með því að staðsetja jarðhaug meðfram mikilvægustu umferðargötu Rómaveldis, vildi aðalsfjölskyldan sýna fram á stöðu sína auðæfi sín þar sem ferðamannaleiðir tengdust Apennaskaga við Pannóní og Balkanskaga ásamt litlu Asíu. Mikilvægust er uppgötvun rómverska vagnsins með beinagrindur dráttarhestanna spenntar fyrir vagninn. Það er fyrsti fornleifauppgröftur í fornum grafreit með slíkum vögnum í Króatíu. Segir safnvörður Boris Kratofil-safnsins í Vinkovci.

Gröfin hefur verið rannsökuð, segir Kratofil. Hún er talin vera frá 3. öld eftir Krist. Yngsta dæmið um þessa gerð útfaravenjur. Flókið ferli hefur verið við skjalfestingu niðurstaðnanna, sem mun að lokum skila sér í enduruppstillingu á fastri sýningu Borgarsafnsins í Vinkovici. Fundarstaðurinn hefur kveikt áhuga fagstétta um alla Króatíu og margir fornleifafræðingar alls staðar af landinu hafa komið til að sjá fornleifarnar í Stari Jankovci með eigin augum. Tilkomumikill og einstakur fundur í Króatíu, þar sem í fyrsta sinn í okkar landi er þessi flókni útfararsiður frá tímum fornaldar rannsakaður og skjalfestur fornfræðilega.

Núna tekur við langur ferill uppsetningar og varðveislu sem gerir heildargreininguna á því sem fundist hefur. Vonandi vitum við meira um fjölskylduna og meðlimi hennar sem voru grafnir á þessu svæði frá því fyrir 18.000 árum. Við höfum líka áhuga á hestunum, það er að segja hvort ræktun þeirra fór fram á þessu svæði eða öðrum svæðum heimsveldisins. Svo vantar fleiri svör um mikilvægi þessarar fjölskyldu. Við munum klára þetta í samvinnu við innlendar og fjölmargar evrópskar stofnanir.“ Sagði Marko Dizdar forstjóri fornleifarannsókna stofnunarinnar.

Vinkovci er elsta borg Evrópu þar sem yfirráðasvæði hennar hefur verið stöðugt í rúm 8.300 ár. Vinkovci hefur haldið mörgum leyndarmálum sínum neðanjarðar og síðan 1982 hefur allt svæðið sem tilheyrir Vinkovci verið lýst verndað fornleifasvæði. Minna er vitað um tvo rómverska keisara, Valens

og Valentinian sem fæddust í Vinkovci.

Heimildir: Sjá efst í greininni.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/Próförk: malfridur.is

Vagnar hafsins í Portúgal!Vagnar hafsins í Portúgal!

0 Comments

16. nóvember er þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur! Hátíðin á þessum degi miðar að því að varpa ljósi á mikilvægi hafsins fyrir sögu og sjálfsmynd Portúgals, sem er grundvallarþáttur í menningu okkar og arfleifð. Sjórinn var eitt merkasta tákn portúgalskrar sögu. Í samgöngusafninu sjáum við tvo vagna sem heiðra hafið og mikilvægi þess í sögu Portúgals beint: Vagn hafsins og Vagn sendiherrans. Þessir tveir ríkisvagnar eru hluti af hópi fimm þemavagna og tíu fylgdarmanna sem voru hluti af göngu sendinefndar til Klemens páfa XI, sem D. João V konungur sendi til Rómar árið 1716. Coche dos Oceanos sýnir á bakhlið sinni mynd af siglingunni fyrir Góðrarvonarhöfða, sem er eitt mesta afrek portúgalskra siglinga. Vagn sendiherrans sýnir, á bakhliðinni, mynd af siglingagyðjunni og ímynd Adamastor, sem tákna hætturnar og áskoranirnar sem siglingar okkar standa frammi fyrir í leiðangrum sínum um heiminn. Þessir tveir vagnar eru ekki aðeins listaverk, heldur einnig sönn virðing til sjófarararfsins sem mótaði Portúgal. Komdu að heimsækja okkur og uppgötvaðu sjávararfleifð Portúgals!



Heimild: Museu Nacional dos Coches á Facebook

þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Póstvagn í Nipton og Searchlight #3Póstvagn í Nipton og Searchlight #3

0 Comments

Nevada draugabæir og sögustaðir „Searchlight’s Early Roads“:

Saga flutninga og sýslnasamgangna Snemma á 19. öldinni voru ferðalög og vöruflutningar í Mojave-eyðimörkinni hrikalegir en samt nauðsynlegir til að tengja saman gróna bæi eins og Searchlight og Nipton.

Searchlight Stage and Freight Line, stofnað árið 1904, varð hraðari líflína fyrir íbúa og fyrirtæki. Þjónusta þess til Nipton hófst árið 1905, þó að leiðin væri langt frá því að vera auðveld. Upphafleg samkeppni fyrirtækisins við Perew-reksturinn um Barnwell-leiðina sá sinn hlut af áskorunum.

þar á meðal ökutæki með háa miðju á grýttum vegum í fyrstu ferð sinni.

Þrátt fyrir þetta dafnaði Barnwell-leiðin vegna rótgróinna viðskipta og innviða, á meðan Nipton-vegurinn náði gripi síðar með opnun San Pedro, Los Angeles og Salt Lake-járnbrautarinnar árið 1904.

Í mars sama ár státuðu auglýsingar af reglulegum ferðum til Barnwell, Eldorado Canyon og víðar. Fraktlínan tengdi ekki bara bæi – hún varð þráður í stærri samgöngum á milli Los Angeles og Salt Lake City og breytti einangruðum eyðimerkursamfélögum í virka miðstöð verslunar og tenginga.


Heimild: Nevada Ghost Towns and Historic Sites’s Post Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


5150 ára gamalt hjól finnst!5150 ára gamalt hjól finnst!

0 Comments

Ofarlega á lista heimsminjaskár!

2002 afhjúpuðu fornleifafræðingar elsta þekkta tréhjól í heimi í mýrlendi nálægt Ljubljana í Slóveníu, sem nær yfir 5.150 ár aftur í tímann.

Þetta forna hjól varðveittist í blautri jörðu, ekki endilega á mannvænasta staðnum í dag, Ljubljana-mýrarnar voru í raun nokkuð lífvænlegar fyrir fimm þúsund árum.

Upprunalega var hjólið og eikaröxullinn hluti af uxakerru smíðuð úr aski og eik og snérist öxullinn. Samsetningin var svo endingargóð að hún var staðall fyrir evrópska hjólasmiði fram í byrjun 20. aldar. Ummál hjólsins er 72 sentimetrar1.

Spurningunni um hver fann upp hjólið er enn ósvarað, með vísbendingum sem benda til þess að það hafi komið fram sjálfstætt á mörgum svæðum. Þó að sérstakir uppfinningamenn/maður séu ekki þekktir virðist þróun hjólsins ekki vera ein bylting heldur smám saman uppsöfnun þekkingar, færni og aðlögunar með tímanum. Í mýrunum bjó nýaldarfólk sem var mjög hæft í að byggja hús á trésúlum í blautri jörðinni.

Fyrir 6000 árum þykir sannað að fólk hafi búið þar og kannski notaði það litla handvagna til að flytja uppskeruna milli staða ásamt því að koma upp verslunarleiðum.

Mismunandi menningarheimar mótuðu hjólið til að mæta einstökum þörfum þeirra, skapa sérstaka hönnun og notkun sem þróaðist hvor í sínu lagi, hver nýsköpun út af fyrir sig.

Næsta stóra nýjungin sem leit dagsins ljós var þegar Egyptar tóku heiðurinn og þróuðu pílárahjól fyrir um 4 þúsund árum. Fyrsta bandaríska einkaleyfið á hjólinu kom árið 1791, fljótlega eftir að einkaleyfislögin voru samþykkt í Bandaríkjunum. Hjólið og öxulinn er hægt er að upplifa í Borgarsafni Ljubljana ókeypis.



Heimild: History’s Mysteries á Facebook og https://3seaseurope.com/oldest-ljubljana-marshes-wheel-slovenia/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Myndbandið segir 72 sentimetrar en 3seaseurope.com segir 70 sentimetra! ↩︎

Enskir Waggon notaðir langt fram á 20. öldina #3Enskir Waggon notaðir langt fram á 20. öldina #3

0 Comments

Sumarið 1939 staldrar hestur á vegum London and North Eastern Railway (LNER) við vel áunninn drykk á götum Aldwych í London. Atriðið fangar augnablik í tíma þegar hestar voru enn mikilvægir í rekstri járnbrauta, sérstaklega fyrir verkefni eins og að flytja vörur og vistir. Með uppgangi vélknúinna farartækja voru hestar áfram lykilþáttur í atvinnulífi London og veittu nauðsynlega þjónustu í þéttbýli. LNER, eitt af stærstu járnbrautarfyrirtækjum Bretlands, notaði oft hesta til flutningsstuðnings, sérstaklega við afhendingu vöru til og frá stöðvum, þar á meðal Aldwych.

Hestarnir, sem vel var hugsað um, voru ómissandi fyrir hnökralausa starfsemi járnbrautakerfisins á þessu tímabili. Sjónin á hestinum í Aldwych varpar ljósi á blöndu nútíma og hefðbundinna flutningsaðferða í London fyrir síðari heimsstyrjöldina og býður upp á skyndimynd af borg í umbreytingum. Eftir því sem árin liðu kom vélvæðing að lokum í stað hesta í mörgum atvinnugreinum, en þessi mynd frá 1939 er eftir sem áður nostalgísk áminning um fortíðina. Kyrrð hestsins sem drekkur vatn er í andstöðu við yfirvofandi spennu tímabilsins, þar sem síðari heimsstyrjöldin er handan við hornið, sem gerir þetta augnablik enn átakanlegra þegar litið er til baka.


Heimild: Micah HG. Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Omini brake bus í Buenos Aires #3Omini brake bus í Buenos Aires #3

0 Comments

Sirka 1879. hestinn og Omini-vagninn í Mar del Plata, Buenos Aires-héraði. Áður höfum við talað um þennan ágæta ljósmyndara, sem við eigum ótal frásagnir um daglegt líf að þakka. José Christiano de Freitas Henriques Junior, fæddist árið 1832 í Portúgal og var betur þekktur sem Christiano Junior. Á þessari mynd sjáum við hann með heimilisrannsóknarstofu sína sem hann ferðaðist um landið á árunum 1878 til 1882. Vagninn er Break Omnibus1, einn af svokölluðum Capuchino.

Heimild: El caballo y el carruaje Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Break þýðir að framhásingin gat gengið undir (undirhlaup) svo vagninn gæti tekið krappari beygjur! ↩︎

Samfélagsmynd í Oklahoma í byrjun 20. aldar #1Samfélagsmynd í Oklahoma í byrjun 20. aldar #1

0 Comments

Wagon með hesta spennta fyrir

1902 ljósmynd Emet verslunina á Main Street í Indian Territory of Oklahoma, sem sýnir líflega stund utan við verslun. Áberandi myndir á myndinni eru Billy Williams, sem er aðgreindur með skeggi og er í sjötta sæti til hægri, Bane Williams, í tíunda sæti til hægri, og Larkin Williams til vinstri, ásamt John Reynolds. Þessi vettvangur endurspeglar mikilvægi fyrirtækja í smábæ til að efla samfélagstengsl og efnahagslega starfsemi á tímum umbreytinga fyrir Indíánaverndarsvæði. Þessi ljósmynd er varðveitt í safni Chickasaw Council House safnsins og þjónar sem söguleg skyndimynd af lífi snemma á 20. öld og sýnir blöndu menningar og viðskipta í þróun Oklahoma.


Heimild: Nature Lovers Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Coca Cola sendiferðavagn #2Coca Cola sendiferðavagn #2

0 Comments

Coca-Cola dregin af múlhestum, Chattanooga, 1905. Svarthvít ljósmynd af Landan Smith á múldregnum Coca-Cola vagni. Óþekktur maður stendur við hlið vagnsins. Vagninn er fyrir framan Mack’s Saloon á malarvegi.

Heimild: Tennessee State Library and Archives á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1

0 Comments

Frásögn LeCharron.ch’s


Viðgerðarlýsing. Auðvitað fann ég feiti í olíuöxlaboxunum1. Feiti í stað olíu getur valdið mjög miklu sliti á spindlinum og bronslegum. Ég fann líka plastefni2 í píláratöppunum og í sprungum á nöfunum. Ég fyllti í helstu sprungur með viði. Ástand málningarinnar er skelfilegt, allt í lamasessi vegna lélegs undirbúnings og viðhalds. Viðurinn á pílárum og nöfum er feitur vegna þess að boxþéttingarnar3 eru slitnar og þurrar og hafa lekið. Viðinn þarf að grunna fyrir málningu.






Viðgerðin felst í því að þétta þornuð hjólin án þess að skipta um parta af þeim. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þessa vinnu ætti að framkvæma af einhverjum sem hefur þekkingu til að ljúka henni með góðum árangri. Eftir að meta ástand hjólsins þarf að fjarlægja gúmmípulsuna. Fjarlægðu allan málm. Finndu út stífleika hjólsins. Gerðu nauðsynlegar umbætur eins og útskýrt er fyrir neðan myndirnar. Mótaðu píláratappana eftir þörfum í hvert móttökugat. Límdu á tappana ef þarf. Búðu til það „hlaup“ sem þarf til að hjólið falli í réttar skorður. Mældu hjólið og færðu það yfir á vinnublað. Reiknaðu frádrátt. Að lokum skal sníða tappa og móttökuholur svo þeir passi saman. Þá er allt tilbúið fyrir samsetningu.

Gúmmíið þrifið!

Tapparnir, sem hér sjást, höfðu þegar verið styttir áður (miðað við flötinn sem tekur dýpra í tréhjólbarðann). Með tímanum og álaginu á hjólið hafa tapparnir þrýsts út. Þá verður að skera slétt við flötinn sem tekinn var dýpra en yfirborðið til að mynda bil á hjólbarðajárngjörðina. Til að tryggja þrýsting píláranna á nafið mega pílárarnir aldrei snerta járngjörðina sem er utan um tréhjólbarðann.

Hér er svo búið að stytta tappana slétt við flöt sem tekinn var við smíði hjólsins!

Mæling á utanmáli tréhjólbarðans!

Járngjörðin mæld til að ákvarða ummálið

Búið að taka ákvörðun um styttingu frá ummálinu frá því fyrir viðgerðina.

Búið að sjóða saman og tilbúið í samsetningu eftir málningarvinnu.


Heimild: The Antique Carriage Collectors Club á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Sjá neðanmálsgrein 3 ↩︎
  2. Allt notað til að setja á milli í píláratappana þegar viðurinn rýrnar svo hægt sé að halda áfram að aka ↩︎
  3. Þéttihringir inni í nafinu sem eiga að halda smurfeitinni á ákveðnum stað á spindlinum/öxlinum. ↩︎

Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1

0 Comments

Mikla vagnaumferðin og hrossamykjuvandamálið 1894. Á 18. öld voru jafnvel smábæir eins og Kingston, Twickenham og jafnvel Richmond að vakna upp við frekar ósmekklegt borgarvandamál – hrossaskít um götur. Þetta var þó sem ekkert miðað við vandamálið sem byrjaði að koma upp í stórum bæjum og borgum. Í lok 1800 voru bæir og borgir um allt land að „drukkna í hrossataði“ vegna þess að í auknum mæli urðu íbúarnir háðir hestum til að flytja bæði fólk og vörur. Til að setja það í samhengi má benda á að á 19. öld voru yfir 11.000 Hansom-leiguvagnar á götum London einum saman. Það voru líka nokkur þúsund hestavagnar, sem hver þurfti 12 hesta á dag, sem gerir samtals yfir 50.000 hesta sem flytja fólk um borgina á hverjum degi.


Því til viðbótar voru enn fleiri hestvagnar og þungaflutningavagnar um stræti borgar sem þá var stærsta borg í heimi. Jafnvel í smærri bæjum eins og Richmond þar sem tiltölulega fáir hestar voru til samanburðar skapaði það samt vandamál. Helsta áhyggjuefnið var auðvitað mykjumagnið sem skilið var eftir á götunum. Að meðaltali mun hestur framleiða á milli tæp 7 til tæp 16 kíló af mykju á dag, svo lesandinn getur ímyndað sér hversu stórt vandamálið er. Hver hestur framleiddi líka um 2 lítra af þvagi á dag og til að gera illt verra voru meðallífslíkur vinnuhests aðeins um 3 ár. Því þurfti einnig að fjarlægja hestahræ af götum bæja og borga. Hræin voru oft látin rotna svo auðveldara væri að saga líkin í sundur til að fjarlægja þau.


Málið kom af krafti í umræðuna þegar The Times 1894 spáði … „Eftir 50 ár munu allar götur í London verða grafnar undir rúmlega 90 sentímetra af mykju“ Þetta varð þekkt sem „stóra hestaskítskreppan 1894“. Hins vegar þegar vandamálið var verst var björgunin í formi uppfinningarinnar eða bílsins. Sem betur fer byrjaði Henry Ford að smíða bíla á viðráðanlegu verði. Rafmagnssporvagnar og vélknúnir almenningsvagnar birtust einnig á götunum í stað hestavagnanna. Árið 1912 hafði það sem áður virtist óyfirstíganlegt vandamál verið leyst og vélknúin farartæki urðu aðaluppspretta flutninga.


Heimild: Bill Taylor á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn sem skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!Vagn sem skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!

0 Comments

Farkostur og skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!


Verkfæraskápur aftast á vagni Brýnarans, einn af tveimur báðum megin.


Verkfæraskápur á afturhluta vagnsins, annar af tveimur.


Hverfisteinarnir. Tvær grófleikagerðir. Tveir eða fleiri hraðar ásamt fáeinum verkfærum sem mest voru notuð, höfð við höndina


Neðarlega á myndinni sjáum við fótstig notað við að knýja brýningargræjurnar.


Vatnstankurinn, sjálfrennandi vatn yfir hverfi steinanna við brýnslu. Vatni er stjórnað á hverfi steinanna


Skrúfstykki var nauðsynlegt þegar bitverkfærin þurftu að vera föst meðan unnið var í bitinu


Olíugeymslan fyrir legurnar og hverfisteinaöxull og lítill steðji.



Hér er setið og græjurnar fótstignar við skerpinguna



Verðlistinn!



Headley´s bakaravagninn #2Headley´s bakaravagninn #2

0 Comments

Headley bakaravagninn með aðsetur í Andrews Street. Bakaríið var 1796. Svo var það tekið yfir af Pitcher 1940. Headley átti Pavilion kaffi á Westren Park og Anna, Thomas Headley systir rak það.


Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Heimild: Steven Tempest-Mitchell Facebook

Yfirlestur: malfridur.is

Dolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldarDolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldar

0 Comments

Það er mikið að gerast í þessari ca. 1880 senu frá Dolores, Colorado.

Tveir vagnar eru hlaðnir farþegum á leið í námur San Juan-fjallanna.

Pökkum er safnað saman vinstra megin og hægra megin er leitarmaður á hesti tilbúinn með riffil sinn, gullpönnu og skóflu.


Heimild: Western Mining History á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Slökkviliðsvagn með dælu #3Slökkviliðsvagn með dælu #3

0 Comments

Slökkidæla um borð í vagni til slökkvistarfa í Póllandi. Smíðaár 1900. Smíðaland Þýskaland og kostaði 1570 þýsk mörk árið 1900.


Vagninn er númer: 198 í catalog-bæklingnum frá verksmiðjunni. Vatnspumpan er 120 mm. Sem sogar um borð vatn ásamt því að sprauta frá sér og er handkröftuð



Sætin eru svo skápar í leiðinni.





Handfang fyrir dælingu um borð og sprautun á eldin. Pláss fyrir fleiri en tvo dælupersónur.


Bremsusystemið er öflugt og lipurt.


Tromlan sem geymir slönguna.


Festing fyrir ljósker/lampa sem festist við sætið.


Skápar fyrir öll verkfæri sem þörf er á í útkalli.


Hér sogast vatnið um borð í geyminn.


Heimild: Paweł Gębura Póllandi.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon í Virginíu #2Waggon í Virginíu #2

0 Comments

1910 Vöruafhending á lest við lestarstöð í Virginíu, Ástralíu. Góð mynd af ensku vögnumum sem algengastir voru og kallaðir Waggon’s. Sterkustu vagnarir fluttu um 8 tonn en algengir vagnar frá 4 til 6 tonn.

Heimild: Lost Country Victoria á Facebook

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom á tímamótum #2Hansom á tímamótum #2

0 Comments

1905 var New York borg á mörkum útblástursfarartækja og tilkoma leigubílsins markaði verulega breytingu í borgarsamgöngum. Hinn táknræni guli leigubíll sem við þekkjum í dag átti enn eftir að koma á fót en hestdregnu leiguvagnarnir og fyrstu vélknúnu farartækin voru farin að ráða yfir götunum. Þessi umbreyting endurspeglaði öran vöxt borgarinnar og aukna eftirspurn eftir hagkvæmum samgöngumöguleikum þar sem íbúafjöldi hennar jókst og iðandi borgarumhverfi þróaðist. Leigubílainnréttingar frá 1905 voru oft með áberandi hönnun, með rúmgóðri til að hýsa farþega og eigur þeirra. Þessir fyrstu leigubílar voru venjulega málaðir í líflegum litum, skreyttir koparfestingum og tjaldhimnum til að verja farþega frá veðuröflunum.

Farartækin voru tákn framfara og veittu New York-búum nýfengið frelsi til að ferðast auðveldara um borgina. Þessi samgöngumáti varð samheiti við hraðskreiðan lífsstíl borgarbúa, sem gerði þeim kleift að fara yfir fjölfarnar leiðir borgarinnar og falin húsasund. Þegar leigubíllinn náði vinsældum varð hann nauðsynlegur þáttur í sjálfsmynd New York borgar. Um 1910 myndu nýjungar í bílatækni og uppgangur leigubílafyrirtækja umbylta samgöngum í þéttbýli enn frekar. Guli leigubíllinn, sem er undirstaða landslags borgarinnar, myndi brátt koma fram og treysta stöðu leigubílsins sem helgimyndatákn New York. Þessi þróun mótaði ekki aðeins hvernig New York-búar hreyfðu sig heldur setti einnig grunninn að hinu flókna og kraftmikla samgöngukerfi sem er í borginni í dag.


Heimild: Fengið að láni frá History pictures Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Þvottavagn Sam Stragg og konu #2Þvottavagn Sam Stragg og konu #2

0 Comments

Red Bluff Steam Laundry

1910 fangar mynd af Sam Stragg og konu hans standa stolt við hlið vagnsins, með nafni Red Bluff Steam Laundry. Þessi ljósmynd frá Tehama County, Kaliforníu, gefur innsýn inn í líf frumkvöðla snemma á 20. öld sem gegndu mikilvægu hlutverki í samfélögum sínum. Vagninn táknar tengslin milli staðbundinna fyrirtækja og hversdagslífs íbúa og sýnir mikilvægi þjónustu eins og þvottahúss á þeim tíma. Skuldbinding Stragg-fjölskyldunnar við vinnu sína endurspeglar þann dugnaðaranda sem einkenndi marga smábæi í Kaliforníu. Þessi mynd er varðveitt af Tehama-sýslubókasafninu og þjónar sem vitnisburður um ríka sögu og frumkvöðlaanda svæðisins.

Heimild: Fengið að láni frá Nature Lovers Facebook

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría C. Fjarða 1865 #2Viktoría C. Fjarða 1865 #2

0 Comments

Smíðaður af Morgan & Co. London 1865

C – fjarðirnar líka með sporöskjulaga blaðfjarðir fara Viktoríu. 8 fjaðra vagn. Fara vel enda er þessi vagn listasmíði!




Járnverkið í vagninum er vægast sagt fyrsta flokks!


Hefðbundinn staður fyrir stimplun framleiðanda. Annar staður gæti verið á enda öxulsins eða plata á yfirbyggingu vagnsins.




Heimild: Bob Vanden Berghe Facegook

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Bakarasvagn C. Siebert #1Bakarasvagn C. Siebert #1

0 Comments

Vagn Þýska bakarísins í Ballarat, Virginíu sirka 1895. Maður í bakaravagni sem tilheyrir búð R.U. Nicholls & Company sem líklega er regnhlífarfyrirtæki fyrir nokkur fyrirtæki og eitt bakarí.


Heimild: Ormond Butler á Facebook

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is