Tag: stál

Ágrip af sögu StudebakerÁgrip af sögu Studebaker

0 Comments

Stórbrotin saga einkaframtaks!

Í árdaga Studebaker fyrirtækis í febrúar 1852 var aðstaðan lítil og boðið var upp á járningar á hestum ásamt viðgerðum á hestvögnum. Fáein verkfæri, þau nauðsynlegustu voru til við stofnun og samtals 68 dollar var útlagt hlutafé í fyrirtækið. Faðir Studebaker bræðranna hafði kennt þeim; í litlu vagna smiðjuni í Ashland, Ohio.
Á fyrsta starfsárinu
voru 2 vagnar smíðaðir. Mikil harka var sett í að vekja athygli á sér í nærliggjandi bæjum og fylkjum. Árið 1857 gerðu þeir samning við herinn í Utah, sem gerði þeim kleift að rísa upp á við. Þeir höfðu verið viðurkenndir erlendis! (segir textinn beinþýddur en líklega átt við í öðru fylki). Þeir notfærðu sér vel hvert tækifæri sem bauðst og töpuðu hlutunum aldrei niður eða fengu stór bakslög í reksturinn.
Studebaker var skráð á hlutabréfamarkað 1868 og þörfin á vinnuaflinu hjá þeim óx í raunverulega, næstum eins og náttúruafl. Fyrirtækinu var skipt upp í nokkrar deildir og vinnuaflið endaði í 1860 manns það ár.
Smíði og framleiðsla hestvagna hjá Studebaker einskorðaðist fyrst bara við vagna (Wagons) en snemma í sögu fyrirtækisins bauð þeim að smíða líka hestvagna til fólksflutninga sem voru meðal fínni, hágæðavagnar að þeirra tíma mælikvarða. Teikningar sem fylgja þessari grein sýna aðstöðu fyrirtækisins í byggingum og leiðandi farartæki smíðuð af fyrirtækinu.
Studebaker framleiddi allar gerðir vagna, svo sem vagna til að aka sér til ánægju, Landau hefðarvagn fyrir forsetann og alla aðra venjulegar notkun.
Í vögnunum gat fjölbreytnin frá fyrirtækinu þjónað flestum, ekki einungis bændum, heldur líka fjallabúum, námum, sléttunum og síðast en ekki síst var þrýst á um að þjónusta viðskiptalífið í borgunum.
Innan verksmiðjunnar voru margar deildir sem þjónuðu framleiðslunni; feiti fyrir stál, feiti fyrir steypt járn, Studebaker einkaleyfisvarða Spón- kerru (buggy) og kerru (wagon) sæti, Spón hlíf framan og auhlíf.
Mjög svo nauðsynlegur hluti af Studebaker framleiðslunni var vatnsúðara- vagninn sem sem gerði fyritækið landsfrægt fyrir. Verksmiðju og vöruhús Studebaker í Chicago talar sínu máli í einu og öllu á teikningunum. Hestvagna sýningarnar eru einstakar, jafnvel í heiminum.
Efri hæðir Bygginganna í Chicago eru notaðar til að smíða flottari, meira elegant og dýrari gerða hestvagna, líka fyrir fínni og minni vagnaviðgerðir.
Byggingin er meðal þekktustu bygginga í Chicago umkringdur frægum húsum svo sem óperuhúsinu, Chicago klúbbhúsið á aðra hönd og listastofnun Chicago á þriðju hliðina.
Farartæki framleidd af Studebaker send á heimssýninguna sýndu fram á án efa fallegasta safn sem aðeins eitt fyrirtæki sendi frá sér á sýninguna. Peningar voru vel nýttir í undirbúning og innkaup á efni fyrir heimssýninguna og allt sem kom að hæfileikum og smekk var ekki skorið við nögl.

Studebaker Bros. MFG CO.,
South Bend, Indiana, U.S.A.

Heimildir

Internet Archive – Illustrated souvenir – [of carriages] Of the Studebaker Brothers MFG.Co. South Bend, Indiana, U.S.A.

Þýðandi Friðrik Kjartansson

Yfirlestur/próförk: Yfirlestur.is

Öxla blogg!Öxla blogg!

0 Comments

Í árdaga hest- dregina vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið helst Eik. Endar öxulsins eða nafið, var svipað og stál öxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda násins eins og mynd 6 sýnir.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/88344388_833707613763516_7952634240674299904_n-3-1.jpg

Mynd 6.

Hér sést á teikningu hvernig harðviðs- öxullinn (líklega eik) er lagaður og er smurð dýrafeiti á efri hluta öxulsins.

Mynd 5

Hönnun harðviðar öxla!

Myndin sýnir ,,diskun á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrri ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.
Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hitaður og snöggkældur utan um það þá veldur úrtaka í holunum fyrir píláunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessa gráður eins og diskur; vegna þess að ,,veggir” holunar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir. Á mynd 5 má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. á enskur kallast það að ,,Disch” the wheel. Og ég leyfði mér að færa það yfir á Íslensku og kalla þetta að ,,diska” hjólið. Ég veit þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

,,Diskun” var umdeild lengi og nýungar eins og ,,Patent” komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á píláranna svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að ,,diska” hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20 öldinni. Smurt er með dýrafitu.

Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir