Tonga #1

0 Comments

Hestvagn, þekktur sem Tonga var góður ferðamáti fjölskyldunnar. Vagninn getur borið 6 til 8 manns ásamt að minnsta kosti tveimur litlum börnum. Vagninn er miklu stærri en Rickshaw eða bíll. Með tímanum útrýmdi áætlunarbílar Tonga. Að fá þjónustu fyrir hest í borginni Peshawar Pakistan var mikil áskorun fyrir Kúskinn (úrdu orð þýðir eigandi Tonga) Tonga. Meirihluti eigenda Tonga höfðu völd og áhrif í samfélaginu. Tvisvar vorum við og frændur tæplega 7 með nokkur börn að ferðast með í Tonga og hesturinn hafði ekki getu til að draga okkur öll. Ég var hræddur við að ferðast í Tonga eftir slys. Kúskurinn virtist ekki hafa þekkingu á hámarkshleðslu vagnsins en meir áhuga á peningum. Tonga hefur reynst farsæll í að flytja stúlkur til skóla og aftur heim úr skóla ásamt framhaldsskólum í Peshawer, þar sem ég bjó og sá þessa vagna. Fimm til sex stúlkur voru sáttar með að borga fasta upphæð fyrir skólaakstur. Kúskurinn var líka ánægður með viðskiptin. Skólastelpurnar voru ánægðar með að þurfa ekki að ganga snemma á morgnana ásamt gangandi og hlaupandi fólki sem gat líka fengið far ef pláss var.

Tonga kom fyrst fram hjá Pólýnesíska konungsveldinu. Tonga var fyrst smíðuð fyrir um 3.000 árum á eyjunni Tonga. Af austurindónesískumælandi fólki af Lapita menningu. Lapita fólkið var mest þekkt fyrir vandað og skreytta leirmuni. Frá 10. öld var Tonga stjórnað af röð heilagra konunga og drottningar, Tu’i Tonga. Heimild: Britannica

Heimild: Pakistan old pic lovers á Facebook

Þýddi og skrásetti Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. yfirlestur.is