Tag: gardínur

Leðjuvagn #1Leðjuvagn #1

0 Comments

Mud Wagon!

Leðjuvagn (Mud wagon) frá 1860 sem er til sýnis á safni ríkisins Nýju Mexíkó, Santa Fe.

Margir myndu ranglega kalla þetta póstvagn, en býðum aðeins við. Leðjuvagnar voru ódýrari frændur hinna frægu Concord-póstvagna.

Sannur póstvagn er þyngri, traustari og betur smíðað farartæki með gegnheilum hliðum úr harðviði, harðviðarhurðum og mun meiri vörn gegn veðri og vindum.

Leðjuvagnarnir voru minni, léttari, ódýrari og með einfaldari hliðar með einföldum segldúks gardínum sem vörn gegn veðri og ryki.

Leðjan frá Hjólunum gat slest inn á farþegana í blautu veðri, þaðan kemur nafnið.

Leðjuvagnar voru góð farartæki fyrir grófa, bratta fjallavegi vegna lægri þyngdarpunkts og minni þyngdar. Leðjuvagnarnir voru venjulega notaðir á styttri leiðum.


Heimild: Bill Manns á Facebook

Þýðendur og skráning: Friðrik Kjartansson og erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

C fjaðra vagninn #103C fjaðra vagninn #103

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn C fjarða án textalýsingar. Við sjáum annars tvö handföng annað fyrir dyrnar inn i vagninn og hinar fyrir geymslu (skott) undir sæti vagnsins. Líklega er toppurinn opnaður með strengnum aftast og efst á yfirbyggingunni. C fjaðrirnar eru náttúrlega bara listform í þessum vagni, viðhafnarklæði eða Hammer klæði eru á Kúsksætinu. Alveg aftast sést móta fyrir tengdar mömmusæti (rattlingseat); en þetta er pallur til að standa á fyrir fylgdarmenn og eða þjóna. Fyrir ofan glugganna eru leðursvuntur sem geta verið rúllað niður og til að veita meira skjól. Þessi vagn er hrein dásemd og listaverk. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Sarven nöf prýða vagninn líka og var nýjung á þessum tíma.

Yfirlestur: yfirlestur.is

Texti og þýðingar: Friðrik Kjartansson

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.