Tag: hestar

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá topp vagnasmið. Hér er hlekkurinn: https://carriages-schroven.com/carriages/

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-1-scaled.jpgFrá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Á hlaðinu heima ásamt texta USA!Á hlaðinu heima ásamt texta USA!

0 Comments

Hér eru og verða margir gullmolar í formi mynda!


Á hlaðinu heima í Nebraska 1890. Fengið að láni frá Old Photos á Facebook.

Frumbyggja fjölskylda í Nebraska 1888
Heimild: Fengið að láni frá Old Photos Facebook

Í fjóra áratugi sat fyrrverandi forstöðumaður heimastjórnar, Solomon D. Butcher, fyrir hjá fjölskyldum forstöðumanna og búfénaði þeirra fyrir framan fátæk heimili þeirra í miðhluta ríkisins. Árið 1886. Tveimur árum eftir William H. Moore Sr. og fjölskylda hans flutti frá Elkhart-sýslu í Indiana til heimahaganna nálægt Sargent í Custer-sýslu. Butcher ljósmyndaði Hoosiers-hjónin fyrrverandi á heimili þeirra.

Bóndabær í Nebraska, Custer Co 1887
Stórmerkileg mynd. Fyrir það fyrsta sjáum við hús sem er hlaðið úr torfi og sennileg einhverju grjóti á svolítið annan hátt en Íslendingar gerðu á þessum árum. Svo sjáum við plóg sem hefur líklega verið með nauðsynlegustu amboðunum ásamt hestunum og Uxum og kúm. Eitthvert af þessum dýrategundum drógu plóginn, sem var undirstaða matvælaræktunar og framleiðslu að minnsta kosti fyrir fjölskylduna. Við sjáum svo Hverfistein svo hægt væri að halda biti í öllum þeim verkfærum sem þurftu bit. Síðast en ekki síst ásamt myndarlegu heimilisfólki sjáum við hestvagninn, lífæðin fyrir fjölskylduna til þéttbýlisins. Á hestvagninum virðast vera tunnur sem ábyggilega eiga að innihalda matvæli sem búið er að rækta eða þá aðföng úr þéttbýlinu.
Frásögn skrifaði: Friðrik Kjartansson
Mynd fengin að láni á Old America Photos Facebook

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn til nota á býlinu. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka sem nota má sem t.d. heygrind fyrir búfénaði þegar hún er ekki í notkun. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar. Engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og kerran er vel máluð.