Tag: útskurður

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Léttur Coupé #108Léttur Coupé #108

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.

Victor Lelorieux #1Victor Lelorieux #1

0 Comments

Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.


Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.

þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.


Veltisætis vagninn #70Veltisætis vagninn #70

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum

Sendiferðavagn frá Thomas Stell!Sendiferðavagn frá Thomas Stell!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/89701830_10220689633177981_525350091725209600_o-3.jpg

Verð £3600

Kemur með hágæða lömpum. Bremsur ekki sjáanlegar, braket á þaki fyrir auglýsingu, uppstig, hlíf framan (dash), öxulinn niðurtekin til að fá lægri hleðsluhæð, fjaðrir langsum og yfirbygging skreytt með útskurði.

Heimild: Thomas Stell sölubæklingur frá 1909

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir