Category: uncategorized

Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1Viðhald viðgerð á hjóli og nafi #1

0 Comments

Frásögn LeCharron.ch’s


Viðgerðarlýsing. Auðvitað fann ég feiti í olíuöxlaboxunum1. Feiti í stað olíu getur valdið mjög miklu sliti á spindlinum og bronslegum. Ég fann líka plastefni2 í píláratöppunum og í sprungum á nöfunum. Ég fyllti í helstu sprungur með viði. Ástand málningarinnar er skelfilegt, allt í lamasessi vegna lélegs undirbúnings og viðhalds. Viðurinn á pílárum og nöfum er feitur vegna þess að boxþéttingarnar3 eru slitnar og þurrar og hafa lekið. Viðinn þarf að grunna fyrir málningu.






Viðgerðin felst í því að þétta þornuð hjólin án þess að skipta um parta af þeim. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þessa vinnu ætti að framkvæma af einhverjum sem hefur þekkingu til að ljúka henni með góðum árangri. Eftir að meta ástand hjólsins þarf að fjarlægja gúmmípulsuna. Fjarlægðu allan málm. Finndu út stífleika hjólsins. Gerðu nauðsynlegar umbætur eins og útskýrt er fyrir neðan myndirnar. Mótaðu píláratappana eftir þörfum í hvert móttökugat. Límdu á tappana ef þarf. Búðu til það „hlaup“ sem þarf til að hjólið falli í réttar skorður. Mældu hjólið og færðu það yfir á vinnublað. Reiknaðu frádrátt. Að lokum skal sníða tappa og móttökuholur svo þeir passi saman. Þá er allt tilbúið fyrir samsetningu.

Gúmmíið þrifið!

Tapparnir, sem hér sjást, höfðu þegar verið styttir áður (miðað við flötinn sem tekur dýpra í tréhjólbarðann). Með tímanum og álaginu á hjólið hafa tapparnir þrýsts út. Þá verður að skera slétt við flötinn sem tekinn var dýpra en yfirborðið til að mynda bil á hjólbarðajárngjörðina. Til að tryggja þrýsting píláranna á nafið mega pílárarnir aldrei snerta járngjörðina sem er utan um tréhjólbarðann.

Hér er svo búið að stytta tappana slétt við flöt sem tekinn var við smíði hjólsins!

Mæling á utanmáli tréhjólbarðans!

Járngjörðin mæld til að ákvarða ummálið

Búið að taka ákvörðun um styttingu frá ummálinu frá því fyrir viðgerðina.

Búið að sjóða saman og tilbúið í samsetningu eftir málningarvinnu.


Heimild: The Antique Carriage Collectors Club á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Sjá neðanmálsgrein 3 ↩︎
  2. Allt notað til að setja á milli í píláratappana þegar viðurinn rýrnar svo hægt sé að halda áfram að aka ↩︎
  3. Þéttihringir inni í nafinu sem eiga að halda smurfeitinni á ákveðnum stað á spindlinum/öxlinum. ↩︎

Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1Vagnaumferðin og hrossamykjuvandamál #1

0 Comments

Mikla vagnaumferðin og hrossamykjuvandamálið 1894. Á 18. öld voru jafnvel smábæir eins og Kingston, Twickenham og jafnvel Richmond að vakna upp við frekar ósmekklegt borgarvandamál – hrossaskít um götur. Þetta var þó sem ekkert miðað við vandamálið sem byrjaði að koma upp í stórum bæjum og borgum. Í lok 1800 voru bæir og borgir um allt land að „drukkna í hrossataði“ vegna þess að í auknum mæli urðu íbúarnir háðir hestum til að flytja bæði fólk og vörur. Til að setja það í samhengi má benda á að á 19. öld voru yfir 11.000 Hansom-leiguvagnar á götum London einum saman. Það voru líka nokkur þúsund hestavagnar, sem hver þurfti 12 hesta á dag, sem gerir samtals yfir 50.000 hesta sem flytja fólk um borgina á hverjum degi.


Því til viðbótar voru enn fleiri hestvagnar og þungaflutningavagnar um stræti borgar sem þá var stærsta borg í heimi. Jafnvel í smærri bæjum eins og Richmond þar sem tiltölulega fáir hestar voru til samanburðar skapaði það samt vandamál. Helsta áhyggjuefnið var auðvitað mykjumagnið sem skilið var eftir á götunum. Að meðaltali mun hestur framleiða á milli tæp 7 til tæp 16 kíló af mykju á dag, svo lesandinn getur ímyndað sér hversu stórt vandamálið er. Hver hestur framleiddi líka um 2 lítra af þvagi á dag og til að gera illt verra voru meðallífslíkur vinnuhests aðeins um 3 ár. Því þurfti einnig að fjarlægja hestahræ af götum bæja og borga. Hræin voru oft látin rotna svo auðveldara væri að saga líkin í sundur til að fjarlægja þau.


Málið kom af krafti í umræðuna þegar The Times 1894 spáði … „Eftir 50 ár munu allar götur í London verða grafnar undir rúmlega 90 sentímetra af mykju“ Þetta varð þekkt sem „stóra hestaskítskreppan 1894“. Hins vegar þegar vandamálið var verst var björgunin í formi uppfinningarinnar eða bílsins. Sem betur fer byrjaði Henry Ford að smíða bíla á viðráðanlegu verði. Rafmagnssporvagnar og vélknúnir almenningsvagnar birtust einnig á götunum í stað hestavagnanna. Árið 1912 hafði það sem áður virtist óyfirstíganlegt vandamál verið leyst og vélknúin farartæki urðu aðaluppspretta flutninga.


Heimild: Bill Taylor á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn sem skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!Vagn sem skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!

0 Comments

Farkostur og skerpingaraðstaða í Hollandi frá 19. öld!


Verkfæraskápur aftast á vagni Brýnarans, einn af tveimur báðum megin.


Verkfæraskápur á afturhluta vagnsins, annar af tveimur.


Hverfisteinarnir. Tvær grófleikagerðir. Tveir eða fleiri hraðar ásamt fáeinum verkfærum sem mest voru notuð, höfð við höndina


Neðarlega á myndinni sjáum við fótstig notað við að knýja brýningargræjurnar.


Vatnstankurinn, sjálfrennandi vatn yfir hverfi steinanna við brýnslu. Vatni er stjórnað á hverfi steinanna


Skrúfstykki var nauðsynlegt þegar bitverkfærin þurftu að vera föst meðan unnið var í bitinu


Olíugeymslan fyrir legurnar og hverfisteinaöxull og lítill steðji.



Hér er setið og græjurnar fótstignar við skerpinguna



Verðlistinn!



Headley´s bakaravagninn #2Headley´s bakaravagninn #2

0 Comments

Headley bakaravagninn með aðsetur í Andrews Street. Bakaríið var 1796. Svo var það tekið yfir af Pitcher 1940. Headley átti Pavilion kaffi á Westren Park og Anna, Thomas Headley systir rak það.


Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Heimild: Steven Tempest-Mitchell Facebook

Yfirlestur: malfridur.is

Dolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldarDolores, USA frá níunda áratug nítjándu aldar

0 Comments

Það er mikið að gerast í þessari ca. 1880 senu frá Dolores, Colorado. Tveir vagnar eru hlaðnir farþegum á leið í námur San Juan-fjallanna. Pökkum er safnað saman vinstra megin og hægra megin er leitarmaður á hesti tilbúinn með riffil sinn, gullpönnu og skóflu.

Heimild: Western Mining History á Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Slökkviliðsvagn með dælu #3Slökkviliðsvagn með dælu #3

0 Comments

Slökkidæla um borð í vagni til slökkvistarfa í Póllandi. Smíðaár 1900. Smíðaland Þýskaland og kostaði 1570 þýsk mörk árið 1900.


Vagninn er númer: 198 í catalog-bæklingnum frá verksmiðjunni. Vatnspumpan er 120 mm. Sem sogar um borð vatn ásamt því að sprauta frá sér og er handkröftuð



Sætin eru svo skápar í leiðinni.





Handfang fyrir dælingu um borð og sprautun á eldin. Pláss fyrir fleiri en tvo dælupersónur.


Bremsusystemið er öflugt og lipurt.


Tromlan sem geymir slönguna.


Festing fyrir ljósker/lampa sem festist við sætið.


Skápar fyrir öll verkfæri sem þörf er á í útkalli.


Hér sogast vatnið um borð í geyminn.


Heimild: Paweł Gębura Póllandi.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon í Virginíu #2Waggon í Virginíu #2

0 Comments

1910 Vöruafhending á lest við lestarstöð í Virginíu, Ástralíu. Góð mynd af ensku vögnumum sem algengastir voru og kallaðir Waggon’s. Sterkustu vagnarir fluttu um 8 tonn en algengir vagnar frá 4 til 6 tonn.

Heimild: Lost Country Victoria á Facebook

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hansom á tímamótum #2Hansom á tímamótum #2

0 Comments

1905 var New York borg á mörkum útblástursfarartækja og tilkoma leigubílsins markaði verulega breytingu í borgarsamgöngum. Hinn táknræni guli leigubíll sem við þekkjum í dag átti enn eftir að koma á fót en hestdregnu leiguvagnarnir og fyrstu vélknúnu farartækin voru farin að ráða yfir götunum. Þessi umbreyting endurspeglaði öran vöxt borgarinnar og aukna eftirspurn eftir hagkvæmum samgöngumöguleikum þar sem íbúafjöldi hennar jókst og iðandi borgarumhverfi þróaðist. Leigubílainnréttingar frá 1905 voru oft með áberandi hönnun, með rúmgóðri til að hýsa farþega og eigur þeirra. Þessir fyrstu leigubílar voru venjulega málaðir í líflegum litum, skreyttir koparfestingum og tjaldhimnum til að verja farþega frá veðuröflunum.

Farartækin voru tákn framfara og veittu New York-búum nýfengið frelsi til að ferðast auðveldara um borgina. Þessi samgöngumáti varð samheiti við hraðskreiðan lífsstíl borgarbúa, sem gerði þeim kleift að fara yfir fjölfarnar leiðir borgarinnar og falin húsasund. Þegar leigubíllinn náði vinsældum varð hann nauðsynlegur þáttur í sjálfsmynd New York borgar. Um 1910 myndu nýjungar í bílatækni og uppgangur leigubílafyrirtækja umbylta samgöngum í þéttbýli enn frekar. Guli leigubíllinn, sem er undirstaða landslags borgarinnar, myndi brátt koma fram og treysta stöðu leigubílsins sem helgimyndatákn New York. Þessi þróun mótaði ekki aðeins hvernig New York-búar hreyfðu sig heldur setti einnig grunninn að hinu flókna og kraftmikla samgöngukerfi sem er í borginni í dag.


Heimild: Fengið að láni frá History pictures Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Þvottavagn Sam Stragg og konu #2Þvottavagn Sam Stragg og konu #2

0 Comments

Red Bluff Steam Laundry

1910 fangar mynd af Sam Stragg og konu hans standa stolt við hlið vagnsins, með nafni Red Bluff Steam Laundry. Þessi ljósmynd frá Tehama County, Kaliforníu, gefur innsýn inn í líf frumkvöðla snemma á 20. öld sem gegndu mikilvægu hlutverki í samfélögum sínum. Vagninn táknar tengslin milli staðbundinna fyrirtækja og hversdagslífs íbúa og sýnir mikilvægi þjónustu eins og þvottahúss á þeim tíma. Skuldbinding Stragg-fjölskyldunnar við vinnu sína endurspeglar þann dugnaðaranda sem einkenndi marga smábæi í Kaliforníu. Þessi mynd er varðveitt af Tehama-sýslubókasafninu og þjónar sem vitnisburður um ríka sögu og frumkvöðlaanda svæðisins.

Heimild: Fengið að láni frá Nature Lovers Facebook

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría C. Fjarða 1865 #2Viktoría C. Fjarða 1865 #2

0 Comments

Smíðaður af Morgan & Co. London 1865

C – fjarðirnar líka með sporöskjulaga blaðfjarðir fara Viktoríu. 8 fjaðra vagn. Fara vel enda er þessi vagn listasmíði!




Járnverkið í vagninum er vægast sagt fyrsta flokks!


Hefðbundinn staður fyrir stimplun framleiðanda. Annar staður gæti verið á enda öxulsins eða plata á yfirbyggingu vagnsins.




Heimild: Bob Vanden Berghe Facegook

Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Bakarasvagn C. Siebert #1Bakarasvagn C. Siebert #1

0 Comments

Vagn Þýska bakarísins í Ballarat, Virginíu sirka 1895. Maður í bakaravagni sem tilheyrir búð R.U. Nicholls & Company sem líklega er regnhlífarfyrirtæki fyrir nokkur fyrirtæki og eitt bakarí.


Heimild: Ormond Butler á Facebook

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Járnsmiðir í torfhúsi smíða hestvagna!Járnsmiðir í torfhúsi smíða hestvagna!

0 Comments

Járnsmiðaverkstæði í ,,Sod Town“, Nebraska 1886

Sodtown (torfbærinn) var þyrping af bráðabirgðareistum, grófgerðum torfbyggingum á krossgötum fjögurra hlutahorna í Cherry Creek Township, og varð fyrsta blómlega byggðin í norðausturhorni Buffalo-sýslu árið 1879. Sodtown var þekkt fyrir Sodtown-símafyrirtækið. Fyrirtækið hófst árið 1904 með því að tveir bændur notuðu gaddavírssímalínu. Þegar mest var var Sodtown-símafyrirtækið með 130 síma

Heimild: Historical Views á Facebook og https://dawsonpower.com

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Ekki venjubundin dráttardýr #1Ekki venjubundin dráttardýr #1

0 Comments

Hestar hafa verið aðaldýrategundin til að draga vagna í gegnum aldirnar. Næst á eftir koma uxar, múldýr og asnar. Allir voru þeir nokkuð algengir þegar knúið var á þessi farartæki. Hér eru nokkur minna þekkt dýr sem notuð voru til að draga farartæki í Ameríku og Evrópu á 19. og snemma á 20. öld. Í Alaska og Kanada voru elgir furðu vinsælir, sérstaklega þar sem erfiðara var að finna hesta eða komast út á þessum einangruðu villtu stöðum. Í óbyggðum Ameríku voru vísundar og elgur tamdir að vissu marki. Svo áttum við sebrahesta vinsæla meðal yfirstéttar í Evrópu og Bretlandi. Frá 1890 til 1940 var augljóslega einbeitt viðleitni elítunnar til að temja sebrahesta frá Afríku. Sebrahestar voru þjálfaðir til að draga farartæki og jafnvel til reiðar, allt þó ekki til mikillar velgengni. Um 1940 höfðu flestir aðalsmenn gefist upp á að temja sebrahestinn og létu sér nægja að láta hann eftir villtan og óstýrilátan eins og náttúran ætlaðist til. Við elskum að halda sögunni lifandi!



Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Heimild: Northwest Carriage Museum á Facebook.

Yfirlestur: malfridur.is

Bozeman slóðin!Bozeman slóðin!

0 Comments

Aðalgata Boseman í Montana, 1872-1873. Bærinn og Bozeman-slóðin voru nefnd eftir John Bozeman. Árið 1863 leitaði hann leiðar til að tengja Oregon slóðina á Fort Laramie-svæðinu í SE Wyoming við gullæðissvæðið í Virginia City í SW Montana. Leiðin var beinari en fyrri slóðir til Montana en fór yfir svæði sem viðurkennd voru með sáttmála sem krákuland og keppt af Sioux og Cheyenne.

1867 var Fort Ellis byggt þrjár mílur austur af Bozeman. Þegar horft var til austurs þrengdu vöruvagnar við Main Street. Langhlaupsriffillinn til vinstri virkaði sem merki fyrir byssubúð Walter Coopers fyrir neðan. Hinum megin við götuna var Cooper að ljúka við byggingu stóru múrsteinssamstæðunnar, Cooper-blokkarinnar, en hluti hennar stendur enn í dag sunnan megin við 100 blokkina í East Main.. Minni múrsteinsbyggingin við hliðina hýsti veitingastað í eigu Lizzie Williams, konu sem var hálf svört… þegar konur voru lítið hlutfall íbúanna og ekki hvítar voru sjaldgæfar í bæjum í Montana. Ljósmyndarinn, S.J. Morrow eða kannski Joshua Crissman, notaði hefðbundið blautplata collodion-ferli tímabilsins sem þurfti langan lýsingartíma sem leyfði töluverðan óskýrleika í hreyfingu. Texti og stafræn endurgerð myndar eftir Gary Coffrin.


Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Wagon í Almao #5Wagon í Almao #5

0 Comments

Sérstök mynd frá Alamo!


Tveir vagnar tengdir saman með fjóra hesta.

Tilvitnun í Ronnie Beckham út hópnum Traces og Texas. Heimildin er þaðan.

Jæja núna… Ég hélt að ég hefði séð næstum allar myndir af Alamo (af svipmyndum sem teknar voru af fólki) sem voru þarna úti, en Traces of Texas-lesarinn Will Offley sendi vinsamlegast inn þessa ca 1898 eina og ég trúi ekki að ég hafi nokkurn tíma séð hana áður.

Þýðing og samantekt: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fílar sem dráttardýr #1Fílar sem dráttardýr #1

0 Comments

Skrifað við færsluna sem var á Facebook. Hópur: British Carriage Drivers. Höfundur: Alan Downing. Ekkert ár tilgreint.

Ég myndi giska á að þetta hafi verið sett inn oft áður. Ekki hika við að „samþykkja ekki“ -Lizzie sirkusfíllinn hjálpaði stríðsátakinu með því að skipta um hesta á Sheffield’s T.W. Wards Albion Works



Vagninn sem fíllinn dregur er að fullu hannaður og smíðaður í Bretlandi og er kallaður „Waggon“ með tveimur g-um. Hér fyrir neðan er teikning úr bókinni „The Farm Waggons Of England and Wales“ sem fjallar eingöngu um þessa gerð vagna sem eru innfæddir enskir vagnar að uppruna.


Bókin ,,The Waggons of England and Wales”.

Skrásetti og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Charles Bianconi kom með hjól til Írlands #1Charles Bianconi kom með hjól til Írlands #1

0 Comments

Charles Bianconi, maðurinn sem kom með hjól til Írlands 1815. 1815 – 1875. Snemma á 1800 voru ferðalög um Írland að mestu umferð gangandi vegna slæmra vegaskilyrða og dýrra hestaflutninga. Charles Bianconi (1786 – 1875), ítalsk-írskur frumkvöðull, kynnti almenningssamgöngur á viðráðanlegu verði á 19. öld. Árið 1802 flutti Charles til Dublin og byrjaði að selja leturgröft á götum úti. Seinna stofnaði hann verslun sína í Carrick-on-Suir og Waterford. Árið 1815 setti hann á markað fyrsta Bianconi jaunting1-vagninn2, tveggja hjóla vagn dreginn af hesti, sem býður upp á nýja samgöngumáta á Írlandi. Í gegnum árin jók Bianconi leiðir sínar og tengdi kaupstaði frekar en helstu póstvagnaleiðir. Með tilkomu járnbrauta árið 1834 eignaðist hann hlut í járnbrautarlínum og tengdi þær við ágætt vagnanet sitt. Árið 1851 kynnti Bianconi metnaðarfulla leið frá Ballina til Dyflinnar, sem fór yfir 233 km á einum degi. Kúskarnir hans héldu áfram til 1850, starfræktu samhliða járnbrautarþjónustu og mynduðu samþætt samgöngukerfi á Írlandi.

Þegar mest var taldi flotinn hundrað jaunting3 vagna, sem óku 3.800 mílur daglega með 120 bæjum og 140 stöðvum. Charles Bianconi lést í Clonmel 22. september 1875 og skilur eftir sig farsæla samþætta almenningssamgönguþjónustu á Írlandi.

Ef þú ert félagi í Ireland Made – stories of Irish transport á Facebook geturðu séð myndbandið sem tengist þessari frásögn beint!

  1. Var líka kallaður ,,strætó” af allmenningi ↩︎
  2. Írski hliðarsæta vagninn ↩︎
  3. Bein þýðing: Flakkara vagn ↩︎

Heimild: Bianconi King of the Irish Roads – M.O’C. Bianconi & S.J. Watson 1962,
Bianconi: A Boy with a Dream: The Pioneer of Irish Transport – Thomas Ryan
Charles Bianconi: A Lesson on Self-help in Ireland (1890) – Samuel Smiles
costamasnaga.altervista.org – Dante Corbetta
Kerry Evening Post
National Gallery of Ireland
Our Irish Heritage
The Irish Story
The O’Donohoe Archive
Their Irish History
Thurles Information
Travel and transport in Ireland – KB Nowlan
University of Limerick – Special Collections

Fengið að láni frá: Ireland Made – stories of Irish transport á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is