Tag: iðnaður

Charles GoodyearCharles Goodyear

0 Comments

Uppfinningamaðurinn sem breytti heiminum en dó snauður og veikur!


,,Ekki fer saman gæfa og gjörvileiki”


Charles Goodyear hætti í skóla 12 ára gamall og hóf störf í vélbúnaðarverslun föður síns í Connecticut. Hann giftist Ella Clarisse Beecher 23 ára gamall og fljótlega eftir það fluttu þau hjónin til Fíladelfíu þar sem Goodyear opnaði eigin vélbúnaðarverslun.


Goodyear var hæfur kaupmaður en ástríður hans voru efnafræði, efnisfræði og uppfinningar. Seint á tíunda áratugnum varð hann sérstaklega heillaður af því að finna og bæta hagnýta notkun á náttúrulegu gúmmíi (kallað Indlandsgúmmí). Tilraunir hans myndu breyta heiminum en leið Goodyears til árangurs yrði krefjandi.
Árið 1830, 29 ára gamall, var Goodyear haldinn heilsubresti og gúmmítilraunir hans (sem hann hafði fjármagnað með lántöku) höfðu ekki borið árangur. Í lok ársins var fyrirtæki hans orðið gjaldþrota og hann var settur í skuldafangelsi. Þetta var grunsamleg byrjun á ferli hans sem vísindamanns og uppfinningamanns.


Helstu vandkvæðin við að finna notkunarmöguleika fyrir náttúrulegt gúmmí voru þau að efnið var óteygjanlegt og ekki endingargott, brotnaði niður og límdist við hitastig. Goodyear var staðráðinn í að finna efnafræðilega lausn á þessum vandamálum og hóf tilraunir sínar í fangelsinu. Eftir fjölda mistaka urðu tímamót þegar hann reyndi að hita gúmmíið með brennisteini og öðrum íblöndunarefnum. Árið 1843 skrifaði hann vini sínum: „Ég hef fundið upp nýja aðferð til að herða gúmmí með brennisteini og hún er jafn betri en gamla aðferðin og malarjárnið er betra en steypujárnið. Ég hef kallað það Vulkansuðu“.


Goodyear sótti um einkaleyfi fyrir gúmmíi með Vulkansuðu 24. febrúar 1844. (Sama aðferð notuð í dag og fyrir 180 árum). Einkaleyfið var gefið út fjórum mánuðum síðar. Það er vulkansuðu að þakka að gúmmí er hægt að nota í dekk, skósóla, slöngur og ótalmargt annað. Þetta var eitt mikilvægasta tækniafrek 19. aldar.


Útskýring: ,,Vulcanization” er ferli þar sem gúmmísameindir eru efnafræðilega tengdar saman með hita og þrýstingi við lífræn/ólífræn efni. Gúmmíið sem er efnafræðilega tengt saman kallast vulkansuða.


Varð Charles Goodyear þá auðugur af þessum sökum? Því miður nei. Hann hélt áfram að berjast fjárhagslega alla ævi, lenti í deilum við aðra uppfinningamenn um gildi einkaleyfis síns og kom í veg fyrir að hann gæti hagnast á því. Á sama tíma fékk Clarissa, kona hans, berkla og stór hluti tekna fjölskyldunnar fór í lækniskostnað hennar og umfangsmikil ferðalög í leit að lækningu. Clarissa lést árið 1848, 39 ára að aldri, og eftir stóðu sex börn, á aldrinum 4-17 ára.
Goodyear var 54 ára gamall og átti enn í erfiðleikum með að verja einkaleyfi sín og markaðssetja uppfinningu sína. Hann giftist Mary Starr sem var 40 ára gömul (hún hafði ekki verið gift áður) og þau áttu eftir að eignast tvö börn. Hjónabandið var ánægjulegt en Goodyear átti ekki að njóta þess lengi.
Goodyear varð fyrir skaðlegum áhrifum margra ára innöndun af völdum hættulegra efna og veiktist til óbóta á hóteli í New York þann 1. júlí 1860 og lést síðar sama dag. Hann var 59 ára þegar hann lést, auralaus og skuldugur.


Tæpum 40 árum síðar var hjólbarða- og gúmmíi fyrirtækið Goodyear, sem Frank Seiberling stofnaði í Akron í Ohio, nefnt til heiðurs Charles Goodyear. Hvorki Charles Goodyear né nokkur í fjölskyldu hans tengdust fyrirtækinu.


Sagnfræðingurinn Samuel Eliot Morrison velti fyrir sér afrekum Goodyears og sagði: „Sagan um Goodyear og uppgötvun hans á efnasuðunni er ein sú áhugaverðasta og lærdómsríkasta í sögu vísinda og iðnaðar.“ En eins og hann bætti við: „Þetta er líka epísk saga um þjáningar og sigur mannsins, því líf Goodyears var nánast samfelld barátta gegn fátækt og heilsuleysi.“ Goodyear var sjálfur heimspekingur um að hann hefði ekki náð fjárhagslegum árangri og skrifaði að hann væri ekki tilbúinn að kvarta yfir því að hann hefði plantað og aðrir hefðu safnað ávöxtunum. Ekki ætti að meta kosti starfsframa í lífinu eingöngu út frá stöðluðum dollurum og krónum, eins og of oft er gert. Maðurinn hefur bara ástæðu til að sjá eftir því þegar hann sáir og enginn uppsker.“

Heimild: A Daly Dose Of History á Facebook

Þýddi og skrásetti: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: yfirlestur.is

Formáli að Saga hestvagna á tímum Charles IIFormáli að Saga hestvagna á tímum Charles II

0 Comments

,,Chi va piano, va sano.”
Sá sem fer hægt, fer heilbrigður ítalskt spakmæli


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2023/03/historyofcoaches00thru_0010.jpg
Sennilega fyrsti ,,Félags” vagninn eign Keisarans í Þýskalandi 1700. Fyrir börn. Ætli þessi hafa ,,lifað” af? 323 ár. Núna 2023!

Vorið 1876. Var ég beðin um af félagi um eflingu lista, iðnaðar og verslunar að undirbúa röð fyrirlestra um vagnasmíði. Ég valdi að flétta sögu listar inn sem líklegra var til að verða skemmtilegra en tæknilegar lýsingar um aðferðir við smíði farartækja. Ég þurfti samúð almennings í listinni. Verulega mikilvægt fyrir þessarar aldar kröfur. Auk þess sem ég beindi athygli handverksfólks iðngreina okkar að þeim grundvallar reglum sem gilda um smíði vagna. Ég þarf vart að bæta við að ég fékk frá félagi listamanna alla þá aðstoð sem það hafði á sínu valdi við að semja efni fyrirlestranna og einnig við gerð þeirra fjölmörgu skýringarmynda sem þeir voru sýndir með; þeir hjálpuðu enn fremur til við að útvega mjög mikla aðsókn handverksmanna, atvinnurekenda og listamanna,

Who goes softly, goes safely.

ásamt öðrum sem áhuga hafa á menntun í vagnasmíði. Ég flutti fyrirlestrana i nóvember og desember í fyrra, í stóra herberginu þeirra við John Street, Adelphi. Það er óskandi að þessir fyrirlestrar verði endurútgefnir í upprunalegu formi. Ég átti mjög erfitt með að skilja lögun farartækjanna sem forfeður okkar notuðu vegna þess að ekki var um að ræða frásögn eða lýsingu á nokkurn hátt. Einnig vegna mjög óljósra lýsinga í bókum um þetta efni, sem þó voru ekki alltaf skrifaðar í tæknilegum tilgangi. Leit þurfti í bókum og rannsaka málverk og gömul grafíkverk. Þannig gekk ég úr skugga um form hinna eldri vagna. Auðvitað var bæði tími minn og tíma gluggi takmarkaðar við nokkra mánuði. Ég er í litlum vafa um að stórar og ríkar námur sé en eftir óséðar. Engu að síður er ég glaður að taka á móti öllum upplýsingum sem stækki og breikka núverandi þekkingu. Til gæti verið en í Englandi og erlendis gamlir vagnar sem eiga skilið lýsingu og mynd áður en þeir farast; of umfangsmiklir til varðveislu í alþjóða söfnum. Fágætar bækur eða textar gætu en þá verið til í mörgum bókasöfnum sem hægt væri að ská einnig skráning á því sem listamenn vagnasmíðinnar skilja eftir sig að lífslokum. Öllum samskiptum verður þakksamlega haldið til haga á aðgengilegum stað til aðstoðar framtíðar skráningarmönnum sem tíma hafa aflögu til að útbúa heildrænni og þéttari skráningar en ég af sögu vagnasmíða.

Giftingarvagn Hertogans af Saxlandi. Smíðaður 1584. Ætli þessi hafi ,,lifað” af 439 ár? Núna 2023!


G.A. Thrupp

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Fara og lesa 1 kafla

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum:

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y. ,Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”
D. Dalzell & Sons, South Egremont, Mass The Spring Perch Co., Bridgeport, Conn.

.

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í Öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskyldum ,,þriggja bolta póstinum” Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega, kynninguna af ,,öxulpúðinn” til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagna iðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstralega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað, fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagna framleiðanda í þessari borg og annar staðar, undir stöðugu eftirliti prófanna sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði til gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐA ÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkominn og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205