Tag: aurhlifar

Óþekkt tegund í Þýskalandi #1Óþekkt tegund í Þýskalandi #1

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum -sætum. Körfuvagni!


Vagninn er með körfusæti sem gæti verið tilvísun í körfu -vagn og þar með eftirlíking af honum



Vagninn er svo sem ekki ósvipaður Pæton en samt er ekki hægt að negla gerðin niður. Þetta eintak þarf uppgerð og þá verður hann augnakonfekt. Mér er aldurinn ekki kunnur en giska á að hann sé smíðaður snemma á 20 öldinni.

Svolítið sérstök aurhlífin til hliðar við framsætið og ofan við uppstigið. En samt snilldarlega leyst.

Hólkurinn upp úr brettinu er sennilega fyrir svipuna.

Flott aurbretti og gerðalegur baksvipur.

ED KÜHLSTEIN BERLIN er stimplað á hjólkoppanna en það er örugglega fyrirtækið eða einstaklingurinn sem smíðið vagninn

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is