Tag: pílár

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum:

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y. ,Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”
D. Dalzell & Sons, South Egremont, Mass The Spring Perch Co., Bridgeport, Conn.

.

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í Öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskyldum ,,þriggja bolta póstinum” Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega, kynninguna af ,,öxulpúðinn” til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagna iðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstralega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað, fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagna framleiðanda í þessari borg og annar staðar, undir stöðugu eftirliti prófanna sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði til gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐA ÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkominn og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Á að sjóða nafið eða ekki?Á að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda Nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkra (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílár rekinn í þurrt naf eða sama pílára- þykkt rekinn í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðið naf? Hvað gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (ekki vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884)

Yðar einlægur Trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef Nöfin eru soðin, er hægt að reka píláranna í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri, náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu. Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurr og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðingjarn þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í Álmi eða Valhnotu, límið leysist
einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn bíður upp á, sjóðið svo tvo Valhnotubúta og límið þá saman og látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.
þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott)

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýðandi og samantekt Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir