Tag: ohio

Brewster Pæton með tágofnu sæti #1Brewster Pæton með tágofnu sæti #1

0 Comments

Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.

Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.



Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker

0 Comments

Stórbrotin saga einkaframtaks!

Í árdaga Studebaker fyrirtækis í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu voru til við stofnun og samtals 68 dollar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker bræðranna hafði kennt þeim; í litlu vagna smiðjuni í Ashland, Ohio.
Á fyrsta starfsárinu
voru 2 vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.
Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raunverulega, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.
Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni, hágæðavagnar að þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu.
Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulegar notkun.
Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum.
Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni; feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarða Spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, Spón hlíf framan og auhlíf.
Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker framleiðslunni var vatnsúðara- vagninn sem sem gerði fyritækið landsfrægt fyrir. Verksmiðju og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagna sýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.
Efri hæðir Bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir.
Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago umkringdur frægum húsum svo sem óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsið á aðra hönd og listastofnun Chicago á þriðju hliðina.
Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.

Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.

Heimildir

Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.

Þýðandi Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/próförk: Yfirlestur.is