Category: Bandaríkin Norður Ameríka

Boston Chaise #60Boston Chaise #60

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Whitney vagninn #59Whitney vagninn #59

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Sulky létt vagn #58Sulky létt vagn #58

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Kriket vagninn #57Kriket vagninn #57

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.











Hestasleði #2Hestasleði #2

0 Comments

Brewster & Co / Brewster & Baldvin!

Sleði frá Brewster & Co í New York smíðaður um og í kringum 1890. Liturinn heitir Brewster-grænn með Maroon-rönd. Bólstrunin dökkgræn. Hlífin framan við skrautið og dráttarsköftin eru háð einkaleyfi. Sett af dráttarsköftum með upprunalegum bjöllunum festir við dráttarsköftin fylgja með.




Heimild: Antique carriages sales Facebook.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton skemmtivagninn #39Pæton skemmtivagninn #39

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er augnakonfekt. Lokafrágangurinn er fíngerður og fallinn til sýningar.

Allt járnverk er að fullu rafhúðað, vönduð málningarvinna og skreytingar, falleg, auðveld og þægilegur vagn.

Bremsur eru ekki sjáanlegar.Sarven nöf 3 ára gömul nýjung þarna.

Vagninn er á þverfjöðrum, ekki hliðarfjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna.

Hann varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805.

Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!












Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4Brougham lestarstöðvar verðlaunavagn #4

0 Comments

Þessi Brougham hestvagn er á hinu dásamlega safni Misdee Wrigley Miller. Þetta er lestarstöðvar Brougham, Brewster & Co., New York. Árið 1901 var byggður fyrir J.H. Moore og langafi Misdees, William Wrigley yngri, eignaðist hann. Fjölskyldan notaði þennan vagn til að sækja gesti á lestarstöðina og setti farangurinn á þakið.

The American Saddlebred Museum vefsíða.
Heimild: Myndin fengin að láni frá: Kathleen Haak sem tók myndina.

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð

Liturinn á yfirbyggingunni er fölur, svona eins og við myndum kalla það í dag, hálfþekjandi.

En líklega er þetta málað með Seed Olíu eða lífrænni olíu og svolítill litur settur í.

Á þessari mynd er vagninn strípaður af öllu sem átti að fylgja honum frá verksmiðju.


Hér sjáum við hvar búið er að saga trébogana á ská að ofan.

Myndirnar af vagninum nýuppgerðum upplýsa hvernig þetta var í upphafi.


Gömul áletrun máluð í gegnum stimpil á sínum tíma


Heillegur og myndarlegur vagn sem gott er að koma í rétt stand.


Hér sjáum við merkilegan hlut, „Skein“ á ensku, járnhólka sem þið sjáið í hverfa inn í hjólnafið báðum megin sem er svo festur með flatjárni undir öxulinn ásamt járnhring utan um endana á járnhólknum innan við nafið.

Hólkurinn (Skein) er líka skrúfaður beint inn í öxulinn í endana bak við hjólnafið þannig að taka þarf hjólin af til að losa þá skrúfu sem er nokkuð löng og við köllum stundum franskar skrúfur.

Þessi útbúnaður tók við af berstrípaðri eik sem var þá slitflötur hjólsins og öxulendi.




Uppgerður að fullu





Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?


Amish fólkið kann listina að lifa!Amish fólkið kann listina að lifa!

0 Comments

Nokkrir myndagluggar inn í brot úr lífi Amish-fólksins!


Amish við vökvun í Pennsylvaníu!

Amish-vagn og aktygi í Powell Tennesse

Amish-vagn smíðaður af Amish sem passar jafnvel við stóran Standard bread-hest.

Sköftin eru 79 tommu og hjólin eru 50 tommu.

Vagninn kom nýr eins sætis en núverandi eigendur smíðuðu annað sæti.

Eins manns sætið fylgir samt með. Beislið er gervigúmmí, ómerkt og í frábæru ástandi.

Beislið var keypt nýtt, passandi á hestinn. Taumarnir eru nýir, ónotaðir og úr brúnu Neoprene.

Akstursbeislin eru tvö, eitt fylgir með og beisli úr leðri sem fylgdi með kerrunni. Tveir mjölbitar fylgja líka með vagninum.



Póstvagna tengd málverk!Póstvagna tengd málverk!

0 Comments

Hér er hvert meistaraverkið af fætur öður!













Póstvagn rændur #1

Strætis og víðavagnsmyndir USAStrætis og víðavagnsmyndir USA

0 Comments

Hestvagnar og fólk, það er málið!


Elsie, North Main Michigan


Ískaupmaður í New York


Ískaupmaður í New York


Fjölskylda við yfirbreidda vagninn sinn í Nebraska 1886


Miðbær Salisbury, Maryland 1906


Dayton Flathead Lake Montana


Nautalestin 1877. Nautalestir eru heiti þessa fyrirbæris þó svo notuð hafi verið geld karldýr. Skiluðu sér 8 – 12 mílur á dag. Ef teymið dró fjóra vagna hefðu Uxarnir getað dregið 12.000 plús pund af farmi. Kúskurinn gekk með vögnunum enda höfðu þeir engin sæti. Fljúgandi hál leðja gerði ferðalagið stórhættulegt niður brekkur. Valentine verslunin á myndinni var með stígvél útstillt hangandi á útvegg til vinstri, skór til hægri. Tveggja hæða hótelið hafði aðeins einn stromp fyrir augað og því gátu hótelgestir ekki reiknað með upphituðu herbergi. Crook City, Suður-Dakóta var einn af bæjunum sem spratt upp fljótt eftir að Black Hills-leiðangur George Custer árið 1874 sem hafði fundið gull á svæðinu. Myndin er eftir F.J. Haynes. Mynd fengin að láni á OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook


Portland Michigan


Dodge City, Kansas á sjöunda áratug nítjándu aldar.


Strætisaugnablik Georgetown seint á 19. öld. Sögð lituð af Duhem Bræðrum. Mynd fengin að láni hjá Heartfelt History Facebook.


Nebraska kornakur. Ár ekki vitað. Fannst í tunnu með gömlum myndum í Lincoln-forngripaverslun. Kannski getur einhver hjálpað mér að skilgreina myndina? Gæti verið hvar sem er á þessari rólegu, trjálausu sléttu. Konan með vopnin er engin „late lepjandi“ borgarstelpa, Colt 45 segir það. Pabbi hennar virðist vera í fremsta vagninum. Þau eru með sex sinnum tvo hesta og múlrekadregna hliðarvagna sem eru barmafullir uppskeru dagsins. Heimild:


Suðurstræti (South Street), New York 1901. Heimild: Postcards from old New York Facebook.


Gamla New York 1890 „Erie“ járnbrautin (957 Broadway) var miðasala hér síðan um 1869. Framtíðarsvæði Flatiron Building (1902). Á bak við það á St Germain Hotel (Broadway og 22 nd St) er blikkandi rafmagnsmerki með marglitum ljósum hér í mörg ár, sem ýtir undir „Swept by Ocean Breezes.“ Mark Twain var 1895 viðskiptavinur Oriental Hotel (1880-1916) í Coney-eyju. Manhattan Beach Hotel (1877-1912) stóð einnig við Coney-eyju. Í vinstri miðju er „American Art Galleries“ á Broadway og 22. St (NE Corner). Ljósmyndari óþekktur. Fengið að láni frá The Old New York Page Facebook. Friðrik Kjartansson skráði. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is


Helena Montana 1874. Fengin að láni af Old West Remembered Facebook.


Fjölskylda og yfirbreiðslusegl-vagninn þeirra ásamt hestum í Kansas, 1908 Heimild: Mynd fengin að láni frá Old Photos Facebook


Vagnar að aka inn í El Paso á síðasta áratug 19. aldar. Sérstakt að sjá nautgripi valsa um stræti. Stórmerkileg mynd.


Sendiferðavagn Grand Union Tea Co. 1897. Mynd fengin að láni frá The Antique Carriage Collectors Club á Facebook. 1915 opnaði fyrirtækið stærðarhús með höfuðstöðvar í Brooklyn 68 stræti
Heimild: https://www.brownstoner.com/


Michigan í upphafi 1900. Hugsanlega notaður til að vökva, spreyja yfir trén einhverra hluta vegna, einhver ræktun í trjátoppunum.


Pat Hamlin á Facebook. Guli miðinn sem fylgdi sagði að þetta væri á Möltu. Einu gömlu hótelin í Vestrinu sem ég finn hingað til eru í Montana, Kalispell, en það er múrsteinahlaðið. Ég held 1 Ave. Annað hótel var skráð í Conrad, Montana en ég get ekki fundið neitt þar. Hvað veist þú um þetta? Á myndinni lengst til hægri er Buggy hestvagn, léttavagn.


Uppboðssamkoma á lifandi búpeningi nálægt Merrill í Oregon.

fengin að láni frá Old West History & Cultures Facebook. Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson.

Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker

0 Comments

Stórbrotin saga einkaframtaks!

Í árdaga Studebaker-fyrirtækisins í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu, voru til við stofnun og samtals 68 dollarar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker-bræðranna hafði kennt þeim í litlu vagnasmiðjunni í Ashland, Ohio. Á fyrsta starfsárinu voru tveir vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.

Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raun, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.


Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni hágæðavagna á þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu. Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulega notkun.

Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum. Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni: feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarin spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, spónhlíf að framan og aukahlíf. Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker-framleiðslunni var vatnsúðaravagninn sem gerði fyrirtækið landsfrægt fyrir. Verksmiðja og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagnasýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.

Efri hæðir bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir. Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago og er umkringd frægum húsum svo sem Óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsinu á aðra hönd og Listastofnun Chicago á þriðju hliðinni. Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.

Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.

Heimildir

Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Heiti í vagnhjóliHeiti í vagnhjóli

0 Comments

Boxing = Borunin á nafinu og fóðrun á því. Felloes = Hlutarnir í hjólbarðahringnum. Hub = Naf. Flat steel tire = Stálgjörð utan um hjólbarðan. Hub band = Stálgjörð utan um nafið. Spokes = Pílárar.


Heimild: A Wagon Wheels | A Wagon Wheel Information | A Wagon Wheel History

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Friðrik Kjartansson