Category: uncategorized

Prest Pæton körfuvagn #4Prest Pæton körfuvagn #4

0 Comments

Frá Flæmingjalandi, Prest Pæton. Gegnheil yfirbygging, allur málmur er heill og með sköftum/dráttarkjálkum. Hjólin eru slæm. Var keyptur til að gera upp en hefur breyst. $650 staðsett nálægt Virginíu. Fredericksburg,


Tímans tönn hefur beitt sér!


Skilti frá framleiðanda. Erfitt er að lesa úr þessu en möguleiki er að hann hafi verið smíðaður 1895?

Pæton í Þýskalandi #3Pæton í Þýskalandi #3

0 Comments

Svolítið út í eftirlíkingu af fléttuðum sætum. Körfuvagni!









Dauðadals Borax vagna myndasafn!Dauðadals Borax vagna myndasafn!

0 Comments

Áhugaverð myndbönd um vagnana og notkun þeirra eru neðst í póstinum!


Tuttugu múldýr með Borax-vagna og einn vagn með vatni einhvers staðar í Dauðadalnum í Suður-Kaliforníu sirka um 1890. Heimild: Western Mining History Facebook.


Múldýrateymið. Þegar þessar myndir voru teknar 1890 var komið að lokum flutninga Borax. Á næsta ári kemur járnbrautarspor í Borax-námurnar sem ýtir múldýrunum úr starfi, flestum þeirra var sleppt út í náttúruna.


Múldýrin 18 og tvö hross voru fest í 80 feta keðju sem lá alla röðina sem dýrin voru spennt í. Þótt kúskurinn, „MuleSkinner“, hafi svipu með handfangi um sex fet og 22 feta svipu var hans aðalhlutverk að gefa fyrirmæli við að hagræða þessari keðju sem var kölluð bjánalína. Kúskar teymisins sáu um að beisla múlasnana á hverjum morgni. Tveir hestar fóru fyrir hópnum. Þótt hestarnir væru stærri en múlasnarnir og hefðu meiri styrk til að koma vögnunum á hreyfingu hentuðu þeir ekki eins vel inni í eyðimörkinni og múlasnarnir. Mule Skinner hefur unnið sér inn 100 til 120 dali á mánuði, mjög há laun fyrir vinnu sína.


18 múldýr, tveir hestar og 20 manna lið sem þurfti til að knýja Bótox-vagnana. 18 múldýr og tveir hestar sem voru spenntir fyrir stóra vagna sem fluttu Bótox úr Dauðadal í Kaliforníu frá 1883 til 1889. Teymin fóru frá námum yfir Mojave-eyðimörkina að næsta járnbrautarspori sem var í 165 mílna fjarlægð frá Mojave CA.









Myndband um hvernig vagnarnir voru notaðir og hvernig Múldýrunum var stýrt!



Hefð er komin á að aka Borax-vögnunum ásamt fleirum síðan 1967

Dauðadals vagnlestin síðan 1967

Dave vagnsmiður frá Montana að skila og prufuaka „nýju“ vögnunum!

Borax vagnarnir endurbyggðir af Dave í Montana!

Horfið á þjálfaðan vagnasmið til 42 ára vinna krefjandi verk!

Hröð yfirferð á smíði Borax-vagnanna frá Dave í Montana!

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Heimild: OLD WEST LEGENDS, Outlaws, Gunfighters, Lawmen Facebook 3 myndir taldar ofan frá.

Yfirlestur: malfridur.is

Léttavagn frá 1860 til 1869 #1Léttavagn frá 1860 til 1869 #1

0 Comments

Buggy eins og hún heitir á frummálinu, einstaklega fallegt eintak!


Olmsted Falls geymir þessa gullfallegu léttakerru (Buggy). Stór glæsileg léttakerra smíðuð 1860 til 1869 eða á þeim áratug. Uppgerð í það ástand sem eru gæði fyrir safn fyrir einhverjum árum síðan. Það finnst ekki betra eintak af orginal léttakerru. Alltaf geymd inni við bestu aðstæður, raka og hita. Getur aðeins verið sýnd áhugasömum með fyrir fram pöntun á tíma.









Þýðandi og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Wagon Buggy #1Wagon Buggy #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðarhjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál. Framhjól 38″ eða 96,52 cm Afturhjól 42″ eða 106,68 cm Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm Dráttarsköft 78 frá Single tree eru 198,12 cm, heildarlengd 962 eða 243,84 cm. Vagnskúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm. Vagninn er 84″ eða 213,36 cm, heildarhæð X 68″ eða 172,72 cm. Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192 cm og heildarlengd með dráttarsköftum er 487,68 cm.


Wagnon Buggy hlýtur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/léttavagns)









Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsylvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Yfirlestur: malfridur.is

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1. 1– Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum. Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði. Niðurtekin afturöxull til að geta aftur fellt gólfið niður til frekara rýmis.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 3810. Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí, líklega líka konfekt, annaðhvort í búðirnar eða til almennings. Útbúinn með lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið. Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097,28 cm x hæð 121,92 cm


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Á hlaðinu heima ásamt texta USA!Á hlaðinu heima ásamt texta USA!

0 Comments

Hér eru og verða margir gullmolar í formi mynda!


Á hlaðinu heima í Nebraska 1890. Fengið að láni frá Old Photos á Facebook.


Nýbýlisfjölskylda í Nebraska 1888. Heimild: Fengið að láni frá Old Photos Facebook


Í fjóra áratugi sat fyrrverandi forstöðumaður heimastjórnar, Solomon D. Butcher, fyrir hjá fjölskyldum forstöðumanna og búfénaði þeirra fyrir framan fátæk heimili þeirra í miðhluta ríkisins. Árið 1886. Tveimur árum eftir að William H. Moore Sr. og fjölskylda hans flutti frá Elkhart-sýslu í Indiana til heimahaganna nálægt Sargent í Custer-sýslu. Butcher ljósmyndaði Hoosiers-hjónin fyrrverandi á heimili þeirra.


Bóndabær í Nebraska, Custer Co 1887. Stórmerkileg mynd. Fyrir það fyrsta sjáum við hús sem er hlaðið úr torfi og sennilega einhverju grjóti á svolítið annan hátt en Íslendingar gerðu á þessum árum. Svo sjáum við plóg sem hefur líklega verið með nauðsynlegustu amboðunum ásamt hestunum og uxum og kúm. Eitthvert af þessum dýrategundum dró plóginn, sem var undirstaða matvælaræktunar og framleiðslu að minnsta kosti fyrir fjölskylduna. Við sjáum svo Hverfistein svo hægt væri að halda biti í öllum þeim verkfærum sem þurftu bit. Síðast en ekki síst ásamt myndarlegu heimilisfólki sjáum við hestvagninn, lífæðin fyrir fjölskylduna til þéttbýlisins. Á hestvagninum virðast vera tunnur sem ábyggilega eiga að innihalda matvæli sem búið er að rækta eða þá aðföng úr þéttbýlinu.
Frásögn skrifaði: Friðrik Kjartansson. Mynd fengin að láni á Old America Photos Facebook.

Þýðing og skránsetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridru.is

Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!Daði Sigurðson fyrrum bóndi segir frá!

0 Comments

Upplifanir og frásagnir um vagnasmíði á Íslandi!


Nýlega var ég að skoða myndir á netinu sem sýna hvernig smíðuð eru vagnhjól úr tré, svokölluð pílárahjól. Aðferðirnar virðast vera býsna þróaðar og beita smiðirnir mikilli færni við verkið. Einnig eru verkfæri þeirra mörg hver sérhæfð og talsvert flókin að gerð en byggja á gamalli tækni. Samt sjást þeir nota nútíma rennibekki og hulsubora sem ekki þekktust áður fyrr. Járngjarðirnar er nú hægt að rafsjóða saman, en fyrr meir var ekki um annað að ræða en eldsjóða þær. “Vagnamenning” í okkar landi var ekki mikil, byrjaði seint og stóð stutt,

varla nema áttatíu ár. Tæplega notaðir nema tveggja hjóla hestvagnar. Samt munu menn hafa náð tökum á að smíða svona hjól. Um það veit ég samt grátlega lítið. Samt þekkti ég mann sem á ungum aldri var sendur úr sinni heimasveit, Hvolhreppi, austur undir Eyjafjöll með léleg vagnhjól sem skyldi endursmíða. Þessi maður var Jón Ingi Jónsson ( 1911-1996 ) sem lengi var bóndi í minni heimasveit, Fljótshlíð, mikill úrvalsmaður og lagtækur vel. Hefur hann eflaust orðið að liði við smíðarnar. Smiðurinn var aftur á móti Sigurjón Magnússon í Hvammi ( 1889-1969 ). Hann var einn þessara manna sem virtist geta smíðað hvað sem var. Hann var jafnvígur á tré- og málmsmíði og jafnt grófa smíði sem fína og ég þykist vita að honumhafi ekki orðið skotaskuld úr að koma saman vagnhjólum. Þó hygg ég hann ekki hafa átt nein sérhæfð verkfæri til þeirra hluta en það hefur hann bætt upp með hyggjuvitinu. Kristinn Jónsson, alltaf nefndur vagnasmiður, sem var langafkastamestur við vagnasmíði, taldi að vagnhjól hafi ekki borist hingað til lands fyrr en 1874. Þó eru óljósar sagnir um að stöku vagnar hafi verið til fyrr en notkun þeirra hefur þá verið það lítil að hún skipti engum sköpum. Þessi hjól voru gjöf Kristjáns konungs til bænda í Grímsnesinu, Lofts Gíslasonar. Vitað er að þau voru lengi í notkun. Torfi Bjarnason í Ólafsdal hóf að smíða vagnhjól 1882 og kenndi nemendum í skóla sínum að smíða og nota vagna. Þar mun einungis hafa verið um að ræða tveggja hjóla kerrur. Fólksflutningavagnar á fjórum hjólum komu ekki til sögunnar fyrr en 1900, en þá hófust póstferðir frá Reykjavík að Ægissíðu. Áðurnefndur Kristinn Jónsson hóf að smíða og gera við vagna 1904. Hann starfaði eingöngu við það til 1917, en þá smíðaði hann yfir fyrsta bílinn og stundaði það lengi síðan. Rak hann talsvert umsvifamikið verkstæði sem varð með tímanum vel búið tækjum.

Þegar kom fram um miðja tuttugustu öldina munu hestvagnar í notkun hafa verið fleiri en bændabýlin í landinu. Þá áttu allir bændur orðið vagn, sumir tvo, og stöku bændur fleiri. Mjög fjaraði undan hestvagnanotkun miðja öldina og þar sem ég þekkti til var notkun þeirra hverfandi eftir 1960. Á þessum tíma urðu dráttarvélar allsráðandi í búskap og bílar voru talsvert fyrr teknir við hlutverki vagnanna í þéttbýli svo þeir fáu vagnar sem enn eru til séu orðnir safngripir.

Með kærum þökkum til Daða fyrir frábæra frásögn og framlag til þessa verkefnis

Yfirlestur: malfridur.is

Myndskreyting Friðrik Kjartansson

P.S. Ef þú hefur frásögn sama hversu lítil sem hún er er þér velkomið að hafa samband. Rafpóstur: elonfk@gmail.com

Póstvagnar í Norður AmeríkuPóstvagnar í Norður Ameríku

0 Comments

Hulin goðsagnakenndum sögubrotum!








Roman vagnar Stóra Bretlands #1Roman vagnar Stóra Bretlands #1

0 Comments















Yfirlestur: malfridur.is

Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Pæton Brake #2Pæton Brake #2

0 Comments

Í Portúgal, Golega

1901 Pæton Brake heitir brake vegna þess að framhjólin ganga undir bogann undir sætinu. Þessi Pæton tekur að minnsta kosti átta farþega með kúskinum. Þessi ætti því að vera lipur í þröngum aðstæðum. Þetta eintak hefur þörf fyrir heildaruppgerð; ástandið er orðið þannig að aðeins algjörs niðurrifs og uppbyggingar er þörf ásamt málaravinnu. Vagninn er samt vel heillegur og viðráðanlegur í uppgerð.


Öflugt og vel skapað járnverk.


Bremsubúnaðurinn er vel vandaður miðað við sambærilega vagna þessa tíma og gerðar. Uppstigin eru líka sterklega og vönduð til að endast.



Afsakið léleg myndgæði.




Þýðing og skrásetning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Gamla Vestrið: Goðsagnir, mýtur og Oregon-slóðin #1Gamla Vestrið: Goðsagnir, mýtur og Oregon-slóðin #1

0 Comments

Sögur aðallega tengdar Oregon-slóðinni! #1

Hó! Fyrir Oregon og Kaliforníu

Mynd 1. James og Margaret Reed

14. apríl 1846, fyrir 176 árum, fluttist Reed og Donner-hópurinn frá Springfield, Illinois. Sagt var frá brottför þeirra í Sangomo Journal, Springfield, Illinois, 23. apríl 1846, undir þeirri fyrirsögn sem prýðir þessa frásögn. Hópurinn sem héðan fór í síðustu viku taldi 15 karla, 8 konur og 16 börn. Þau höfðu níu vagna til fararinnar. Þau voru í góðu ferðaskapi og við treystum á að þau næðu áfangastað.

Mynd 2. Hvernig á að hlaða vagn í 1840 stílnum

 

Mynd 3. Vagn

Í endurminningum sínum frá 1891 minntist Virginia Reed Donner-Reeds fjölskyldnanna. Aldrei get ég gleymt morgninum er við kvöddum ættingja og vini. Donnarnir voru þarna og höfðu komið kvöldið áður með fjölskyldur sínar til að geta lagt snemma af stað daginn eftir. Amma Keyes var borin út úr húsinu og sett í vagninum á fjaðrarúmi ásamt nógu af púðum. Synir hennar báðu hana um að fara ekki og klára ævi sína hjá þeim. Amma Keyes mátti ekki með nokkru móti skilja við einkadóttur sína. Við vorum umkringd ástvinum og þarna stóðu allir mínir litlu skólafélagar sem voru komnir til að kyssa mig, bless. Pabbi minn var með tár í augum og smá bros þegar hver vinurinn af fætur öðrum greip í hönd hans á síðustu kveðjustundinni. Loks sveifluðu kúskarnir svipum sínum og nautin færðu sig hægt af stað og langa ferðin var hafin …

Mynd 4. Vel slitnar Uxa skeifur

Margir vinir fylgdu okkur fyrstu nóttina og tjölduðu með okkur og frændur mínir ferðuðust en áfram í nokkra daga áður en þeir kvöddu svo endanlega. Kannski sýndist það vera skrýtið að ferðast með Uxateymi og við börnin vorum hrædd við Uxana. Ímynduðum við okkur að Uxarnir gætu farið með okkur hvert sem er svona án beislis.

Heimild Facebook Diana Pratt-Simar

Yfirlestur: malfridur.is
Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson

Frábært heimildarmyndband af heildarferðinni og þar kemur meira fram en í greininni



RÚV

Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Fyrri þáttur!

Í ljósi sögunnar. Vera Illugadóttir umsjón og les ásamt öðrum Seinni þáttur!

Bænda vagn eða hey rekki!Bænda vagn eða hey rekki!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Forn list og aflfræði!Forn list og aflfræði!

0 Comments

Aflfræði í vagnhjólasmíði!

Fyrsti kafli

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Louis_Agassiz_H6-scaled.jpg
Prófess Agassiz

 

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Temple-of-Hatshepsut-Dayr-al-Bahri-Egypt-Thebes.jpg
Thebes hofið

Á því herrans ári 1850 opnaði prófessor Agassiz í Boston elsta grafreit listamanns sem sótti þetta land heim; hann hét: ,,God Thoth-aunkh,” tæknimeistari sem dó fyrir 2,800 árum og af fjölda mynda sem fundust af hjólum í hofi Thebes í Egyptalandi þar sem hann starfaði. Ályktuðum við að hann væri elsti hjólasmiðurinn á skrá. Í öllu falli er það frábær staðreynd að hjóli frá hans tíma skuli vera að mörgu í samræmi við hluta af hjólum sem notuð eru í Evrópu í nútímanum og tæknilegur hugtökin sem notuð eru til að tákna ákveðna hluti eru eins eða svipuð sem notuð eru á okkar tímum.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/Thoth-Tarot.jpgHvar getum við fundið aðra eins list með svo óumbreytanlegum skýringum og gögnum, og þessi stöðugleiki er sprottinn af þeirri staðreynd að fornar þjóðir viðurkenndu lögmál tækninnar, og allt sem búið var til undir rökum þeirrar lögmála breyttist aldrei í grunninn, þótt forskriftin væri fjölbreytt til að þjóna vilja mannkyns.

Mestu breytingarnar hafa komið frá þessu landi (USA), sem hafa borið hjólasmíði til endamarka léttleika og samhverfu. Með þessum meiri háttar breytingum á hlutföllum eins og við höfum gert í USA, hefur hver og einn vélvirki gert það hlutfall eða breytingar að sínum til að smíða hjól. Þessar breytingar eru oft svo langt frá lögmálinu og í mörgum útgáfum að vöntun á stöðlun ætti að mæta með meiri gagnrýni og minna lofi.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/lettavagn-2/Í ljósi ofangreinds leggjum við til að birta röð erinda, og byrja á þessari, þar sem við leitumst við að safna reynslu margra hjólaframleiðenda þessa lands, með aðstoð okkar eigin reynslu til tuttugu ára, við undirbúning við með efni og hönnun.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/lokafragangur-hnotu-i-skaphurd/
Hnota í skáphurð

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya_morton_29-u-10-1/Við byrjum á að lýsa gæðum og breytileika viðarins sem er sérstaklega lagaður að léttari gerð hjóla, þekkt í faginu sem (Hickory) Hnota, sem grasafræðingar þekkja sem (Carya) (Fuglandea). Sú trégerð er flokkuð með Hnotu fjölskyldunni með það að leiðarljósi að lauf og blóm trésins sé eins löguð; hér hættir þó samlíkingin, og Hnota stendur ein eftir með gæðin. Það eru sex gerðir dreifðar um hin ýmsu fylki USA, og margar undirgerðir sem komnar eru til af jarðvegi, loftslagi o.fl.; aðeins tré af nokkrum gerðum Hnotu eru hæf í vagn smíði, allar gerðirnar nema ein eru meðhöndlaðar á sérstakan hátt og seldar í Píláragerð og eða hjólasmíði.

Trégerð númer 1.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/shagbark-hickory-carya_lauf/
Shagbark Hickory-Carya lauf

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-alba-hnota/Fyrsta tegundin er (Carya Alba) eða hvíta (Shag-Bark Hickory). Þetta tré er í blóma í maí, og tré sem vex í leirkenndri Mold er best, ef það er hoggið í fullum blóma. Þegar gróður á skógarbotninum er gamall og þykkur, er tréð mjúkt, þurrt og brothætt.
http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-alba-hnota-borkur/

Trjágerð númer 2.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/shellbark-hnota-lifandi/Önnur gerðin er ,,Carya Sulcata,” eða white shell-bark ,,Hnota” Þetta tré blómstrar í april og finnst í Vesturríkjum USA og parti afhttp://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/trees8/ Suðurríkjunum ásamt fjöllóttum parti miðríkjanna. Timbrið er rautt, mjög gróft og brothætt þegar það er þurrt, og rotnar fljótt.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/white-shell-borkur/

Trjágerð númer 3.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/bitternut-hnota-carya-amara/Þriðja gerðin er ,,Carya Amara,” eða ,,bitter nut Hickoryhttp://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/trees7/” kemur af stórri kvísl undirgerða og það blómstrar í maí. Það þrífst best í næringarríkum jarðvegi, þungri mold. Trjágerðin vex í Pennsylvaniu, New Jersey og New York. Tréð getur orðið risavaxið, mjög fínlegar trefjar, sveigjanlegt og þolir vel raka ásamt stælingu; í vondri mold eða mold sem þakin er yfirborðsjárni verður það brothætt og járnstrokið (grætur járnvökva) og er ekki nýtilegt í bestu hlutina.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-amara-borkur-hnota/

Trjágerð númer 4.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/pignut-hnota/Fjórða trjágerðin er (Carya Porcina) eða (pignut Hickory).  Þetta tré er efst í veldi Hnotunnar, ekki vegna stærðar heldur yfirburða eiginleika. Það blómstrar í maí, vex í Suðvestur New-Jersey, part af Pennsilvaniu og Delaware. Það eru nokkrir undirflokkar en allir eru besti viður. Pignut er þungt, sveigjanlegt, með mikið þanþol, næstum allt hvítt að lit og mjög skipulega vaxnar trefjar.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/pignut-hnota-borkur/

Trégerð númer 5.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-aquatica-vatns-hnota/Fimmta trégerðin er (Carya Aqutica) eða (water Hickory). Vex í blautum, mýrarkenndum jarðvegi er mjög villandi í útliti (vandasamt að bera
Kennsl á). Fínkornaðar trefjar og hvítt að lit en er ekki með mikið þanþol. Vex í hlýju loftslagi.http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/vatns-hnota-borkur/

Trégerð númer 6.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/carya-olivaforma-pecan-hnota/Sjötta trjágerðin er (Caryd Olivaforma) eða (pecan Hickory). Þetta tré vex í Suðurríkjunum, blómstrar í Louisiana og Texas; Það er

aldrei notað í smíði og byggingar.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/scolytus-trjabjalla/Hnota liggjandi á jörðinni eftir að vera felld í ótilgreindan lengri tíma, kemur til með að safna skordýrum (scolytus spinosus) líst að fullu í síðasta hefti Nafsins (the Hub). Þessi skordýr eru að mestu barkar rætur í nokkrum tegundum, og munu aðeins bora sér í harðviðinn þegar hann hefur legið óhreyfður í góðan tíma.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/jarn-ad-oxa/Súrefnið mun líka valda pílárunum og hjólunum fljótlegri öldrun og dauða í Hnotunni, ef ekki er málað; þessi áhrif virðast vera svipuð þegar járn oxar. Það er ekki ráðlegt að eiga mikinn lager af pílárum og það er engin lausn við þessari „öldrun“ nema þekja viðinn með málningu. Ysti hringur hjólsins (the Fellows) er margfalt útsettari ásamt náinu (the hub) fyrir þessari hnignun og enn veikara fyrir ef það er búið að meðhöndla viðinn með gufu sem myndar svitaholur.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/thurrafui/Hnota verður að vera geymd í uppröðuðum stöflum í súrefnissnauðu rými og rakalausu / þurru. Þegar þessi vinnubrögð eru ekki viðhöfð mun safnið brotna niður og gerjast, gefur hvítt útlit Hlyns, sem endar svo í samdrætti viðarins og þurrafúa.

Pílárar skulu aldrei vera geymdir nálægt hestastalli, þá er öruggt að ammoníakið í hestaskítnum eyðileggur jafnvel sterkasta við. Ég („ég“ er líklega höfundur greinarinnar) hef gert tilraunir bæði með eik og Hnotu ásamt öðru timbri. Inntaka viðarins á ammoníaki gereyðileggur hann á sextíu dögum; meðan þungar Eikarblokkir voru „smitaðar“ upp í um 1 tommu á dýpt á þremur mánuðum var Hnota rotnuð á níutíu dögum, meira og minna, og þetta segir allt um styrkleika ammoníaks í eyðileggingarmætti trjáa. Klofin eða rifin hnota getur verið geymd úti í veðri og vindi ef ekki er járnþak eða annað sem safnar vatni sem rennur stöðugt á sama stað á trénu og járnagnir í vatninu leka ekki á tréð. Svo viðkvæmt er tréð að bara að saga þá skilur sögunin eftir örsmáar agnir sem smjúga í tréð og sjá til þess að efnið verði blár eða óvarið fyrir veðri í stuttan tíma og getur ekki legið úti, því skal hýsa efnið strax eftir vélvinnslu,

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/bitternut-hnota-trefjar/Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir Pílárum og hjólum í landinu (USA) að sumir framleiðendur höggva tréð án tillits til tíma og árstíðar og flýta sér að koma vörunni sinni á markaðinn. Þeir hafa þurrkunarherbergi eða ofna með miklum hita eða uppgufunarbúnað sem stífir efnið sem er svo selt sem hoggið á réttum árstíma, sem það er ekki. Þessi vinnubrögð eru ekki að framleiða eftir árstímum heldur að þurrka og það er skylda hvers smiðs eða framleiðanda að halda þessum tveimur aðferðum aðskildum. Að vinna timbur eftir árstíðum er hæggeng en örugg meðferð andrúmsloftsins, sem lokar trénu og herðir trefjarnar. Það umbreytir sykri og gluten lifandi pörtum trésins í ógegnsæjanlega vatnsþétta fyllingu sem þolir „ofbeldi“ og titring án þess að sundra trefjunum.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/edlileg-vinnubrogd-vid-thurkun-a-hnotu/
Svona á að þurka Hnotu

Mikill- hiti kemur hins vegar í veg fyrir sjálfbæra þróun í þurrkun og veldur mikilli þurrkun að utan meðan innri hluti viðarins heldur raka áfram sem verður þess valdandi að trefjarnar klofna og taka þannig þátt í allt of hraðri uppgufun rakans. Viður sem verkaður er með þessum hætti verður harður, stífur, létt að kljúfa og hefur lítið eða ekkert fjaðurmagn, sem veldur því aftur að náið og hjólið drekkur í sig frekar drullu og skít ásamt smitun á smurfeiti út í trefjarnar í nafinu sem svo aftur fyrr en seinna veldur losun á samsetningu í hjólinu. Við neitum því ekki að viðurinn verður að vera harður sem fílabein og þungur sem blý, til að ná sem bestum gæðum. Góð vinnubrögð og rétt hlutföll hafa meira að segja með gæði og endingu en að vera yfirmáta nákvæmur með hvern notanlegan hlut, en á okkar langa reynslutíma höfum við aldrei hitt hjólasmið sem ekki gat rakið mistök sín til efnisins sama hversu gott það gæti verið. Þetta er í raun sannað með fjöldann allan af hjólum sem standa sig vel við vinnu undir venjulegum vagni.

http://www.handverkfridriks.com/forn-list-og-nutima-timbur-aflfraedi/vagnhjol-i-smidum/Það er vel þekkt staðreynd að ending vagnhjóla hvílir meira á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru frekar en að taka því sem gefnu að efnið sé þurrt. Eftir margar tilraunir með Hnotu hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að það séu aðeins tveir möguleikar: Góður og slæmur. Allt timbur sem er unnið og verkað á réttum árstíma er gott; allt timbur sem er dautt, brothætt og þurrt án vottorðs um hvenær það er hoggið er slæmt. Skallinn þar á milli er meira og minna ágætur og meðan þetta verðmæta efni verður sjaldgæfara, sem má segja að verði stuttur tími að koma í ljós.

Stjórnum því hvernig við smíðum okkar vagnhjól, að efnið í það sé fullþroskað og hoggið á þeim tíma sem við getum stólað á að trjám og skordýrum sem aldrei deyi sé ekki til að dreifa. Afhendið okkur það hoggið á réttum tíma af hendi náttúrunnar trúandi að þeir sem þykjast vera að lækna efnið nái jafn miklum árangri og þeir sem hafa reynt að lækna járnið þitt. Við skulum líka stjórna því að við höldum réttum vinnubrögðum eins nálægt verkfræðiþekkingunni og hægt er, svo við skulum ekki óttast plathjól sem eru í tísku um þessar mundir.

Heimildir: Wheelmaking  wooden wheel design and construction bls 5

Tók saman og þýddi Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Heiti vagnhluta í léttvagniHeiti vagnhluta í léttvagni

0 Comments

Heimildir: John Deere Buggies, stofnað 1837. and Wagon eftir Ralph C. Hughes


Skýringamynd: Heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðingi. Lærðu bara öll partanöfn létta vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!


partaheiti í fremri hluta topps efri hluti


Partheiti í aftari hluta topps efri hluti


Partaheiti miðhluti framan


Partaheiti í miðhluta aftan


Partaheiti neðri hluti framan

Partaheiti í neðri hluta aftan

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is