Tag: undirvagn

Bænda hestvagninn frá Kent!Bænda hestvagninn frá Kent!

0 Comments

Á hestvögnum í Bretlandi var munur á smáatriðum þótt öllum vögnum svipaði saman

Vagnanna (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn eigin sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonnum á 4 1/2 tommu hjólum og þeir stærstu var ætlað að vera dregnir af 4 hestum fullhlaðnir korni. Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri-undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjól borðanna fram og aftur í svo að segja beinni línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi. Efri mörk skjól borðanna var ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukin stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar. Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjald borðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan. Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Engin vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftaná festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum. Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar. Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með 4 tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól. Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu, en Pope, of Chiddingstone, smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu. Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagna voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham, frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnuina frá Kent, án hefðbundna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhver staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex vögnunum. Allir vagnar voru með rústrauða undir vagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum. Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield í Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J.
Henley á Pattenden býlinu í Goudhurst. Á plötunni stendur 1 eintak (plate 1). Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar voru að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjól borði.

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Brougham á safni lýst!Brougham á safni lýst!

0 Comments
Mynd fengin að láni hjá The Carriage Foundation í Betaveldi

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin] einum framglugga (ekki skiptur) og leðurklætt þak með leðurólar til að festa niður farangurs körfu. Kúsk- sætið (ökumanns) sér með einföldu

handriði og leðurklætt með halla fram á við. Niðurfellt fótbretti sem hægt er að fjarlægja. Hurðarnar eru hengdar með kopar hjörum og T- laga handföngum.Hálfmána löguð plata er fest neðan við hurðina í botninn á vagninum (uppstig) sem er skýlt með hlíf eins í laginu yfir sem fest er neðst í hurðina. Glugginn framan á vagninum er opnanlegur með því að renna honum niður og hann er  http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2019/12/thumb_5db653e07e-img-2960jpg-0x600_0_0_crop.jpg bólstraður að innan með lituðu klæði, gluggarnir í hurðunum eru eins, og hægt að opna þá niður eða ofan í hurðarpanelinn. Ferhyrnt svart lituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. ljóskerin eru úr Brassi (Kopar); á þeim eru (loftræsting) ,skorsteinar” en eru skrúfaðir fastir á vagninn ( á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur. Kertahaldara hlífarnar er týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými. Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann, bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining). Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The
Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar eru á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin. Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) vagninum er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco leðri,
samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco vasar á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ulla-tweed. Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins. Hæla og fóta- hvílan upp að hillunni er klætt með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur verið upphaflega klætt með orginal teppi).
Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndu rammi á hurðunum með Grísku lyklamynstri og þríhyrninga munstur á brúnum.
Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,,taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxul hettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST

Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir