Þessi glæsilega hönnun var send okkur af Bridgeport-fréttaritara okkar, Joseph Irving. Við teljum vagninn sérstaklega fínan. Hlið aftursætsins er mynduð úr reyrverki.
Fram– og afturstuðningsjárnin standa á glæsilegu fimmta hjóls braketi að framan og á fallegu grunnskrauti að aftan.
Aftari panilinn er með laufútskurð sem endurtekur sig á barnasætinu á minna fremra þilinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ein besta hönnun sem við höfum hingað til myndskreytt. Framlag Sec Brown í járndeildinni.
Viktoría, lokaður langferðavagn. Herra Saladee: — Ég hef nýlega fengið teikningu frá vini mínum í London. Rétta teikningu af vagninum sem smíðaður var fyrir Viktoríu Englandsdrottningu. Úr henni hef ég gert teikninguna sem ég sendi þér hér fyrir Magazínið.
Sá hluti sem táknar efsta hluta sætis, aftan, er skorinn út og festur á yfirbygginguna; svo líka pílárarnir. Teikningin mun gefa verkamanninum rétta hugmynd um smíði vagnsins. Spara mér þannig vandræðalega vinnu við að segja lesendum þínum með langri og gagnslausri útskýringu.
M. M. T.
Heimild: The Coach Makers Magazine á Internet Archive 1857.
1905 var New York borg á mörkum útblástursfarartækja og tilkoma leigubílsins markaði verulega breytingu í borgarsamgöngum. Hinn táknræni guli leigubíll sem við þekkjum í dag átti enn eftir að koma á fót en hestdregnu leiguvagnarnir og fyrstu vélknúnu farartækin voru farin að ráða yfir götunum. Þessi umbreyting endurspeglaði öran vöxt borgarinnar og aukna eftirspurn eftir hagkvæmum samgöngumöguleikum þar sem íbúafjöldi hennar jókst og iðandi borgarumhverfi þróaðist. Leigubílainnréttingar frá 1905 voru oft með áberandi hönnun, með rúmgóðri til að hýsa farþega og eigur þeirra. Þessir fyrstu leigubílar voru venjulega málaðir í líflegum litum, skreyttir koparfestingum og tjaldhimnum til að verja farþega frá veðuröflunum.
Farartækin voru tákn framfara og veittu New York-búum nýfengið frelsi til að ferðast auðveldara um borgina. Þessi samgöngumáti varð samheiti við hraðskreiðan lífsstíl borgarbúa, sem gerði þeim kleift að fara yfir fjölfarnar leiðir borgarinnar og falin húsasund. Þegar leigubíllinn náði vinsældum varð hann nauðsynlegur þáttur í sjálfsmynd New York borgar. Um 1910 myndu nýjungar í bílatækni og uppgangur leigubílafyrirtækja umbylta samgöngum í þéttbýli enn frekar. Guli leigubíllinn, sem er undirstaða landslags borgarinnar, myndi brátt koma fram og treysta stöðu leigubílsins sem helgimyndatákn New York. Þessi þróun mótaði ekki aðeins hvernig New York-búar hreyfðu sig heldur setti einnig grunninn að hinu flókna og kraftmikla samgöngukerfi sem er í borginni í dag.
Heimild: Fengið að láni frá History pictures Facebook
Gufuknúin slökkviliðsvél í hestvagni kvödd í New York 1914
Bandaríkjamenn kalla alla eða flesta slökkviliðs bíla slökkvi vélar eða Engine. Komið frá hestvögnum með gufu drifnar vatnsdælur. Þarna er verið að kveðja vél 39. Sem ekki voru allra og eru ekki allra.
Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook
Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.
Fallegra handverk og smíði sér maður varla lengur!
Glæsilega bólstraður að innan með „Gimsteinamynstrinu“.
Töluvert ílagt í innréttingunni.
Úr eða klukku uppstigi fyrir innan hjólið (toeborde wach and case)
Á teikningunni má sjá: Keðju (drag shoe) sem hangir undir vagninum, látin dragast á eftir vagninum niður brekkur til að halda á móti undanhaldinu. Þaðan kemur líklega nafnið á vagninum „Drag“.
Pöntunarseðillinn fyrir farartækið með fylgihlutum.
Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.
Langferðavagntil leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.
Léttur Coupe. Engin lýsing er við vagninn í auglýsingunni. En samt sjáum við að vagninn er mikið skreyttur og útskorinn og töluvert lagt í hann. Afturdraganlegur toppur sjá streng aftast á yfirbyggunni. Yfirbyggingin er bogadregin að neðan uppstig, ljósker, hlíf (dash) framan, byggður á körfu Perk sem er beygða járnstöngin milli öxlanna. Svo er S laga skraut (ornament) á aftari hluta efri hliða. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er búinn nýjunginni sem var um þriggja ára þarna eða Sarven nöfum. Listaverk er eins orðið sem manni kemur í hug. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu ofan á í hönnun síðar.
Lawernce vagninn er af yfirgerðinni Brett afar flott hönnun. Við sjáum uppstig, lampa og skreytt járnverk. Fjaðrirnar eru langsum með yfirbyggingunni og greinilega fellanlegur stór toppur á vagninum sem gefur honum flott útlit. Bremsur eru ekki sjáanlegar.
Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!
Langferðavagn C fjarða án textalýsingar. Við sjáum annars tvö handföng annað fyrir dyrnar inn i vagninn og hinar fyrir geymslu (skott) undir sæti vagnsins. Líklega er toppurinn opnaður með strengnum aftast og efst á yfirbyggingunni. C fjaðrirnar eru náttúrlega bara listform í þessum vagni, viðhafnarklæði eða Hammer klæði eru á Kúsksætinu. Alveg aftast sést móta fyrir tengdar mömmusæti (rattlingseat); en þetta er pallur til að standa á fyrir fylgdarmenn og eða þjóna. Fyrir ofan glugganna eru leðursvuntur sem geta verið rúllað niður og til að veita meira skjól. Þessi vagn er hrein dásemd og listaverk. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Sarven nöf prýða vagninn líka og var nýjung á þessum tíma.
Coupe Rockaway er ekki með texta í sölubæklingnum. Opnanlegur toppur dreginn aftur. Strengur aftast og efst á yfirbyggunni. Uppstig, lampar, skrautlykkja aftan yfir fjöðrinni sem er stífa í leiðinni, hlíf framan (dash). Vagninn er byggður á körfu (perk). Járnslá sem tengir fram og aftur öxull. Svo er sporöskjulaga gluggi aftast á yfirbyggingunni og annar skreyttur efst í hurðinni. Skraut (onamet) aftan og ofan við sporöskulaga gluggann, líklega bara til skrauts. Bremsur ekki sjáanlegar. Veglegur vagn og mikið Listaverk. Vagninn er á þver fjöðrum framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er á Sarven nöfum sem var nýjung 1860.
Veltisætis vagninn hefur engan texta í sölubæklingnum. Vagninn er búinn uppstigi, hlíf framan (dash). Fjögra boga toppur, bremsur ekki sjáanlegar. Litla teikning efst í aðalteikningunni er af veltisætinu. Vagninn er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Sarven nöf í miðju hjólanna. Útskurður til skrauts er greinilegur enda vagninn vandaður í heild. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er stöngin undir vagninum
Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.
Konurnar á myndinni flytja stóra ískubba í hús til Manhattan. Fólk notaði ísinn til að kæla matvöru, eldaða eða óeldaða. Eftir því sem kæliskápar og frystir urðu algengari dó þessi þjónusta smám saman út.
Margt íssendiferðafólksins átti uppruna sinn á Suður-Ítalíu. Innflytjendur til BNA voru margir með litla menntun og/eða viðskiptakunnáttu. Margir fóru þá að vinna við sína kunnáttu sem var ísheimsendingarþjónustan í New York. Borgarlífið hafði þessa þjónustu í nokkra áratugi frá miðri nítjándu öld til um 1950. Á nítjándu öldinni var ísinn unninn úr tjörnum og vötnum og geymdur í íshúsum fyrir flutning til borgarinnar.
Eftir að bíla tíminn hélt innreið sína fækkaði hestvögnum smá saman í þessari þjónustu. Stór fyrirtæki keyptu upp þjónustu hestvagna ís flutninga á níunda og tíunda áratug nítjándu aldar auk ísvéla fyrir veitingastaði og bari. Verkfæri ís flutninga mannsins voru vírar, krókar, töng og ís pinnar. Vírinn var til að binda fyrir ís kökurnar; en það voru minni ísmolar saman í pokum til að halda kulda á stóru ísmolunum í flutningi.
Vinnudagur ísflutningsfólks byrjaði klukkan fjögur og endaði ekki fyrr en síðla kvölds, allt eftir árstíð eða vikudegi. Ísflutningafólk vann sjö daga vikunnar án fría. Arthur Miller rifjar upp í ævisögu sinni: Ísmenn voru í leðurvestum með blautan sekk yfir hægri öxlina. Þegar þeir höfðu rennt ísnum í kassann biðu þeir með vatnsdreypandi sekkinn og biðu eftir greiðslunni sinni. Tilvitnunin endar. Ísþjónustan lifði lengur í gegnum Amish-samfélögin, þar sem ís er venjulega afhentur í nútímanum með vörubílum til að kæla mat og annað viðkvæmt.
Heimild: https://en.wikipedia.org/wiki/Iceman_(occupation) Meira um þetta efni á ,,Ice trade” og ,,Ice cutting” Wikipedia.org
Bækur um efnið: Joseph C. Jones, J.R.: America’s Icemen: An Illustrative History of the United States Natural Ice Industry 1665-1925. Humble, TX: Jobeco Books 1984
Hálfmánavagninum fylgir engin lýsing en við sjáum að hann er með uppstig, hlíf frama og svo fimm toppboga vandaðan topp. Sarvin nöf, Engar bremsur sjáanlegar og vagninn er byggður á körfu (perk) Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo svo ofan á í hönnun síðar
Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.
Brewster Pæton. Hefur verið geymdur í hlöðu með loftslagsstýringu. Vagninn er með Dickie sæti þar sem tágakarfan er staðsett núna. Farkosturinn var endurnýjaður að fullu með nýrri bólstrun og línumálun. Var sýningarvagn á Morgan Gold Cup Heritage Class og vann fyrsta sæti. Hjólin eru glæný frá Statesman í Hólms sýslu. Ný dráttarsköft frá Middlefield Ohio. Efnið í bólstrunina er frá Woodland Coach í Hólmes sýslu. Upprunalega er vagninn smíðaður af Brewster eftir 1838 og einhvern tímann á líftíma Brewster framleiðandans. En þar sem vagninn er búinn Sarven nöfum þá er líklegast að hann hafi smíðast eftir 1857 en það ár komu Sarven nöfin fram.Þess má geta að Brewster var talið toppframleiðandi hvað gæði varðaði á líftíma sínum.
Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.
Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.
Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.
Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.
Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.