Tag: 1889

Dauðadals Borax vagna myndasafn!Dauðadals Borax vagna myndasafn!

0 Comments

Áhugaverð myndbönd um vaganna og notkun þeirra neðst í póstinum!


Tuttugu Múldýr með Borax -vagna og einn vagna með vatni einhver staðar í Dauðadalnum í Suður Kaliforníu sirka um 1890. Heimild: Western Mining History Facebook.


20 Múldýra teymið. Þegar þessi myndir voru teknar 1890 var komið að lokum flutninga Borax. Á næsta ári kemur járnbrautarspor í Borax-námurnar múldýrunum úr starfi, flestum þeirra var sleppt út í náttúruna. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is skráning Friðrik Kjartansson.

Múldýrin 18 og tvö hross fest í 80 feta keðja lá alla röðina sem dýrin voru spennt í. Þótt Kúskurinn-“MuleSkinner”, hafi svipu með handfangi um sex fet og 22 feta svipu var hans aðalhlutverk að gefa fyrirmæli við að hagræða þessari keðju sem var kölluð bjána lína. Kúskar teymisins sáu um að beisla múlasnana á hverjum morgni. Tveir hestar fóru fyrir hópnum. Þótt hestarnir væru stærri en múlasnarnir og hefðu meiri styrk til að koma vögnunum á hreyfingu hentuðu þeir ekki eins vel inn í eyðimörkinni og múlasnarnir. Mule Skinner hefur unnið sér inn 100 til 120 dali á mánuði, mjög há laun fyrir vinnu sína. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is Skráning Friðrik Kjartansson

18 múldýr 2 hestar og 20 manna lið sem þurfti til að knýja Bótox vagnanna. 18 múldýr og tveir hesta sem voru spenntir fyrir stóra vagna sem fluttu bótox úr Dauðadal í Kaliforníu frá 1883 til 1889. Teymin fóru frá námum yfir Mojave-eyðimörkina að næsta járnbrautarspori sem var í 165 mílna fjarlægð í Mojave CA. Þýðing: Vélþýðing.is Yfirlestur: Yfirlestur.is Skráning: Friðrik Kjartansson. Heimild: OLD WEST LEGENDS,Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook 3 myndir talið ofanfrá.








Myndband um hvernig vagnarnir voru notaðir og hverning Múldýrunum var stýrt!



Hefð að aka Borax vögnunum ásamt fleirum síðan 1967

Dauðadals vagnlestin síðan 1967

Dave í Montana að skila og prufu aka ,,nýju” vögnunum!

Borax vagnarnir endurbyggðir af Dave í Montana!

Horfið á þjálfaðan vagnasmið til 42 ára vinna krefjandi verk!

Hröð yfirferð á smíði Borax vaganna frá Dave í Montana!

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt, varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu men hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson, ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi, ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honum hafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.
Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkunum miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn séu til eru orðnir safngripir.

Yfirlestur Friðrik Kjartansson með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: [email protected]