Tag: lengd

Vagn -kerra #1Vagn -kerra #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðar hjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál.
Framhjól 38″ eða 96,52 cm
Afturhjól 42″ eða 106,68 cm
Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm
Dráttarsköft 78 frá Single tree 198,12 cm heildarlengd 962 eða 243.84 cm
Vagn skúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm
Vagninn er 84″ eða 213.36 cm heildarhæð X 68″ eða 172.72 cm Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192″ að heildarlengd með dráttarsköftum eða 487.68 cm.

Heitir Wagnon Buggy sem hlítur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/létts vagns)








Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsilvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Vagnarnir hans Lúðvíks XIVVagnarnir hans Lúðvíks XIV

0 Comments

Í Versölum sextándu og sautjándu aldar framfara skeið


11. júní 1775 Loðvík XVI Frakkakonungur var nýlega krýndur og ferðaðist um París á tilkomumiklum vagni sínum.

Heimild: www.thegoodlifefrance.com Mynd fengin að láni


Smávagninn (um 1785-1790) sem gerður er fyrir Dauphin Louis-Charles, son Loðvíks XVI og Marie-Antoinette. Einn af örfáum sem komast af úr safni konungs.

Skírnar vagn Barnabarns Charles X, hertogans af Bordeaux. Charles X: Fæddist sem Charles Philippe, greifin af Artois, 9 oktober 1757 – 1836. Var konungur Frakklands frá september til ágúst 1830

Smíðaður sirka á tíunda áratug 18 aldar (1790-1800)

Var notaður við kvikmynda töku. En ekki minnst á hvaða kvikmynd

Engin örugg leið til að fá uppruna vagnsins og sögu fyllilega sannreynda.

Talið samt nokkuð öruggt að Lúðvík XIV hafi átt hann og notað.

Mætti segja að hann hefði fundist í hlöðu í Lexington hestabúgarðinum. Til gamans má segja frá því að hæsta boð er kr 4,700,000.—

Vagninn hefur verið lagfærður að lágmarki gegn um ár og aldir en er samt í nánast upprunalegu standi og vel farin miðað við að vera smíðaður á tíunda áratug 18 aldar.

Heimildir: Cardinal Selling Services

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir