Tag: leðurfjöðrun

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Boston skutlan er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum, en við sjáum að hún er með fimm boga vönduðum toppi sem er niðurfellanlegur. Vagninn er með góðu bólstruðu sæti fyrir tvær persónur. Svo er skutlan hengd á leðurólar langsum, til fjöðrunar og mýktar, eitthvað sem kom á undan fjöðrum yfirleitt, en líklega er hún líka hugsuð til aksturs á tilbúnum strætum Boston sem eru misjafnlega vel slétt, sum eða öll steinilögð með tilheyrandi skrölti á ferðinni. Tvö uppstig eru á kerrunni og hlíf framan. Engar bremsur sjáanlegar. Fjöðrun vagnsins eru leðurólar, langsum. Varð notað nær eingöngu í fortíðinni með misjöfnum árangri.

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!


Eftirgerð smíðuð af Don Leonard frá Pulaski í Illinois. Þessi vagn hefur aldrei verið notaður og alltaf geymdur inni. í besta ástandi sem finnst í USA. Verð: 25.000 dollarar. Póstvagninn er staðsettur einhverstaðar í Greenville Ohio USA. Heimild: Carriages for sale and wanted north america only Facebook

Takið eftir fjöðrunar búnaðinum, leðólar undir yfirbygguna sem hengdar eru í nokkurskonar C gálga.