Tag: 1904

Oseberg víkingasleðinnOseberg víkingasleðinn

0 Comments

Lýsing!

Skrifað af Helen Simonsson
Útgefið 07 July 2018

Einn af fjórum sleðum sem fundust í hinu íburðarmikla skipi sem notað var við greftrun í Oseberg í Noregi, þar sem tvær konur voru grafnar árið 834 e.Kr. í afar ríkulegu umhverfi með fjölda grafhaugsmuna eins og þennan sleða, vandlega útskorna viðarvagn og ýmsa vefnaðarvöru, þar á meðal fínt silki sem hefði verið innflutt.

Myndin fengin að láni frá: www.vikingtidsmuseet.no

Þessi greftrun er flokkuð sem konungleg eða að minnsta kosti sem víkingaaldargreftrun hástéttarfólks; að minnsta kosti önnur kvennanna hlýtur að hafa verið mjög háttsettur einstaklingur. Nákvæmt samband kvennanna tveggja er óþekkt. Skipið sjálft og þessi sleði eru til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló, Noregi.

Heimild: www.worldhistory.org/image/9003/oseberg-sleigh/


Uppruni grein af: www.vikingtidsmuseet.no

Ríkisstjórn Noregs úthlutar níu milljónum norskra króna til að bjarga víkingasleðunum

Til að bjarga einstöku viðarsleðunum frá Oseberg verður að varðveita þá með aðferð sem er ekki enn til.

Í endurskoðuðum fjárlögum hefur ríkisstjórnin úthlutað níu milljónum norskra króna til rannsóknarverkefnis sem miðar að því að finna varðveisluaðferð til að bjarga þremur stórkostlegu sleðunum úr Oseberg-fundinum.

Ekki er hægt að vanmeta menningarsögulegt gildi sleðanna. Þeir eru einu varðveittu sleðarnir í heiminum frá víkingaöld og á þeim eru útskurðir sem bera vitni um einstakt handverk og segja okkur mikið um flókinn heim víkinganna.

Við uppgröft Osebergsskipsins árið 1904 fundust sleðarnir mölbrotnaðir og hver þeirra hefur verið settur saman úr allt að 1000 brotum. Álúnsölt voru notuð til að varðveita þá. Hins vegar kom í ljós með tímanum að þessi aðferð við varðveislu reyndist skaðleg og hefur gert sleðana mjög viðkvæma í dag.

auki hafa járnteinar sem halda stykkjunum saman tærst. Þetta hefur leitt til þess að sleðarnir eru aðallega haldnir saman af álúnskánum og ytra lagi af lakki og lími. Viðurinn er að molna og það er brýnt að finna aðferð til að bjarga þeim. Markmið fjármögnunarinnar er að finna nýja varðveisluaðferð.

Hæsti forgangur

tryggja menningarverðmæti frá víkingaöld er okkar helsta forgangsverkefni. Við erum nú að byggja frábært Víkingasafn til að vernda einstaka safneign okkar. Sem hluti af þessu verðum við að tryggja gripina frá Oseberg.“

Þegar ein mikilvægasta fornleifafundurinn í Noregi er í bráðri hættu á að molna niður, verðum við að bregðast skjótt við.

Það er einmitt það sem við erum að gera núna,“ sagði Oddmund Hoel (Sp), ráðherra rannsókna og æðri menntunar, í fréttatilkynningu frá norsku ríkisstjórninni.

Susan Braovac, forvörður og rannsóknarstjóri Saving Oseberg verkefnisins. Ljósmynd: Mårten Teigen, Menningarsögusafn Háskólans í Osló.

Minni hlutir úr Oseberg-fundinum eru í endurvarðveisluferli, byggðum á niðurstöðum úr tveimur fyrri rannsóknarfösum, en þessar aðferðir er ekki hægt að nota á stóru og flóknu sleðana.

Í komandi þriðja áfanga mun alþjóðlegt rannsóknanet vinna saman að því að finna lausnir til að varðveita víkingasleðana.

Þessi fjármögnun mun gera okkur kleift að halda áfram að einbeita okkur að varðveislu þessara frábæru og einstöku funda. Þetta eru stórkostlegar fréttir,“ sagði Susan Braovac, forvörður við Menningarsögusafnið og rannsóknarstjóri verkefnisins „Saving Oseberg“.

Rannsóknarverkefnið er áætlað yfir 6 ár með heildarkostnað upp á 53 milljónir norskra króna.


Nátengt Efni

Oseberg víkingavagninn!

Þýdd grein og myndir!


Heimild: www.vikingtidsmuseet.no

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og Erlendur.is

Yfirlestur: malfridur.is

Oseberg víkingavagninnOseberg víkingavagninn

0 Comments

Eina eintak sinnar tegundar frá víkingatímabilinu!

Skrifað af Nina Kristiansen fréttamanni. Útg. 18. mars 2004. – 04:30

Vagninn fannst í víkingagröf eftir 1.000 ár í leir og mold. Enginn veit til hvers það var notað eða hversu vel það virkaði. (Mynd: Kirsten Jensen Helgeland / Menningarsögusafn / Háskólinn í Ósló)

Síðan 1904 hefur allt verið skráð með bestu fáanlegu tækni!

Sænski fornleifafræðingurinn Gabriel Gustafson leiddi uppgröftinn á Oseberg-skipinu.

Hann hélt dagbók um skipið og hlutina.

Þar hefur hann áhyggjur af þeirri ábyrgð sem hann hefur tekið á sig og af því að rífast við landeigandann.

Gústafson og aðstoðarmaður hans skráðu og teiknuðu það sem þeir fundu: tréstykki, prik, bein, reipi og málm.

Allt var hulið drullu. Mest af því var í þúsund stykkjum. Viðurinn var mjúkur og brothættur.

Mikilvægt var að skrá hlutina nákvæmlega hvar þeir fundust. Fornleifafræðingarnir voru ekki vissir um að allt myndi lifa af ferðina til höfuðborgar Noregs, Ósló.

Þeir skráðu hvaða hlutar þeir töldu tilheyra hvaða hlutum, stærðir, skreytingar og viðartegund. Þeir gerðu líka skissur.

4. september 1904 fundu þeir hjól, stokka og hluta sem þeir gerðu sér ljóst að tilheyrðu vagni.

Einhver teiknaði með hraða skissu af undirvagninum. Þetta gæti verið fyrsta skjalið um Oseberg-vagninn.

Frá 2. september 1904 uppgröftur. Gustafson teiknaði einnig mun nákvæmari skissur af vagninum. (Mynd: Menningarsögusafn / Háskólinn í Ósló)

Hvað er Osberg-fundurinn?

Oseberg-fundurinn er ef til vill stórkostlegasta víkingaskipsuppgötvunin sem nokkurn tíma verður grafin upp, sagði Hanne Lovise Aannestad fornleifafræðingur í þessari grein. Það var grafið upp árið 1904 fyrir utan Tønsberg

fundurinn voru flutt til höfuðborgar Noregs, Osló.

Í víkingagröfinni voru beinagrindur af tveimur konum, rúm, verðmæti og vefnaðarvara. Þessi Búddafata fannst í frábæru ástandi.

Upplýsingar um grunnmynd fyrir stefni Osebergskipsins, þar sem vagninn fannst. (Myndskreyting úr Oseberg-fundnum, bindi 1 / Menningarsögusafnið / Háskólinn í Ósló)

Sá eini sinnar tegundar

Oseberg-vagninn er eini vagninn frá víkingaöld sem fundist hefur í Noregi.

Hann var ekki nýr þegar hann var settur í gröfina árið 834 en var gerður fyrir árið 800.

Vagninn er úr beyk og eik og er um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd.

Vagninn, sem situr lauslega á undirvagninum, er skreyttur með hausum manna og fólki sem berst við snáka og furðudýr.

Teikningar úr uppgreftrinum voru endurunnar og birtar í tveimur stórum bindum um Oseberg-fundinn.

Tveir listamenn voru einnig fengnir til uppgraftarins þar sem enn voru leifar af málningu á sumum hlutunum.

Þeir bjuggu til teikningar og vatnslitamyndir af skreyttum rúmstokkum, kerum og fígúrum.

Þetta reyndist skynsamleg ákvörðun. Reynt var að bjarga gömlu málningunni en hún lifði ekki við að varðveita viðinn.

„En það var dýrt að ráða listamenn,“

segir Bjarte Aarseth, yfirverkfræðingur við Menningarsögusafnið við háskólann í Ósló.

Það var jafn dýrt að taka myndir árið 1904.

Allur Oseberg-vagninn hefur nú verið skannaður en skránum hefur verið lýst og afritað á margan annan hátt frá 1904 til dagsins í dag. Hér eru nokkrar þeirra:

Gerði það beinna og flottara

Þegar búið var að grafa upp öll stykki skipsins, vagna, sleða, ker, rúm, fötur og allt annað, enduðu þeir að lokum í söfnun norskra forngripa í Ósló.

Þá var hafist handa við að leysa þá stóru þraut að koma réttum hlutum á réttan stað.

Og gamli viðurinn var endurnýjaður. Það tók nokkur ár en á endanum var vagninum púslað saman aftur.

Teiknari á safninu bjó til teikningu sem sýnir hlutana bæði í sitthvoru lagi og þegar þeir eru settir saman.

„Þessi teikning táknar hugsjónamynd. Búið er að leiðrétta villur og galla á vagninum,“ segir Aarseth.

Sem dæmi má nefna að hluti af grindinni er eldri en restin af vagninum.

Það passaði ekki alveg inn á meðan hitt passaði fullkomlega. Á teikningunni eru bolirnir nákvæmlega eins.

Kvarðinn sem notaður er er líka mjög grófur,“ segir hann.

Þetta hefur verið vandamál fyrir fólk sem hefur reynt að endurskapa vagninn.

Margir hafa búið til afrit af vagninum, þar á

meðal fólk í Wisconsin, Minnesota og Washington.

Þeir hafa notað vagninn í skrúðgöngur en líta oft undarlega út,“ segir Aarseth.

Margir hafa búið til afrit af vagninum, þar á meðal fólk í Wisconsin, Minnesota og Washington. Þeir hafa notað vagninn í skrúðgöngur en líta oft undarlega út,“ segir Aarseth.

Að lokum var vagninn skjalfestur í gegnum svart-hvítar ljósmyndir.

Myndirnar sýna smáatriði og hvernig vagninn er settur saman.

Hins vegar kemur ríkur ljómi viðarins ekki í gegn, né öll smáatriðin.

Maðurinn í miðjunni er tilbúinn að slá manninn á hestbak en er stöðvaður af konunni til vinstri. Brjóstið á manninum er með skrauti sem ekki hefur fundist áður. (Mynd: Kirsten Jensen Helgeland / Menningarsögusafn / Háskólinn í Ósló)

Búið til afrit

Til að draga fram tákn, mynstur og fígúrur notaði safnið einnig aðra aðferð:

„Þeir tóku litla pappírsbúta, eins og gamaldags kalkpappír, sem þeir vættu og settu yfir ýmsa hluti. Þeir fjarlægðu þá pappírinn og teiknuðu mynstrið sem var eftir.

Vandamálið var að pappírinn festist við viðinn,“ segir Aarseth.

Strax árið 1906 voru tréskurðarmenn fengnir til að gera afrit af hlutunum í gröfinni.

Þær voru eins konar öryggisráðstöfun ef ske kynni að frumritunum yrðu eytt.

Bjarte Aarseth var ráðinn lærlingur á tréskurðarverkstæðið árið 1983.

Hann var meðal annars í þrjú ár við útskera eintak af Oseberg-vagninum.

Þeir eru afrit,“ segir hann. Og nú hafa ljósmyndir sífellt betri upplausn. Fyrir neðan er hornið á vagninum.

Þetta er hluti af mynd í hárri upplausn. Hægt er að sjá og stækka myndina sjálfa hér.

Eins brothætt og hrökkbrauð

Að lokum kom í ljós að aðferðirnar sem notaðar voru til að varðveita viðinn 80 árum áður höfðu alvarlegar aukaverkanir.

Skipið og hlutirnir höfðu legið í blautum bláleir í 1.000 ár. Þegar blautur viðurinn leit dagsins ljós árið 1904 varð Gabriel Gustafson að koma í veg fyrir að hann þornaði.

Hann geymdi hlutina í vatni á meðan hann ráðfærði sig við önnur söfn og gerði tilraunir sjálfur.

Gústafsson kaus að baða viðinn í efnasambandi sem kallast alum.

Það var kannski besti kosturinn árið 1904, en það varð til þess að gömlu hlutirnir voru látnir draga í sig fituniðurbrjótandi sýru1. Innan fárra áratuga varð viðurinn stökkur eins og hrökkbrauð.

2013 byrjaði Bjarne Aarseth að mæla hlutina með þrívíddarskanna, sértækri myndavél og tölvu.

Á þeim tíma varð enn mikilvægara að skrásetja hvern einasta sentímetra af greftrunarfundinum mikla, ef til þess kæmi að þeir myndu molna í burtu og glatast að eilífu.

Þessi tegund af skönnun gengur ekki hratt. Litlir límmiðar, stikur og krossar eru settir utan um eða á hlutinn til að gefa nákvæmar mælingar. Myndavélin tekur myndir með upplausn niður í hundraðasta úr millimetra.

„Ef þú ýmyndar þér fermetra af millimetrum, þá mun það fá 1.900 punkta. Oft jafnvel meira,“ segir hann.

Nákvæmar mælingar

Vísindamenn hafa nú fengið nákvæmar mælingar sem gera þeim kleift að fylgjast með breytingum á viðnum.

Myndavélin og skanninn skemma ekki viðkvæma hluti.

„Nákvæmar mælingar eru líka mjög mikilvægar fyrir þá sem búa til nýju sýningarnar,“ segir Aarseth.

Hann hefur lokið við að skanna Oseberg-vagninn. Hægt er að stækka allar upplýsingar svo áhorfendur geti skoðað minnstu smáatriði.

Myndbandið hér að neðan sýnir undirvagn vagnsins sem er settur saman stykki fyrir stykki – alveg eins og upprunalega.

Kveikt og slökkt er á litunum til að sýna ferlið.

Myndband eftir Bjarte Aarseth, Menningarsögusafnið, Oslóarháskóla

Aarseth er mjög hrifinn af tækni Víkinga. „Hver ​​hluti hjólsins er gerður úr hentugustu viðartegundinni.

Beykið í félögunum2 var bleytt í vatni áður en eikarpílárum, sem voru þurrir, var bætt við. Þetta minnkar brúnina í kringum píláranna.

Félagarnir, pílárarnir og nafið eru læst saman sem

eitt stykki, sem er ótrúlega sterkt,“ segir Aarseth.

Þeir völdu besta viðinn og meðhöndluðu hann þannig að hlutarnir passuðu óaðfinnanlega saman án þess að þurfa hnoð eða nagla.

„Þetta er hátækni. Það er greinilegt að þeir kunnu þetta handverk,“ segir Aarseth.

Skraut eða til nota?

Fornleifafræðingar komust fljótt að því að vagninn var eingöngu til skrauts.

Í þriggja binda bókinni um Oseberg-fundinn segir að vagninn henti ekki til að ferðast langar leiðir. Enn fremur voru engir vegir á þeim tíma.

Það var annaðhvort helgivagn til að bera guðamyndir eða vagn sem drottningin notaði til að sýna sig fyrir fólki á trúarhátíðum, samkvæmt bókinni.

Ein af þeim rökum sem notuð eru til að styðja þá hugmynd að vagninn hafi ekki verið til daglegra nota er að hann geti ekki beygt.

En Aarseth er ekki sammála.

Hann hefur sett hlutina saman stafrænt og telur að hann hafi örugglega verið bæði ökufær og gæti beygt.

Hann er ekki sá eini. Svipaður vagn fannst í sænskri gröf og telja fornleifafræðingar að hann hafi verið í notkun þar.

Auðvelt var að færa vagninn um borð í bát.

Í bókinni På hjul i Norge (Á hjólum í Noregi) frá 1971 er Oseberg-vagninn talinn elsti farartæki Noregs. Höfundarnir, einn þeirra er byggingarverkfræðingur og forstöðumaður Vísinda- og tæknisafns Noregs, töldu að vagninn gæti farið margar leiðir í Noregi.

Bjarte Aarseth var snemma að tileinka sér aðferð þrívíddarskönnunar með skipulögðu ljósi og er nú leitað til hennar þegar aðrir í menningarsögugeiranum eru að fara að vinna með brothætta hluti og erfiða fleti. (Mynd: Nina Kristiansen)

Óþekkt tákn

Skannaði Oseberg-vagninn gerir okkur kleift að ákvarða hver hefur rétt fyrir sér.

Við getum endurbyggt með því að nota nákvæmar mælingar eða einfaldlega þrívíddarprentað litla eftirmynd.

„Fólk getur prentað út hlutana og sett þá saman í heilan vagn,“ segir Aarseth.

Skannanir í mjög mikilli upplausn sýna einnig ný smáatriði í skreytingunum.

Nýlega fann Aarseth skraut á bringu útskorins manns á vagnyfirbyggingunni.

Ég hringdi í húsvörð og spurði hvort hann hefði séð að maðurinn væri með tákn á brjósti sér.

En hann hafði aldrei tekið eftir því áður,“ segir hann.

Þrívíddarskönnun býður upp á ný tækifæri fyrir vísindamenn og almenning.

Nýja víkingaaldarsafnið verður opnað eftir tvö ár; það er nú lokað vegna endurbóta.

Fyrir þá sem búa of langt í burtu eða vilja kafa ofan í öll smáatriði hefur skönnun gert skipið og hlutina aðgengilegri.

Aarseth sjálfur hefur búið til andlitsgrímu.

Hann þrívíddarprentaði eitt af mörgum andlitum úr Oseberg-fundnum og skar út stóra útgáfu úr tré.

Bjarne Aarseth notaði neðsta andlitið á viðarbútnum til vinstri til að skera út andlitsstærð grímu. (Mynd: Nina Kristiansen)

Heimildir: Was the Oseberg Viking wagon drivable? New methods are constantly uncovering new details about Norway’s oldest vehicle

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


  1. litlaust beiskt efnasamband sem er vökvað tvöfalt súlfat úr áli og kalíum, notað í lausn til lækninga og í litun og sútun. Niðurbrot fitusýra er ferlið þar sem fitusýrur eru brotnar niður í umbrotsefni þeirra og mynda á endanum asetýl-CoA, inngangssameindina fyrir sítrónusýruhringinn, aðalorkugjafa lifandi lífvera, þar á meðal baktería og dýra. Þegar það er notað sem bræðsluefni (bindiefni) í litun, festir það litarefni við bómull og önnur efni, sem gerir litarefnið óleysanlegt. Alum er einnig notað í súrsun, í lyftiduft, í slökkvitæki og sem astringent efni í læknisfræði ↩︎
  2. Ysta hring hjólsins (hjólbarðanum) er skipt niður í nokkra hluta sem heita hver fyrir sig: „Félagi.“. ↩︎

Nátengt efni

Oseberg víkingavagninn!

Þýdd grein og myndir!

Póstvagn í Nipton og Searchlight #3Póstvagn í Nipton og Searchlight #3

0 Comments

Nevada draugabæir og sögustaðir Searchlight’s Early Roads: Saga flutninga og sýslnasamgangna Snemma á 19. öldinni voru ferðalög og vöruflutningar í Mojave-eyðimörkinni hrikalegir en samt nauðsynlegir til að tengja saman gróna bæi eins og Searchlight og Nipton. Searchlight Stage and Freight Line, stofnað árið 1904, varð hraðari líflína fyrir íbúa og fyrirtæki. Þjónusta þess til Nipton hófst árið 1905, þó að leiðin væri langt frá því að vera auðveld. Upphafleg samkeppni fyrirtækisins við Perew-reksturinn um Barnwell-leiðina sá sinn hlut af áskorunum.

þar á meðal ökutæki með háa miðju á grýttum vegum í fyrstu ferð sinni. Þrátt fyrir þetta dafnaði Barnwell-leiðin vegna rótgróinna viðskipta og innviða, á meðan Nipton-vegurinn náði gripi síðar með opnun San Pedro, Los Angeles og Salt Lake-járnbrautarinnar árið 1904. Í mars sama ár státuðu auglýsingar af reglulegum ferðum til Barnwell, Eldorado Canyon og víðar. Fraktlínan tengdi ekki bara bæi – hún varð þráður í stærri samgöngum á milli Los Angeles og Salt Lake City og breytti einangruðum eyðimerkursamfélögum í virka miðstöð verslunar og tenginga.


Heimild: Nevada Ghost Towns and Historic Sites’s Post Facebook

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is


Járnsmiðir í torfhúsi smíða hestvagna!Járnsmiðir í torfhúsi smíða hestvagna!

0 Comments

Járnsmiðaverkstæði í ,,Sod Town“, Nebraska 1886

Sodtown (torfbærinn) var þyrping af bráðabirgðareistum, grófgerðum torfbyggingum á krossgötum fjögurra hlutahorna í Cherry Creek Township, og varð fyrsta blómlega byggðin í norðausturhorni Buffalo-sýslu árið 1879. Sodtown var þekkt fyrir Sodtown-símafyrirtækið. Fyrirtækið hófst árið 1904 með því að tveir bændur notuðu gaddavírssímalínu. Þegar mest var var Sodtown-símafyrirtækið með 130 síma

Heimild: Historical Views á Facebook og https://dawsonpower.com

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]