Tag: vagnasaga

Óþekkt tegund í Þýskalandi #1Óþekkt tegund í Þýskalandi #1

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum -sætum. Körfuvagni!


Vagninn er með körfusæti sem gæti verið tilvísun í körfu -vagn og þar með eftirlíking af honum



Vagninn er svo sem ekki ósvipaður Pæton en samt er ekki hægt að negla gerðin niður. Þetta eintak þarf uppgerð og þá verður hann augnakonfekt. Mér er aldurinn ekki kunnur en giska á að hann sé smíðaður snemma á 20 öldinni.

Svolítið sérstök aurhlífin til hliðar við framsætið og ofan við uppstigið. En samt snilldarlega leyst.

Hólkurinn upp úr brettinu er sennilega fyrir svipuna.

Flott aurbretti og gerðalegur baksvipur.

ED KÜHLSTEIN BERLIN er stimplað á hjólkoppanna en það er örugglega fyrirtækið eða einstaklingurinn sem smíðið vagninn

Formáli að ensku bændavögnunumFormáli að ensku bændavögnunum

0 Comments

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2020/11/Enskir-sveitarvagnar-1.jpg Alla 19 undu öldina voru vagnasmiðir Englands og Wales að smíða yfir hundrað mismunandi tegundir af bænda vögnum (farm waggons. Með tveimur G … um í stað eins g sem þekkt er). Meginhluti þessara vagna voru fjórhjóla, að undanskildum löngum og lágum vögnum (Drays & Spring carts, Millers) til flutninga á t.d. bjórtunnum og öðru þungu ásamt öllum gerðum tveggja hjóla vagna.

Þessir vagnar urðu svo með tímanum samþykktir sem hefðar-hönnun hvers lands og landsvæðis. Í sumum löndum urðu til tvær eða þrjár gerðir vagna sem voru samþykktar sem hefðar-hönnun meðan í öðrum löndum urðu mun fleiri sem uppfylltu samþykktir hefða. Þær tuttugu og fjórar plötur ( plates ) í réttum litum eru ætlað að gefa innsýn í vídd og útbreiðslu vagnana eins og mögulegt er landfræðilega.

Þetta verkefni inniheldur lýsingu á vögnunum, byggt bæði á persónulegum og upplýsingum sem koma víða að. Smíði vagnanna er líst fyrst og fremst, vegna þess að höfundurinn (James Arnold) er ekki vagnasmiður (wheelwright) og í öðru lagi vegna þess að höfundur vill ekki troða sér inn á svið bókar sem nú þegar hefur verið gefin út, sem lýsir öllu ferlinu frá því áður en tréð er fellt til loka afurðar, meðfylgjandi sú tilfinning að sú útgáfa sé fullnægjandi og verði ekki endurbætt. Sú bók The Wheelwrights heildsala George Sturt og gefin út af Cambrideg University Press, verður vitnað í nokkrum sinnum. Eins saga vagnana (history of waggons), bók sem fjalla um furmstæða flutninga áframhald (the primitive transport onward) er ekki meðal tilvísunar bóka, vegna þess vegna þess að hún hefur verið tekin fyrir af Geraint Jenkins í bókinni enski bú vagninn (the English farm wagon) útgefin af David og Charles ásamt (Landbúnaðrafluttningar í Wales) (Agricultural Transport in Wales), útgefin af Þjóðarsafni Wales (National Museum og Wales).

Verkefninu gæti verið best líst sem samantekt til 25 ára af heimildaöflun allt saman framkvæmt með mikilli notkun á hjólhesti. Jafnvel að stríði loknu var nóg af vögnum til. Suma fundum við á ótrúlegustu stöðum og en í notkun, aðrir voru svo langt gengnir að aðeins var hægt að draga af þeim verðmætar upplýsingar. Teikningarnar hafa verið unnar marga úr skissum af vögnum víðs vegar í umhverfi sveitanna og annarra aðstæðna. Mikil rannsóknarvinna liggur að baki og heldur áfram að vera framkvæmdar því viðfangsefnið er nánast óþrjótandi. Höfundurinn mun alltaf vera djúpt þakklátur fyrir allar upplýsingar og lán á myndum gömlum listum og svo framvegis. Þær upplýsingar sem stundum þykir léttvægar, geta sannað sig til að vera ómetanlegar að verðmæti. Eitt af verðmætustu hlutum í fórum höfundar er bréf frá Járnsmið á eftirlaunum frá áttunda áratugnum skrifað með vandlátri hönd.

Þýtt úr formála (Preface) bókarinnar The farm waggons of England and Wales fyrst útgefin 1969 og svo núna endurprentuð með leiðréttingum 1974

Endurritað og Þýtt af Friðrik Kjartanssini

Próförk: Þórhildur Daðadóttir

Notaður hlekkina hér fyrir neðan og lestu um vagnanna og hönnun þeirra ásamt sögu!

Hlekkir á vísindalegar greinar um Ensku bændavagnanna!

Hestvagninn frá Kent Teikning í lit og greinarstúfur!

Brougham á safni lýst!Brougham á safni lýst!

0 Comments
Mynd fengin að láni hjá The Carriage Foundation í Betaveldi

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin] einum framglugga (ekki skiptur) og leðurklætt þak með leðurólar til að festa niður farangurs körfu. Kúsk- sætið (ökumanns) sér með einföldu

handriði og leðurklætt með halla fram á við. Niðurfellt fótbretti sem hægt er að fjarlægja. Hurðarnar eru hengdar með kopar hjörum og T- laga handföngum.Hálfmána löguð plata er fest neðan við hurðina í botninn á vagninum (uppstig) sem er skýlt með hlíf eins í laginu yfir sem fest er neðst í hurðina. Glugginn framan á vagninum er opnanlegur með því að renna honum niður og hann er  http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2019/12/thumb_5db653e07e-img-2960jpg-0x600_0_0_crop.jpg bólstraður að innan með lituðu klæði, gluggarnir í hurðunum eru eins, og hægt að opna þá niður eða ofan í hurðarpanelinn. Ferhyrnt svart lituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. ljóskerin eru úr Brassi (Kopar); á þeim eru (loftræsting) ,skorsteinar” en eru skrúfaðir fastir á vagninn ( á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur. Kertahaldara hlífarnar er týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými. Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann, bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining). Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The
Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar eru á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin. Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) vagninum er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco leðri,
samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco vasar á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ulla-tweed. Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins. Hæla og fóta- hvílan upp að hillunni er klætt með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur verið upphaflega klætt með orginal teppi).
Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndu rammi á hurðunum með Grísku lyklamynstri og þríhyrninga munstur á brúnum.
Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,,taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxul hettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST

Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir