Tag: sæti

Sleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af RússlandiSleði Elizavetaniu Petrovaniu, keisaraynju af Rússlandi

0 Comments

Anna Ioannovia keisaraynja átti hestasleðann á undan!

Hestasleðinn hefur mörg sæti og er á meiðum. Hann er með fjórum hurðum og tíu gluggum.

Gluggar og efri helmingur hurða með mynduðum topphluta innihalda mjóar glerrúður sem eru tengdar saman með viðarröndum.

Yfirbyggingin, sem mjókkar niður, er nokkuð stór og samsvarar sér ágætlega.

Hér finnum við að minnsta kosti í sama mæli hina dæmigerðu barokkhilli í aðlaðandi skuggamynd.

Fyrir mikið notað farartæki sem ætlað var til lengri ferða á veturna er innréttingin nokkuð glæsileg og svipmikil.

Sleðavagninn er prýddur gylltum lágmyndarútskurði og skúlptúrum útfærðum á þann hátt og tækni sem minnir á síðasta fjórðung 17. aldar.

Þakbrúnarlistinn og veggsamskeyti yfirbyggingarinnar eru rammað inn með mjóum spronsum og útskornum laufmyndum.

Gluggar og hurðaumbúnaðurinn eru örlítið bogadregnir og með fallegum línum.

hliðarnar eru málaðir brúnir og skreyttir skrautmálverkum sem sýna eiginkenni ríkisvaldsins.

Þakið er krýnt með balusterum og meiðarnir eru skreyttir stórum myndum af sjávardýrum útskornum í við.

Hestasleðinn tekur allt að tíu manns í sæti. Inn af eru bekkir og langt borð. Sérstakir ofnar voru notaðir til að hita rýmið.

Þessi sleði er sýndur á 18. aldar útskurði Elizavetu Petrovnu keisaraynju sem gekk inn í Moskvu til krýningar hennar árið 1742.

Það er athyglisvert að ferðin frá Sankti Pétursborg til Moskvu tók þrjá daga. Þeir ferðuðust aðeins á daginn og hvíldu sig á nóttunni.

Ítarleg rannsókn á sleðanum hefur leitt í ljós að hann var smíðaður í Moskvu 1732, en ekki í Sankti Pétursborg 1742 eins og fram kemur í sérfræðibókmenntum frá því snemma á 19. öld og síðar.

Við höfum einnig fundið nafn þess sem smíðaði þennan einstaka vagn. Það var hinn þekkti franski meistari Jean Michel, sem kom til Rússlands árið 1716.

Sleðinn átti ekki aðeins Elizaveta Petrovnu keisara heldur einnig forvera hennar í rússneska hásætinu, Önnu Ioannovinu keisaraynju.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – WINTER SLEDGE-COACH

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Garðvagn Keisaraynjunnar Önna LoannovuGarðvagn Keisaraynjunnar Önna Loannovu

0 Comments
Portrett af Önnu Ioannovnu keisaraynju. Sankti Pétursborg, 1913. House of Fabergé, meistari H. Wigström, listamaður Zuev Vasily Ivanovich. Gull, silfur, brilliant, rósslípnir demöntar, purpurine, stál, gler, túrkís, bergkristall, bein, vatnslitur, glerung. Steypa, glerung, vatnslitir, elting, leturgröftur, guilloché, bláun, gylling. Gjöf Nikulásar II keisara til Alexöndru Fyodorovnu keisaraynju um páskana 1913.

Tveggja sæta opinn vagninn fyrir Önnu Loannovnu keisaraynju síðan 1730 í Rússlandi.

Samsetningin, innréttingar og samanburðargreiningar á svipuðum vögnum staðfestir þessa tímagreiningu.

Tilheyrði Önnu Ioannovna keisaraynju. 1797 var það flutt frá Sankti Pétursborg til Moskvu-hestvagnagarðsins og keypt af vopnageymslu (Moscow Coach Yard) 1834.

Það er ómögulegt að segja með vissu hvar vagninn var smíðaður.

Verkstæðin á þeim tíma voru til staðar bæði í Sankti, Pétursborg og Moskvu.

Hins vegar sanna skjölin að á árunum 1728-1732 höfðu bestu vagnsmíðameistararnir yfirgefið Sankti Pétursborg og fluttu í kjölfarið keisaraembættið til Moskvu eða annarra höfuðborga Evrópu.

Á sama tíma héldu verkstæðin í Kreml í Moskvu áfram virku starfi sínu.

Á birgðaskrá frá 1770 yfir reiðtygi og hestvagna sem varðveitt er í vagnagarðinum í Kreml er minnst á garðvagninn sem hafði verið yfirfarinn hér snemma á 18.öld sem „fyrirmynd að nýjum svipuðum útbúnaði“.

Samkvæmt þessu og öðrum gögnum frá hallarhesthúsum kanslara, var þessi vagn líklega smíðaður af meisturum Kreml í Moskvu.

Vagninn er opinn fyrir tvo, ekki lokaður né með hurðum.

Farartækið geislar af Barokkoeinkennum og er glæsilegt. Yfirbyggingin er með fínum bogalímum að ofan ásamt neðri hluta yfirbyggingarinnar.

Innréttingin er úr gullhúðuðum og sniðnum bylgjuskífum, útskornum léttarskeljum, laufblöðum og einnig málverki.

Á úthliðunum er merki rússneska ríkisins og kvenfígúra í ramma af bókrollum og kertum á grænum bakgrunni. Af táknmyndinni að dæma er myndin Anna keisaraynja.

Sjá má tilraun í málverkinu til að miðla líkingu við fyrirmyndina. Andlitsmyndir fóru að birtast í vagnasmíði á fyrsta fjórðungi 18. aldar.

Vagninn er ekkert sérstaklega íburðarmikill og innréttingin ekki mjög glæsileg. Þessi dálítið óvenjulega meðferð á umgjörð keisaraveldis skýrist líklega af því að farartækið var aðeins notað til að rúnta um hallargarðinn.

Þetta kemur aftur á móti líka fram í byggingu vagnsins. Hann er lítill og með efnismiklum og breiðum hjólum til að spilla ekki og sökkva í stíga hallargarðsins.

Málverk á hlið yfirbyggingarinnar. Portrett af Önnu Ioannovna (?) Garðs opinn vagn. Moskvu, 1725-1730.

Útfærsla skreytingarinnar kunni að hafa verið ákveðin af þeim sem sá um vagninn.Skjöl í vopnabúrinu staðfesta að vagninn hafi verið gerður fyrir Önnu keisaraynju í Moskvu.

Bólstrunin var endurnýjuð ekki löngu síðar en 1740. Áklæði af grænu ullarefni var skipt út fyrir daufari lit af rauðleitu flaueli.

Þetta er einnig staðfest af eftirlifandi bútum af græna áklæðinu. Vagninn var endurbyggður 1994. Hann hefur nú fengið sína upprunalegu mynd enn og aftur með áherslu á fágun.

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – GARDEN OPEN CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Péturs III og Önnu dóttir hansVagn Péturs III og Önnu dóttir hans

0 Comments
Portrett af Pétri III. Óþekktur listamaður. 19. öld.

Stór fjögurra sæta yfirbyggingin með örlítið bogadregnum fram- og bakhlið er útfærður snemma á 18. öld í Frakklandi og hefur fallega skuggamynd og fullkomin hlutföll.

Efri hluti fram- og hliðarveggja og hurða er í þykkt hágæðagler í gluggum (plate glass). Hann er búinn fjöðrun, snúningsás/fimmt hjól, vagnsæti, þjónssæti og fótabretti fyrir þjón, sem er fest inni í yfirbyggingunni.

París (?), 1721; flauel – Ítalía, 18. öld. Fjögurra sæta. Eik, flauel, brons, járn; tréskurður, olíumálun, krítarmalað gylling. Tilheyrði Önnu Petrovnu keisaraynju, dóttur Péturs III, og maka hennar Karli Friðriki prins af Holstein. Umbeðið af hesthúsi Prikaz-verkstæðunum í Kreml í Moskvu árið 1834.

Innréttingarnar voru undir sterkum áhrifum frá nýjum fagurfræðilegum straumum sem kristalluðust í Regency-stílnum sem einkenndist af frönskum búningum þess tíma1. Útskorin gyllt þakbrúnarskreyting yfirbyggingarinnar, hliðapanelsamskeiti, gluggar og hurðarkarmar2.

Vagninn einkennist af raunsærri meðhöndlun einstakra mótífa ásamt undarlegum, frábærum formum og einnig af samhverfu og reglulegu fyrirkomulagi skrautsins. Andstæða beinna og bogadreginna lína og frjáls meðferð einstakra fígúra gerir það að verkum að innréttingarnar virðast léttar og hreyfanlegar.

Skrautið í anda hergagna: blómakransar, grímur, skeljar og laufgreinar. Lausaskraut sem mynda blúndumynstur eru áberandi meðal skreytingarmyndanna. Málaralistin á goðsagnafræðileg efnistök svo sem cerúbum skiptir einnig miklu máli í skreytingum vagnsins.

Málverkið á hlið yfirbyggingarinnar.

Myndir af cerúbum með lúðra og ketiltrommur eru sýndar á hliðunum. Á hurðunum og framhlið eru gyðjurnar Clio, gyðja skáldskapar, Thalia, gyðja gamanleiksins, og Euterpe, en óspjallaðar þokkagyðjur á bakhlið.

Málverkið er aðallega unnið í gylltum, grænum og rauðum litum og sýnir örugga teikningu og tilfinningu fyrir litum, auk mikils hugvits í fylgihlutunum.

Útskurðurinn á vagninum er ýktur með gylltu bronsi. Þakið er prýtt átta fallegum bronskerjum. Áklæðinu er haldið á sínum stað með bronsnöglum, höfuð styttunnar aftan mynda stoð og gegna skrauthlutverki.

Handföng hurðanna eru stórar sylgjur og spennur úr bronsi. Bogadregnir burðir í undirvaninum eru gylltir bronsi sem er blandað kvikasilfri og púðri, en þar ofar stendur tignarleg kvengyðja sýnd á meðal skrautlega bogadreginna burðarboganna.

Kvenkyns allegórísk líkneski á fremri hluta undirvagnsins

Mótívin eru steypt í nokkuð djúpri þrívídd. Allt ber þetta vitni um reynslu, kunnáttu og vönduð vinnubrögð meistarans. Fremri hluti undirvagnsins er skreyttur viðarskúlptúr í formi apstraktískra kvenfígúrutívra sem raðað er upp í yfirveguðum og öguðum takti3.

Bólstrunin að innan fylgir krefjandi línum heildarinnréttingarinnar, eins og krúna ítölska flauelsins með blíðri, fölblárri glæsilegri hönnun.Í langri sögu sinni átti vagninn nokkra eigendur. 1721 kom Karl Friedrich prins af Holstein til Sankti Pétursborgar sem unnusti Anne, dóttur Péturs mikla.

Í sérfræðibókmenntum var þessi vagn ranglega tengdur honum í langan tíma. Rannsóknir á skjalasafni Armory hafa gert okkur kleift að staðfesta að vagninn hafi verið pantaður í Frakklandi af Pétri mikla.

Síðar var það brúðkaupsgjöf keisarans til dóttur hans, Anne, sem ók í burtu til Holsteins með eiginmanni sínum Carl Friedrich. 1742 kom Pétur III, nýr eigandi vagnsins, til Rússlands í honum. Vagninn var notaður til hátíðargöngu í Holstein. Á fjórða áratugnum var það endurtekið í garði hesthússanna í Sankti Pétursborg.


  1. Vagninn var smíðaður 1721. Sem er nokkrum áratugum fyrir Regency tímabilið eftir því sem næst verður komist. Hef ekki skýringu á þessu misræmi! ↩︎
  2. Helstu einkenni Regency-tímabilsins voru: Ríkisvaldið skartaði einfaldri tísku, rómantískri list og bókmennta og vinsældum skáldsögunnar. Tímabilið er einnig þekkt fyrir stranga félagslega uppbyggingu. ↩︎
  3. Þjóðir voru sýndar sem kvenpersónur. Kvenformið sem valið var til að persónugera þjóðina stóð ekki fyrir neina ákveðna konu í raunveruleikanum heldur var reynt að gefa óhlutbundna hugmynd um þjóð á áþreifanlegan hátt, það er að segja að kvenpersónan varð myndlíking þjóðarinnar. ↩︎

Heimild: Moscow Kremlin Museums: – CARRIAGE. FRANCE, EARLY 18TH C.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Alexey sonar Péturs I #5Vagn Alexey sonar Péturs I #5

0 Comments

Sumar og skemmtivagn keisarasonarins!

Samkvæmt nýlegum rannsóknum var sumar-„skemmtunar“ tveggja sæta vagninn smíðaður í Prikaz-verkstæði hesthúsanna á árunum 1690-1692 fyrir tveggja ára gamlan Alexey Tsarevich, son Péturs I.

Portrett af Alexey Tsarevich, listamaður óþekktur. Rússland, 18. öld. Eftir frumrit eftir I.G. Tannauer.

Slíkir vagnar voru kallaðir „skemmtivagnar“ og þeir voru notaðir í leikjum og skemmtunum barna en ekki fyrir opinberar athafnir.

Sumar, skemmtivagn. Verkstæði Prikaz-hesthússins í Kreml í Moskvu, 1690–1692.; 17. öld. Eik, leður, tin, gljásteinn; gylling, upphleypt. Tilheyrði Alexey Tsarevich. Keypt af Armory salir frá Moscow vagnageymslurnar árið 1834. (?)

17. aldar vagnar eru sjaldgæfir í söfnum heimsins, aðeins fáir hafa varðveist. Þetta pínulitla farartæki gefur okkur hugmynd um lögun, innréttingu og smíði vagna á þessu tímabili.

„Skemmtivagninn“ til sýnis í Armory-sölum smíðaverkstæðis hesthússins Prikaz í Kreml í Moskvu.

Yfirbygging tveggja sæta vagnsins, sem er bólstruð með fölbláu leðri, er slétt og mjókkar niður á við og hefur glæsilega öldulaga sveigju í neðri hlutanum.

Þessi litli búnaður hefur áhugaverðar tækninýjungar, svo sem kranaháls og beygjusnúning á milli framhliðanna.

Kremlmeistararnir innleiddu þessa bættu beygjuaðferð þegar á seinni hluta 17. aldar.

Nokkrar aðferðir eru notaðar við skreytingar, þar á meðal litlar koparnar með upphleyptum hringlaga hausum sem eru í nákvæmri línu, í kringum glugga og á hurðir.

Gljásteinnum er haldið á sínum stað í gluggunum með mjóum ræmum úr tini og skreyttum litlum nöglum með flötum hausum.

Áklæðið er gyllt, upphleypt með skýrum línum. Grafíkin er mynduð af laufum í óvenju glæsilegu mynstri sem inniheldur framandi fugla, smádýr og fígúrur af cerúbum. Leðrið er fest með koparnöglum með upphleyptum hringlaga hausum sem gegna hlutverki í innréttingunni.

Skemmtivagninn á vatnslitamynd eftir F.G. Solntsev. Fyrsti fjórðungur 19. aldar.

Þetta ríkulega gyllta mynstur myndar andstæðu við mildan pastellit leðursins og dýpkar áhrif skreytingarinnar í heild ásamt því að gefa honum glæsileika. Leðursamsetningin er fallega útfærð og sýnir hversu góð tök eru á krefjandi „uppröðun“ barokkskrautsins og sýnir að leðuráklæði af þessu tagi, en framleiðsla þess var nýhafin í Kreml í Moskvu, var þegar í háum gæðaflokki.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – SUMMER ‘AMUSEMENT’ CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Fjögra sæta vagn Kolymaga #3Fjögra sæta vagn Kolymaga #3

0 Comments

Vagninn tilheyrði Rússnesku Lesnovolsy-ættinni

Vagn fjögurra sæta af rússneskri smíði á fjórða áratugnum. Í dag er það eina varðveitta eintakið af rússneskum aðalsmannavögnum sem notaðir voru á fyrri hluta 17. aldar. Á fram- og aftanverðum undirvagninum er skjöldur með skjaldarmerki fyrsta eiganda hans, oddvita borgarinnar Bryansk Frantsisko Lesnovolsky.

Fjögurra sæta vagn verkstæðisins í hesthúsi Prikaz í Kreml í Moskvu, 1640; flauel – Tyrkland, 17. öld. Eik, birki, flauel, gler, járn, gallon, gljásteinn, tin, kopar; gylling, tréskurður, vefnaður, smíði. Hann tilheyrði yfirstétt borgarinnar Bryansk Frantsisko Lesnovolsky og síðar Boyar Nikita Ivanovich Romanov. Eftir dauða hans var það sent til Stables Prikaz árið 1655. Keypt af Armory Chamber árið 1834 frá Moscow Coach Yard.

Svipuð mynd fannst í pólska skjaldarmerkinu, en samkvæmt henni voru sumir fulltrúar Lesnovolsy-ættarinnar undir stjórn Moskvu. Þetta eftirnafn var einnig sett inn í rússnesku ættfræðibókina, í kaflanum „Eftirnöfn, sem komu frá Póllandi og Litháen eftir 1600“.

Augljóslega urðu fulltrúar einnar ættgreinar Lesnopolskys, sem búið höfðu í Bryansk, rússneskir ríkisborgarar eftir 1600 og fengu síðan nafnbótina aðalsmenn. Þessi gögn sanna rússneskan uppruna vagnsins. Líklega hefur hann fengið þennan vagn sem verðlaun með „persónulegri tilskipun frá fullveldinu“.

Smáatriði í undirvagninum með mynd af skjaldarmerki Frantsisko Lesnovolsky í myndskrautinu á handsmíðuðu grillinu. Grillið tilheyrir undirvagninum.

Boyar Nikita Romanov1 var annar eigandi vagnsins. Nikita Romanov var frændi Mikhail Romanov keisara og gegndi mikilvægu hlutverki við rússnesku hirðina. Spurningunni um hvernig strákurinn eignaðist vagninn ​​og hver tengsl hans voru við Frantsisko Lesnovolsky hafa verið hefur ekki verið svarað. Árið 1655, eftir dauða Romanovs, varð vagninn eign konunglega ríkissjóðsins og síðan í Stables Prikaz, þar sem Boyar átti enga beinna erfingja.

Sérkenni smíðarinnar og skreytingar sanna að búnaðurinn var framleiddur 1640 í Stables Prikaz-verkstæðunum í Kreml í Moskvu. Vagninn er lokaður: hann er með hurðum og gljásteinsgluggum2 en samt eru engar fjaðrir, kranaháls eða beygjusnúningur.

Lítil, ferköntuð yfirbygging vagnsins er hengd á leðurbelti og bólstruð með rauðu flaueli að utan. Heildarmyndin sameinar glæsileika og rökfræði formsins með ótrúlegum samhljómi allra skreytingaþátta.

Hliðar og hurðir eru prýddar þéttu mynstri ferninga og kopargylltum nöglum með skrautlegum, þykkum áberandi hausum sem þekja allt yfirborðið. Þessi tegund af skrauti varð útbreidd á þessu tímabili í list rússneskra og vestur-evrópskra vagnasmíði.

Í miðju hvers fernings er rósetta úr silfri blúndu í formi átta odda stjörnu: skrautbúnaður sem einkennir aðeins rússneska vagna á þessu tímabili.

Gljásteinsgluggarnir eru skreyttir blúndum, opnum medalíum í formi stjarna og tvíhöfða arna. Meðfram brún þaksins eru baluster3 og kögur hangir í þakbrún. Skrautlegt mótíf sem kom aftur í tísku í vagnaskrauti á þessum tíma. Þar eru einnig medalíur úr opnu gylltu járni með blaða- og eplamynstri.

Innrétting vagnsins. Smá hluti.

Innréttingin í vagninum verður myndarlegri af innra áklæði hans úr dýru tyrknesku gullflaueli (tyrkneskir dúkur voru afar vinsælir í Rússlandi vegna skrautlegra eiginleika þeirra, óvenjulegs og ríkulegs mynsturs).

Burðarstóparnir (úr viði) að framan og aftan á undirvagninum eru skreyttir útskornum og gylltum laufskreytingum með stórum perlum.

Búnaðurinn er sýndur á fræga striga V. Surikovs „The Morning of the Execution of the Streltsy“. Heimild: The Morning of the Streltsy Execution – Wikipedia


  1. Nikita Romanovich (rússneska: Никита Романович; fædd um 1522 – 23. apríl 1586), einnig þekkt sem Nikita Romanovich Zakharyin-Yuriev, var áberandi rússneskur drengur. Barnabarn hans Michael I (keisari 1613-1645) stofnaði Romanov-ætt rússneskra keisara. ↩︎
  2. Glansandi silíkatsteinefni með lagskiptri uppbyggingu, sem finnast sem smáhreistur í graníti og öðru bergi, eða sem kristallar. Það er notað sem varma- eða rafmagnseinangrunarefni. ↩︎
  3. Heitið baluster er byggt á ítalska orðinu balustra. Þetta nafn var búið til á fimmtándu öld á Ítalíu, byggt á perulaga botninum og mjóum efri hlutanum á hverjum baluster, og hvernig þessi uppbygging líkist blómstrandi granateplum. Allt mannvirkið, sem samanstendur af handriði og rekstri, er þekkt sem balustrade. ↩︎

Hestvagn Boris Godunov keisara #2Hestvagn Boris Godunov keisara #2

0 Comments

Kolymaga eða stór vagn!

Portrett af Boris Godunov keisara. Listamaðurinn óþekktur, á 18. öld. Olía á striga. Keypt af Armory árið 1840 frá Imperial Arras. Það er hálfportrett af keisaranum Boris Godunov sett í sporöskjulaga umgjörð.

Keisarinn er sýndur í kórónu og bleikum möttli og fylltum marðarfeldi. Undir myndinni er áletrun í rókkókkóstíl: „Boris Godunov“, með titli hans og lýsingu á morði Tsarevich Dimitry.


Opinn langferðavagn af enskum uppruna seint á 16. öld er elsti útbúnaður Armory Chamber og sá eini af slíkri gerð sem lifði af í heiminum. Vísindamennirnir eru sammála um að þessi forni vagn með búnaði sé eitt af meistaraverkum menningarheimsins.

Stór, næstum ferhyrnd yfirbygging hans er hengd upp á leðurbelti og lokaður með gluggatjöldum. Hann er samt ekki með beygjusnúningi, kranaháls, fjöðrum, sæti fyrir kúskinn og fótabretti.

Vagninn er skreyttur með útskurði og málun, sum smáatriði eru gerð sem útskorinn skúlptúr. Listrænt tilheyrir hann seinni endurreisnartímanum. Máluð í rauðgrænu litasviði sýna fjölmynda listaverkin með háum lágmyndum veiðimyndir og bardaga milli kristinna og múslíma. Þeir ná yfir neðri hluta vagnsins: hlið hans, bakhlið og framhlið. Útskornu sögurnar endurspegla flókin samskipti Evrópulanda og Tyrklands.

Fyrsta röð yfirbyggingarinnar er skreytt með máluðu landslagi af görðum og byggingum, önnur röð – með veiðisenum. Hæfileiki meistarans kemur fram í vali á fíngerðu litasviði sem byggir á blöndu af blíðum fölbláum, bleikum og þéttum grænum blómum. Málverkið er líklega gert af óþekktum ítölskum listamanni seint á 16. öld.

Að innan er keisaravagninn klædd rauðu og gulu, ítölsku mynstruðu flaueli frá seinni hluta 17. aldar. Djúpur, mjúkur hægindastóll á afturhlið yfirbyggingarinnar og breiður bekkur eru bólstraðir með ítölsku flaueli frá 17. öld með ríkjandi ljósbláum tón í skraut.

Fram– og afturhluti undirvagnsins er skreyttur með gylltum lágmyndum og skúlptúrum í formi allegórískra fígúra sem eru áberandi fyrir eligant verk og glæsilegt mynstur blómaskrautsins.

Báðir hlutar undirvagnsins eru með gylltum járnskreytingum. Hjólabúnaðurinn er þakinn með gylltum útskurði sem er frábrugðið öðrum skrauthlutum. Þetta má skýra með yngri dagsetningu þeirrar smíða – seinni hluta 17. aldar.

Það eru skiptar skoðanir um uppruna langferðavagnsins. Enskur uppruni þess er án efa staðfestur af fjölmörgum skjölum úr skjalasafni Armory Chamber.

Það er flóknara að skilgreina smíðatímann. Sumir vísindamenn rekja smíðatímann til seint á 16. öld (A.F. Weltman, A.F. Malinovsky, P.I. Savvaitov), aðrir rekja smíðatímann aftur til 1620 (G. Kraisel). Það er líka útgáfa af því að vagninn hafi verið fluttur til Rússlands meðal diplómatískra gjafa aðeins eftir að vinsamlegri samskipti við England höfðu verið tekin upp aftur ekki fyrr en seint á fyrsta fjórðungi 17. aldar.

Smíðatæknileg og listræn fótspor útbúnaðarins tala vel fyrir 16. öldina. Að auki voru samskipti Englands og Rússlands vinsamlegri undir stjórn Boris Godunov frekar en Mikhail Romanov. Tvær gylltar lágmyndir með rússneska skjaldarmerkinu á tímum Godunovs á grind undirvagnsins sanna fyrri uppruna útbúnaðarins.

Tölur á skjaldarmerkinu eru gerðar samkvæmt vestur-evrópskri hefð sem gefur til kynna að vagninn hafi verið ætlaður til útflutnings. Sennilega var það gert sérstaklega sem gjöf fyrir Rússland, mikilvægan viðskiptafélaga. Meðal gjafa sem Sir Thomas Smith kom með árið 1604, frá James I. konungi og Anne Englandsdrottningu, var útbúnaður klæddur flaueli. Það má auðkenna sem vagn frá Armory Chamber. Sterk áberandi táknræn einkenni gjafarinnar sannar að henni var ætlað að vera diplómatísk gjöf.

Í 17. aldar úttekt frá Stables Treasury segir að vagninn hafi verið endursmíðaður í Moskvu til að taka á móti pólsku sendiráðsfólki 1678.

Samkvæmt skjalasafninu hafði vagninn verið notaður til loka 17. aldar af keisarunum Mikhail Fyodorovich og Alexey Mikhailovich.

„Kolymaga“ er orð af tyrkneskum uppruna, sem þýðir „stór vagn“. Til að keyra þennan búnað þarf kúskurinn að hafa gengið fram hjá honum eða riðið bestu hestunum. Mikið pláss þurfti til að snúa kolymaga við og lyfta átti afturhjólunum með handafli. Af þessum ástæðum tók ferðin of langan tíma.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – TWO-SEATER COACH (*KOLYMAGA)

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Hestvagn Katrínar miklu #1Hestvagn Katrínar miklu #1

0 Comments

Katrín II

Fræg fyrir „ást“ sína á hestum. Auðvitað er hún fræg fyrir ýmislegt annað líka, en það er aðallega hestaástin sem fólk hefur áhuga á. Þetta er ljúffengt hneyksli, náttúrulega hefur fólk áhuga á því.

Heimild: Catherine the Great, Horse Girl – An Equestrian Life

Meistaraverk í vagnasmíði, tók þátt í krýningargöngu Katrínar II árið 1762 og síðar í mörgum ríkisathöfnum við rússneska keisaradóminn.

Elsti vagninn í safninu okkar, barokkvagn Katrínar II keisaraynju frá miðri átjándu öld, snýr aftur á sýningu okkar á keisaradómsvögnum eftir þriggja ára gagngera endurnýjunar í nokkrum þrepum. Hinn glæsilegi 6 х 2,4 х 2,6 m vagn er uppgerður til upprunalegs glæsileika þökk sé sérfræðiþekkingu Phenomenon-endurreisnar- og rannsóknarsamtakanna og fjárhagsaðstoð frá rússneska menningarmálaráðuneytinu. Svo umfangsmikil endurgerð er gerð á þessum vagni í fyrsta skipti í meira en hundrað ár. Fjögurra sæta vagnsframleiðandinn Johann Konrad Bukendahl er úr viði, málmi, bronsi, gleri, leðri, flaueli, silki og ull, með tækni eins og útskurði, steypu, smíði, upphleyptu og gyllingu.

Nýlegt kerfi úr stálfjöðrum, búið til af Bukendahl, veitti þessum stórkostlega stóra vagni af Berlínargerð mjög mjúka fjöðrun, sem gerir hreyfingu hans „jafn mjúka og rólega og kláfflugur“. Vagninn var geymdur í Court Stable Office-byggingunni í Sankti Pétursborg síðan 1860 og var falinn í State Hermitage í seinni heimsstyrjöldinni. Safnið var fyrst sýnt í Cameron Gallery of Tsarskoe Selo árið 1971 og hefur síðan verið hluti af Duty Stable-sýningunni síðan 1990. Tsarskoe Selo-safnið af vögnum státar af átta farartækjum frá tíma Katrínar, þar á meðal tíu sæta sleða, tíu sæta phaeton og barnavagni

Hér hafa keisaralegir fætur stigið á flauelið gegnum aldirnar!

Hér gefur að líta tannhjólin sem gegna hlutverki strekkingar á fjöðruninni þegar þörf er á.

Þægindi farþega voru einnig auðveld með mjúkum bólstruðum sætum, með góðu og stuðningsríku baki og armhvílum, fjaðurpúðum, gormgardínum og armpúðum. Hægra megin neðan við miðju má sjá hluta fjöðrunarinnar sem þótti nýstárleg 1762.

Heimild: https://tzar.ru/en/news/

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton Irvings garðsins #20Pæton Irvings garðsins #20

0 Comments

Irving´s Park Pæton

Þessi glæsilega hönnun var send okkur af Bridgeport-fréttaritara okkar, Joseph Irving. Við teljum vagninn sérstaklega fínan. Hlið aftursætsins er mynduð úr reyrverki.

Fram– og afturstuðningsjárnin standa á glæsilegu fimmta hjóls braketi að framan og á fallegu grunnskrauti að aftan.

Aftari panilinn er með laufútskurð sem endurtekur sig á barnasætinu á minna fremra þilinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ein besta hönnun sem við höfum hingað til myndskreytt. Framlag Sec Brown í járndeildinni.

Pæton Spider #15 – Hestvagnasetrið.org


Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Viktoría lokaður langferðavagn #23Viktoría lokaður langferðavagn #23

0 Comments

 01 06 1857.

Viktoría, lokaður langferðavagn. Herra Saladee: — Ég hef nýlega fengið teikningu frá vini mínum í London. Rétta teikningu af vagninum sem smíðaður var fyrir Viktoríu Englandsdrottningu. Úr henni hef ég gert teikninguna sem ég sendi þér hér fyrir Magazínið.

Sá hluti sem táknar efsta hluta sætis, aftan, er skorinn út og festur á yfirbygginguna; svo líka pílárarnir. Teikningin mun gefa verkamanninum rétta hugmynd um smíði vagnsins. Spara mér þannig vandræðalega vinnu við að segja lesendum þínum með langri og gagnslausri útskýringu.

M. M. T.

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Rockaway Coupe lokaður #10Rockaway Coupe lokaður #10

0 Comments

06 01 1857.

Eftir. J. IJ. KIKIÐ.

Um smíði þessa vagns segir hönnuðurinn

Með því að kynna þessa hönnun gef ég mér ekki þann hégóma að uppfylla væntingar allra, en ég segi mér trúi því sjálfur að hver og einn muni taka eftir einhverjum nýjum eiginleikum sem hann tileinkar sér að verðleikum.

Fremri hluti yfirbyggingarinnar, með kúsksæti, er í nútímalegum stíl kranahálsframhuta; hálsinn er leiddur yfir á toppinn og sætið er gert aðskilið frá yfirbyggingunni,

í stíl langferðavagns að venju, nema með járntein á enda sætisins, sem er skrúfaður við framstólpann og hægt er að taka af hvenær sem er.

Neðri afturfjórðungurinn nær upp undir efsta fjórðunginn og yfir það kemur opnun á toppnum.

Hönnun yfirbyggingarinnar verður að fullu skilin með því að skoða teikninguna.

Mótun þessa verks er endurgerð á gamla stílnum, með endurbótum eins og sést á plötunni1

  1. Plata = Í USA er alltaf talað um ,,plötu” í stað teikningar! ↩︎

Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!Mælieiningar Dauðadalsvagnanna!

0 Comments

Milli 1883 og 1889 skiptu tuttugu múldýr spennt fyrir vagna sköpum við að flytja borax frá Death Valley til Mojave, Kaliforníu.

Þessi flutningsaðferð var skipulögð með múldýrum. Múldýrin skiluðu af sér 264 kílómetra eða 165 mílur til að komast að þar sem járnbrautarteinarnir enduðu.

Staðreyndir um vagnana


Hlutverk vagnanna var að flytja 10 „stutt“ tonn af borax í ferð. USA þyngdareining. Jafngildir 2.000 lb avoirdupois eða 907,19 kg sem stutt toon (short ton).

Vagnarnir voru með afturhjólum sem stóðu 2.1336 metra (sjö fet) á hæð, með 2,54 sentimetra eða 1 tommu þykkum járngjörðum á hjólum, smíðaðir upp úr gegnheilli eik.

Rýmið um borð var 4.8768 metrar (16 fet) á lengd og 1.8288 metrar (6 fet) á dýpt og hver tómur vagn vó 3.538 kíló (3.53802 tonn).

Vagnlestin, sem spannaði yfir 54.864 metra (180 fet) með múldýr í eftirdragi til vara, samanstóð af þremur vögnum sem urðu að vera til staðar svo hægt væri að fara af stað.

Fremsti vagninn, „Trailer“ og seinast „back action“, og allra síðast var vatnsflutningatankurinn.


Teymisstjórinn var ábyrgðarmaður á stjórn teymisins, notaði langan taum sem kallaður var „Skíthælslína“-1 og langa svartormasvipu.

Hann var venjulega að stjórn við vinstra hjólið og gat teymisstjórinn einnig stjórnað bremsunni frá vagnsætinu niður bratta brekku.

„Skiptirinn“ sem venjulega sat í vagninum stjórnaði bremsunni á mishæðóttu landi.

„Skiptirinn“ var líka með fötu af litlum steinum til að grýta múlhestana til hlýðni. Báðir deildu mennirnir með sér ábyrgð, þar á meðal að undirbúa liðið, sinna þörfum múldýranna og sinna dýralæknis- eða viðgerðarmálum.

Hádegisstopp leyfði að fóðra og vökva múlhestana þótt þeir væru enn beislaðir, og á kvöldin voru múlarnir settir í búr með fóðurkössum.

Ferðalag hvers dags var yfirleitt 10,6 kílómetrar eða nálægt 17 mílum, sem olli því að ferðin aðra leiðina tók um það bil tíu daga. Fyrirtækið sem rak þessa „útgerð“ útvegaði skála á næturstoppum fyrir ökumenn og múldýrin.


Söguleg frásögn Remi Nadeau, „Fraktteymi Nadeau í Mojave“, leggur áherslu á yfirburði múlhestanna til notkunar í eyðimörkinni og undirstrikar mikilvæga hlutverk þeirra í að flytja borax með góðum árangri.

Með því að skilja flutninga, forskriftir og rekstrarstjórnun tuttugu múldýra sem var beitt fyrir vagnana fáum við innsýn í þá ótrúlegu viðleitni sem auðveldaði flutning á borax seint á 19. öld.

Norður-Bandaríkja þyngdareining sem jafngildir 2.000 lb avoirdupois (907,19 kg). nafnorð: stutt tonn


Smelltu á Google Ngram Viewer til að sjá nákvæmari tímalínu og stærri!

Google Ngram Viewer

Heimild: History Shortcut á Facebook

Skráði og þýddi: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Strætis og víðavangsmyndir London Stóra BretlandStrætis og víðavangsmyndir London Stóra Bretland

0 Comments



Heymarkaður í Whitechapel

Whitechapel Austur London. Jack the Ripper söguslóðir!

Holborn London sirka 1901 Heimild: Old Photos of Essex Kent & London Facebook

Barouche Landau #1Barouche Landau #1

0 Comments

Hestvagn fyrirmenna Stóra Bretlands nítjándu aldar


Snemma á þessari öld (1800) voru Fjórir í hönd (sem voru ekki stimplaðir með ,,Gildi” í vagnasmíði (amatörar) með vinsælasta vagninn, Barouche Landau. Fjögra hjóla hestvagn með niðurfellanlegt húdd toppur/blæja yfir helming vagnsins. Sæti framarlega fyrir Kúskinn ásamt sætum fyrir farþega sem sitja gegn hvor öðrum, var algengt á 19 öldinni sem vagn ,,fyrirmenna”. Bremsur ekki sjáanlegar. Kúsksætið var hátt uppi og tvö sæti fyrir þjóna neðar. Prins Regent í Brighton notaði t.d. svona vagn.

Heimild: Carriage & coaches: theyr history & their evolution úgefin 1912
Tók saman og þýddi textan: Friðrik Kjartansson


Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá toppvagnasmiðju. Hér er hlekkurinn:
https://carriages-schroven.com/carriages/

Frá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stórmerkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en ég held áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

 

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Pæton Brake #2Pæton Brake #2

0 Comments

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.


Öflugt og vel skapað járnverk.


Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.



Afsakið léleg myndgæði.




Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?Konungsvagninn sem Friðrik VIII vildi ekki nota, 1907?

0 Comments

Friðrik vildi ríða fremstur í fylgdarliðinu!


Hugsanlegur konungsvagninn er af gerðinni Phæton og voru þeir smíðaðir í mörgum útfærslum. Þessi útfærsla er að öllum líkindum ensk að uppruna (byggð á járnverkinu á fimmta hjólinu og hönnun yfirbyggingar). En vefsíðueigandi veit að eigandi vagnsins veit að mikil verðmæti eru í þessum grip. Myndin er fengin að láni frá Þorkeli Hjaltasyni, eiganda vagnsins þegar þetta er skrifað.


Sagan sem fylgir vagninum: Friðrik settist aldrei upp í þennan vagn enda góður reiðmaður og vildi ekkert með vagninn hafa að gera. Konungur reið gjarnan fremstur í flokki, því að hann vildi heilsa fólki fyrstur og taka því tali ef honum sýndist svo. Vagninn eftirlét hann Carl Locher, sem var málari í fylgdarliði hans og var orðinn nokkuð aldraður og þungfær.

Eitt sinn var vagninn dreginn tómur og var þá konungi sagt að Carl væri sjálfur ríðandi. Reið konungur þá Carl uppi til að spyrja hann hvernig hann hefði komist á bak! Ástæðuna má sjá ef smellt er á hlekkinn að nafni málarans hér ofar í textanum!


Vagninn er á gúmmíhjólum, það er að segja sérstök gúmmípulsa sem er með einum eða tveimur vírum inn í til að strekkja gúmmíið utan um hjólið og ofan í u-skúffuna sem er úr járni og virkar eins og felgur nútímans. Reyndar er þessi lausn fyrstu felgurnar, eftir því sem vefsíðueigandi best veit. Gúmmíhjólin komu til skjalanna eftir 1855 eða þar um bil. Charles Goodyear fann upp aðferð til að efnabreyta gúmmíinu til að nota það í dekk undir ökutæki af slysni. Goodyear fór í skuldafangelsi og dó öreigi meðan aðrir stórgræddu á uppfinningu hans.


Bogann er búið að spengja í þessum Phaeton. Þessi eða svipaður bogi finnst líka í „Viktoriu“-vagninum og fleiri gerðum vagna.


Fremra sætið vísar farþegum aftur (snúa aftur). Var svoleiðis í Vis a Vis og/eða Social-vögnum. En hafa ber í huga að Phæton kom í mjög mörgum útgáfum og stundum er svolítið erfitt að skilgreina hverrar gerðar þeir eru.


Kúskurinn eða ökumaðurinn sat að öllum líkindum til vinstri héðan megin séð með taumana en það gæti líka verið að kúskurinn sæti bara á hestinum og æki vagninum þannig; það var vel þekkt, þó aðallega hjá aðlinum og kóngafólki. Setan eða sessan undir kúskinn var oftast hærri að aftan og myndaði þannig halla fram, líklega til að gefa betri líkamsstöðu til akstursins.


Járnverkið í armhvílunni á sætinu bendir til að sætið sé upprunalegt eða smíðað með vagninum. Litlu napparnir beggja megin á handriðunum gætu verið vísbending um það, en þeir eru til að krækja hlífðarteppi eða dýrahúð yfir farþega.


Uppstig eru mjög mikilvæg, gerðu mögulegt að byggja vagnana hærra og hærra frá jörðu og komu sér vel þegar stóru og háu póstvagnarnir komu til sögunnar en það var snemma eða á 16. öldinni.

Sagt er frá í sumum lýsingum á vögnum að þeir væru hengdir1lágt til að eldra fólk og konur ættu auðveldara með umgang. Uppstig á vögnum með yfirbyggingu sem var með hurðum var oft þannig að hlíf var látin koma yfir þrepið/uppstigið. Þegar hurðinni/unum var lokað var hlíf yfir uppstiginu fest undir hurðina/hurðirnar sem hjálpaði til við að halda frá því miklum óhreinindum.


Lögunin á sætinu og brettinu er nokkuð einkennandi fyrir Phæton. Oft var fellanleg húdd/hlíf2 úr leðri eða öðrum efnum yfir sætinu og kallaðist (Hood) á ensku. Einnig var Victorían með svipuðu lagi á afturhlutanum. Nafngiftin Viktoría er í höfði Viktoríu drottningar Stóra Bretlands.


Við erum að horfa á fimmta hjólið, ( the fifth wheel ) með miðjubolta eða ( King pin ) á ensku. Þetta er, eins og þið sjáið, töluvert járnvirki. Það voru dæmi um að vagnarnir væru liðstýrðir, svona eins og búkollur nútímans eða Pileloader, sem sagt tengipinni/bolti í miðju farartækis eða framarlega og þá þyrfti ekki fimmta hjólið. En sú lausn náði ekki vinsældum. Sjá næstu mynd.


Tveir miðjuboltar rétt fyrir framan miðju jafni Phæton, samhverfur Phæton eða miðju Phæton



Fimmta hjóls járnverkið séð framan á.

Samantekt af Friðrik Kjartansson Með innilegum þökkum til Þorkells Hjaltasonar fyrir lánið á myndunum.

Yfirlestur: malfridur.is

  1. Talað um að vagnar væru hengdir á undirvagninn ↩︎
  2. Svipað og á barnavagni nema mikið stærri ↩︎