Tag: vagnhjól

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt, varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu men hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson, ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi, ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honum hafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.
Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkunum miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn séu til eru orðnir safngripir.

Yfirlestur Friðrik Kjartansson með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum:

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y. ,Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”
D. Dalzell & Sons, South Egremont, Mass The Spring Perch Co., Bridgeport, Conn.

.

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í Öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskyldum ,,þriggja bolta póstinum” Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega, kynninguna af ,,öxulpúðinn” til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagna iðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstralega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað, fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagna framleiðanda í þessari borg og annar staðar, undir stöðugu eftirliti prófanna sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði til gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐA ÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkominn og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Öxla blogg!Öxla blogg!

0 Comments

Í árdaga hest- dregina vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið helst Eik. Endar öxulsins eða nafið, var svipað og stál öxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda násins eins og mynd 6 sýnir.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/88344388_833707613763516_7952634240674299904_n-3-1.jpg

Mynd 6.

Hér sést á teikningu hvernig harðviðs- öxullinn (líklega eik) er lagaður og er smurð dýrafeiti á efri hluta öxulsins.

Mynd 5

Hönnun harðviðar öxla!

Myndin sýnir ,,diskun á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrri ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.
Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hitaður og snöggkældur utan um það þá veldur úrtaka í holunum fyrir píláunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessa gráður eins og diskur; vegna þess að ,,veggir” holunar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir. Á mynd 5 má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. á enskur kallast það að ,,Disch” the wheel. Og ég leyfði mér að færa það yfir á Íslensku og kalla þetta að ,,diska” hjólið. Ég veit þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

,,Diskun” var umdeild lengi og nýungar eins og ,,Patent” komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á píláranna svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að ,,diska” hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20 öldinni. Smurt er með dýrafitu.

Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Vagnhjól ,,Diskað”!Vagnhjól ,,Diskað”!

0 Comments

,,Diskun” var hætt smá saman þegar nýungar ,,Patent” (einkaleyfi) komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á píláranna svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að ,,diska” hjólið eins mikið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20 öldinni. Það er minnst á smurningu í enska textanum dýrafitu.

Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þessi mynd held ég skýri þetta fyrirbæri vel. Sögnin að ,,Diska” Ný- yrði eða gætum við kallað þetta gamallt Ný- yrði?

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur daðadóttir