Tag: 1876

Formáli að Saga hestvagna á tímum Charles IIFormáli að Saga hestvagna á tímum Charles II

0 Comments

,,Chi va piano, va sano.”
Sá sem fer hægt, fer heilbrigður ítalskt spakmæli


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2023/03/historyofcoaches00thru_0010.jpg
Sennilega fyrsti ,,Félags” vagninn eign Keisarans í Þýskalandi 1700. Fyrir börn. Ætli þessi hafa ,,lifað” af? 323 ár. Núna 2023!

Vorið 1876. Var ég beðin um af félagi um eflingu lista, iðnaðar og verslunar að undirbúa röð fyrirlestra um vagnasmíði. Ég valdi að flétta sögu listar inn sem líklegra var til að verða skemmtilegra en tæknilegar lýsingar um aðferðir við smíði farartækja. Ég þurfti samúð almennings í listinni. Verulega mikilvægt fyrir þessarar aldar kröfur. Auk þess sem ég beindi athygli handverksfólks iðngreina okkar að þeim grundvallar reglum sem gilda um smíði vagna. Ég þarf vart að bæta við að ég fékk frá félagi listamanna alla þá aðstoð sem það hafði á sínu valdi við að semja efni fyrirlestranna og einnig við gerð þeirra fjölmörgu skýringarmynda sem þeir voru sýndir með; þeir hjálpuðu enn fremur til við að útvega mjög mikla aðsókn handverksmanna, atvinnurekenda og listamanna,

Who goes softly, goes safely.

ásamt öðrum sem áhuga hafa á menntun í vagnasmíði. Ég flutti fyrirlestrana i nóvember og desember í fyrra, í stóra herberginu þeirra við John Street, Adelphi. Það er óskandi að þessir fyrirlestrar verði endurútgefnir í upprunalegu formi. Ég átti mjög erfitt með að skilja lögun farartækjanna sem forfeður okkar notuðu vegna þess að ekki var um að ræða frásögn eða lýsingu á nokkurn hátt. Einnig vegna mjög óljósra lýsinga í bókum um þetta efni, sem þó voru ekki alltaf skrifaðar í tæknilegum tilgangi. Leit þurfti í bókum og rannsaka málverk og gömul grafíkverk. Þannig gekk ég úr skugga um form hinna eldri vagna. Auðvitað var bæði tími minn og tíma gluggi takmarkaðar við nokkra mánuði. Ég er í litlum vafa um að stórar og ríkar námur sé en eftir óséðar. Engu að síður er ég glaður að taka á móti öllum upplýsingum sem stækki og breikka núverandi þekkingu. Til gæti verið en í Englandi og erlendis gamlir vagnar sem eiga skilið lýsingu og mynd áður en þeir farast; of umfangsmiklir til varðveislu í alþjóða söfnum. Fágætar bækur eða textar gætu en þá verið til í mörgum bókasöfnum sem hægt væri að ská einnig skráning á því sem listamenn vagnasmíðinnar skilja eftir sig að lífslokum. Öllum samskiptum verður þakksamlega haldið til haga á aðgengilegum stað til aðstoðar framtíðar skráningarmönnum sem tíma hafa aflögu til að útbúa heildrænni og þéttari skráningar en ég af sögu vagnasmíða.

Giftingarvagn Hertogans af Saxlandi. Smíðaður 1584. Ætli þessi hafi ,,lifað” af 439 ár? Núna 2023!


G.A. Thrupp

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Fara og lesa 1 kafla

Victor Lelorieux #1Victor Lelorieux #1

0 Comments

Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.


Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.

þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.


Aðferð við að aka torfærar brekkur #1Aðferð við að aka torfærar brekkur #1

0 Comments

Í október 1876 ályktaði Charles Goodnight að Palo Doro Canyon yrði frábær heimabúgarður. Viðráðanlegt var að flytja nautgripina yfir gilið í einu lagi. Þröng skriða eða skor var notuð til að láta eldhús vagnanna síga niður. Kúrekarnir hans stóðu frammi fyrir því stórkostlega verkefni að koma vagninum, nautgripum og birgðum niður 213 metra vehttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/09/Kadlarnir-og-blakkirnar-sem-notadir-voru-3-e1663239055872.jpggg í gilið. Þegar mennirnir létu vagninn síga niður bröttu hlíðina, notuðu þeir múldýrin með því að hlaða þau með þungum birgðum og rákuhttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/09/Wagon-til-i-brekkurnar.jpg nautgripina niður á gil botn. Til þess að láta vagninn síga var notað blokk og festur. Blokkin og stífufestingar gátu þannig þolað óhóflega þungt hlass. Slíkar stífufestingar oft notaðar við til að hjálpa vögnum til að komast yfir ár líka. Oft var þetta kölluð Manila lína ( reipi ). En hættulegra en nautgripa dregna vagna var að fara yfir Klettafjöllin ( Rocky Montains ) með hesta og uxa vagna og láta þá síga niður brattann til að komast leiðar sinnar.