Category: uncategorized

Handvagn fyrir þvott #4Handvagn fyrir þvott #4

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £ 1100 Stærð yfirbyggingar 121,92 cm eða 4 fet Breidd 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur Hæð 79,248 cm eða 2 fet og 6 tommur. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Þessi vagn er handvagn dreginn af manni.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Pæton í sérflokki sýningareintak #7Pæton í sérflokki sýningareintak #7

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!






Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1Óþekkt gerð í Ungverjalandi #1

0 Comments

Gæti verið hægt að kalla þennan vagn Bændavagn eða Wagon, veit ekki, bara tillaga?


Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru algengir í Austur-Evrópu og Asíu.

Meiri háttar frágangur og hönnun. Smíðaár vantar og flestar upplýsingar nema að armarnir sem ganga frá efri brún yfirbyggingarinnar niður í hjól eru til styrktar á öxlunum. Svo sjáum við að bremsubitar undir pallinum ganga yfir afturhjólin. Myndatökumaðurinn Kristján Björn Ólafsson var staddur í Búdapest og tók þessa mynd. Ég kann honum stórar þakkir fyrir að lána mér á Hestvagnasetrinu þessa mynd vegna þess að það vantar mikið af upplýsingum frá Austurlöndum um hestvagna. Takk innilega, kæri Kristján.

Vel þegnar myndir íslenskra og annarra landa ferðamanna um allan heim af hestvögnum og öllu því tengdu. Væri líka gott að fá allar þær upplýsingar með sem fyrir hendi eru í hvert skipti. Rafpóstur: elonfk@gmail.com
...
Skráð: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is

Vagn til SvínaflutningaVagn til Svínaflutninga

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð £2300. Takið eftir hversu fjaðrirnar eru ofarlega til að kerrugólfið geti verið sem næst jörðu svo þægilegra sé að lest svínin á fæti. Bremsur eru ekki sjáanlegar.


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Wagonett Brake #1Wagonett Brake #1

0 Comments

Einn eigandi frá upphafi 1905









Topp viðhald á öllu. Til fyrirmyndar!




Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!Gullvagn þjóðhöfðingja Stóra Bretlands!

0 Comments

Ekkert til sparað og húðaður með gulli!


Myndband neðst af skrúðgöngunni með vagninn!



Gullhúðaði ríkisvagninn þarf 8 hesta. Vagninn var smíðaður í London á verkstæði Samuel Buttler. Kostnaðurinn við smíðina endaði í 2,049 milljón bandaríkjadala. Smíði hans lauk 1762. Heimild: Wikipedia

Vagninn mældist 4 tonn á þyngd, 7 metra langur og 3,7 metra hár. Gullhúðunarverkið og alla málningarvinnu sá Glovanni Battista Cipriani um ásamt styttunum útskornu af Kerub Biblíu goðsögnunum. Heimild: Wikipedia

Þessar stórkostlegu málverk var Glovanni Battista Cipriani ábyrgur fyrir ásamt öllu skrauti og gyllingum: Gyllingin hefur verið haldið við 4 sinnum á líftíma vagnsins. Heimild: Wikipedia

Óneitanlega mikilfenglegur farkostur með 8 hesta teymi.

Surrey #2Surrey #2

0 Comments

Svört með kögurtopp!









Landau #1Landau #1

0 Comments

Fallegur og eigulegur í Mexíkó!

Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak










Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðaður úr harðviði sem er vottaður að sé hogginn á mesta vaxtartímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og fjórum tommu hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur eru ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með koparkoppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

John Deere Triumph Chuck Wagon #5John Deere Triumph Chuck Wagon #5

0 Comments

Kúrekavagn til viðveru í óbyggðum. Chuck Wagnon!


John Deere Triumph uppgerður og fínn með eldhúsi (Chuck Wagon), bogum, bremsum, kúsksæti, fótaskemli, grönnum trjábolum til að tjalda, sennilega yfir aftan við eldunaraðstöðuna. Verkfæra- eða birgðakassi með loki, fram á undir fóthvílunni.


Fyrir neðan myndir fyrir uppgerð og svo neðst nokkrar eftir viðgerð








Uppgerður að fullu





Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!







Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg um helming með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum. Ef vel er að gáð er eins og teiknaðir séu bremsudiskar á bak við hjólin?


Heimild: Sölubæklingur Thomas Stell frá 1909

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Prest Pæton körfuvagn #10Prest Pæton körfuvagn #10

0 Comments

Heillegur Bast-körfu Pæton fyrir prest. Ekki upplýsingar um smíðaár. Vagninn er með bremsum, járnhjólbörðum, kúskurinn situr aftan við prestinn, langsum fjaðrir, hlíf framan úr Bast-tágum, vandaðar bremsur, uppstig fremst og aftan fyrir kúsk. (Kúskur er ekki til í íslenskri orðabók!?


Á milli píláranna sést uppstigið fyrir prestinn en uppstigin er vönduð og öflug þverfjöður að framan sem algengt er í þessum vögnum. Eftirtektarvert er hve fáir pílárar eru í framhjólinu eða tíu stykki vegna þess að í þá daga var reynt að hafa vagnana eins létta og efnið leyfði sem smiðirnir höfðu að vinna úr. Pílárafjöldinn þarf alltaf að vera slétt tala svo tveir pílárar gangi í hvern félaga (ysti boginn), félagarnir eru stundum í hálfboga eins og mér sýnist vera uppi á teningnum hér.








Járnverkið er vandað og líka bremsurnar ásamt bremsustönginni.



Hér er brakkettið/uppistaðan fyrir bakið og kúsksvipuhaldarinn.


Væri augnayndi þessi vagn ef hann væri uppgerður og vel til hafður.



Gæti þetta verið framleiðslunúmer?


Hér sjáum við undir setuna!


Dráttarsköftin eru nett en samt sterk.

Yfirlestur: malfridur.is