Meistarinn #64

0 Comments 11:12


G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.