Sirka 1879. hestinn og Omini-vagninn í Mar del Plata, Buenos Aires-héraði. Áður höfum við talað um þennan ágæta ljósmyndara, sem við eigum ótal frásagnir um daglegt líf að þakka. José Christiano de Freitas Henriques Junior, fæddist árið 1832 í Portúgal og var betur þekktur sem Christiano Junior. Á þessari mynd sjáum við hann með heimilisrannsóknarstofu sína sem hann ferðaðist um landið á árunum 1878 til 1882. Vagninn er Break Omnibus1, einn af svokölluðum Capuchino.
Heimild: El caballo y el carruaje Facebook
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson
Yfirlestur: malfridur.is
Break þýðir að framhásingin gat gengið undir (undirhlaup) svo vagninn gæti tekið krappari beygjur! ↩︎
Smíðaður einhvern tímann á 19. öld í Englandi og uppgerður vandlega 1978
Lítill Brougham tveggja manna smíðaður á Long Acre í London
Falleg og hefðbundin tígul eða -demantamunstur og virkilega hlýlegur( deep button). Gott að vera í með fóthitara á veturna. Hefur verið notaður í giftingum og kvikmyndum í nokkra áratugi.
Kostar aðeins kr: 542.000 ísl. Fyrir flutning. Einstaklega vandaður gripur.
Heimildir: Ben Gray á Facebook. Sem er líka eigandi og seljandi að þessum demanti. Myndir fengnar að láni hjá Ben Gray.
,,Royal Alert Edward Wigan.” Stendur á skjaldar -skiltinu efst á yfirbyggingunni. Svo það mætti komast að þeirri niðurstöðu að vagninn sé á vegum kóngsins af Englandi. Vagninn virðist vandaður og snyrtilegur í frágangi. Lítið meira er hægt að segja því ekki fylgja meiri upplýsingar með aðrar en að myndin er tekin 1889.
Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook
Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr. Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H. Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson-fjölskyldunni í Pennsylvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunalega teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, fimm dráttarjafnvægisbitum, dráttarþverbita, dragskóm, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettislampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn hafa fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður á teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls.) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verðs sé þess óskað.
Alþýðuvagn smíðaður í Noregi milli 1850–1925. Líkist vagninum hans Emils í Kattholti.
Ekki er til heimild fyrir árgerð þessa eintaks sem alþýðuvagn eða heimilisvagn er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 99 til 174 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.
Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að „eyða“ í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á bekkjaburðarvirkinu er í senn einföld, snjöll og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt falleg að mínu mati.
Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni og nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kindagæra.
Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs
Járnverkið eða járngrindin er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Það verður gaman að sandblása og breyta til hins betra.
Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi
Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.
Til sölu: Ásett verð Ísl kr. 242.000 — (2023)
Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi og því er gamla góða gæran velkomin þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunum á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.
Vagn með svipaðri hönnun og yfirbragði er næstum alveg eins. Þar eru meira að segja bólstraðir bekkir, bara sófi. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju, framhjólin því stærri. Vagnasmiður í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifaður af þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?
Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Ég gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leyti eins og á sautjándu, átjándu og nítjándu öldinni. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.
Hestvagn, þekktur sem Tonga var góður ferðamáti fjölskyldunnar. Vagninn getur borið 6 til 8 manns ásamt að minnsta kosti tveimur litlum börnum. Vagninn er miklu stærri en Rickshaw eða bíll. Með tímanum útrýmdi áætlunarbílar Tonga. Að fá þjónustu fyrir hest í borginni Peshawar Pakistan var mikil áskorun fyrir Kúskinn (úrdu orð þýðir eigandi Tonga) Tonga. Meirihluti eigenda Tonga höfðu völd og áhrif í samfélaginu. Tvisvar vorum við og frændur tæplega 7 með nokkur börn að ferðast með í Tonga og hesturinn hafði ekki getu til að draga okkur öll. Ég var hræddur við að ferðast í Tonga eftir slys. Kúskurinn virtist ekki hafa þekkingu á hámarkshleðslu vagnsins en meir áhuga á peningum. Tonga hefur reynst farsæll í að flytja stúlkur til skóla og aftur heim úr skóla ásamt framhaldsskólum í Peshawer, þar sem ég bjó og sá þessa vagna. Fimm til sex stúlkur voru sáttar með að borga fasta upphæð fyrir skólaakstur. Kúskurinn var líka ánægður með viðskiptin. Skólastelpurnar voru ánægðar með að þurfa ekki að ganga snemma á morgnana ásamt gangandi og hlaupandi fólki sem gat líka fengið far ef pláss var.
Tonga kom fyrst fram hjá Pólýnesíska konungsveldinu. Tonga var fyrst smíðuð fyrir um 3.000 árum á eyjunni Tonga. Af austurindónesískumælandi fólki af Lapita menningu. Lapita fólkið var mest þekkt fyrir vandað og skreytta leirmuni. Frá 10. öld var Tonga stjórnað af röð heilagra konunga og drottningar, Tu’i Tonga. Heimild: Britannica
Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA
Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook
Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.