Tag: þungaflutninga vagnar

Útskýringar á nafngiftum Rómverskra vagnaÚtskýringar á nafngiftum Rómverskra vagna

0 Comments

Ýmsir ferðamátar um Róm til forna


Ferðamáti og gerð farartækisVegalengd á dag
(mílur/dagur)
LýsingAðal notkun
Fótgangandi12 – 16Manna fætur.Askonar
Burðarstóll1-3Sex þrælar báru sem nam umhverfis þorpNotað til stuttra ferða.
Hestur30-35Hestur.Flutningur á 1 til 2 manneskjum.
Plaustrum10 – 15Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga.Þungaflutningar.
Essedum25-30Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum.Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt).
Cisium25-30Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar.Flutningur á manneskjum
Raeda20-25Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra.Flutningur á manneskjum
Carpentum20-25Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum.Flutningur á einni ríkri manneskju.
Carruca20-25Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö.Flutningur á tveimur ríkum manneskjum
Cursus clabularis20-25Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum.Flutningur á herbúnaði.

Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.

Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi.

Olíu flutninga vagn #1Olíu flutninga vagn #1

0 Comments

Algjörlega upprunalegur!


Upplýsingar ekki fyrir hendi en er staðsettur í Englandi. Smíða ár ekki tilgreint.

Vagninn var byggður til að bera á milli 3 til 4 tonn kannski meira. Það met ég út frá uppbyggingu undirvagnsins ( the gear). Gengju teinn/skrúfteinninn með hjólið ofan á vinstra megin í myndinni, er til að bremsa og taka bremsurnar af og hefur þurft að vera öflugt enda sýnist manni það.

Þýðing og skráning Friðrik Kjartansson. Yfirlestur: yfirlestur.is Heimild: Myndir fengnar að láni hjá The Antique Carriage Collectors Club Facebook.

Póstvagn #1Póstvagn #1

0 Comments

Nákvæm eftirsmíði!


Eftirgerð smíðuð af Don Leonard frá Pulaski í Illinois. Þessi vagn hefur aldrei verið notaður og alltaf geymdur inni. í besta ástandi sem finnst í USA. Verð: 25.000 dollarar. Póstvagninn er staðsettur einhverstaðar í Greenville Ohio USA. Heimild: Carriages for sale and wanted north america only Facebook

Takið eftir fjöðrunar búnaðinum, leðólar undir yfirbygguna sem hengdar eru í nokkurskonar C gálga.








Eldhúsvagnar USA óþekkt staðsetningEldhúsvagnar USA óþekkt staðsetning

0 Comments

Chuck Wagon!


Hefðbundin miðdegisstaða fyrir nautgripabændur. Engir eldar loga og flestir að melta eftir kássu eða salt svínakjöt og kex sem er skolað niður með kaffi. Nautgripahjörð þurfti beit & hvíld eftir akstur morgunsins sem hófst fyrir kl. 6. Fengið að lán hjá John Clark á Facebook

Hefðbundin miðdegisstaða fyrir nautgripabændur. Engir eldar loga og flestir að melta eftir kássu eða salt svínakjöt og kex sem er skolað niður með kaffi. Nautgripahjörð þurfti beit & hvíld eftir akstur morgunsins sem hófst fyrir kl. 6. Fengið að lán hjá John Clark á Facebook

Kúrekar að njóta matmálstíma við eldhúsvagninn sinn (Chuck Wagon) einhverstaðar í USA. Mynd fengin að láni frá Old West Remembered Facebook.

John Deere Triumph Chuck Wagon #1John Deere Triumph Chuck Wagon #1

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon) bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunar aðstöðuna. Verkfæra eða birgðakassi með loki, fram á undir fót hvílunni.

Wayne’s Wagon Works in Amarillo,Texas, er með þennan. John Deere Triumph chuck wagon.

Myndir fengnar að láni á Wagon Masters Facebook


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð

Liturinn á yfirbyggunni er fölur svona eins og við mundum kalla í dag, hálfþekjandi. En líklega er þetta málað með Seed Olíu eða lífrænni olíu og settur svolítill litur í. Á þessari mynd er vagninn strípaður af öllu sem átti að fylgja þeim frá verksmiðju

Hér sjáum við hvar búið er að saga tré boganna á ská að ofan. Myndirnar af vagninum nýuppgerðum upplýsa hvernig þetta var í upphafi.

Gömul áletrun máluð í gegn um stimpil á sínum tíma

Heillegur og myndarlegur vagn sem gott er að koma í rétt stand.

Hér sjáum við merkilegan hlut. ,,Skein” á ensku, járnhólkar sem þið sjáið í hverfa inn í hjólnafið báðum megin sem er svo fest með flatjárni undir öxulinn ásamt járnhring utan um endanna á járnhólknum innan við Nafið. Hólkurinn (Skein) er líka skrúfaður beint inn í öxulinn í endana bak við hjólnafið þannig að taka þarf hjólin af til að losa þá skrúfu sem er nokkuð löng og við köllum stundum franskar skrúfur. Þessi útbúnaður tók við af berstrípaðri Eik sem var þá slitflötur hjólsins og öxulendi.



Uppgerður að fullu





Teikning af undirvagni fyrir Wagon. Ofan á þetta var hægt að setja margar gerðir af yfir byggingum. Í USA er þessi samstæða kölluð ,,Running Gear”